fbpx

Sýni

Saltfisksalat í hátíðarbúningi

Lýsing:

þetta er yndislega góður saltfiskréttur/salat með djúpsteiktun hvítlauk og chilli.
Hentar vel sem forréttur eða sem réttur á hlaðborðið.

Innihald:

Saltfiskur í bitum
Ólífuolía
Smá hveiti
Kartöflur
Slatti af hvítlauk skorinn í sneiðar
Slatti af rauðum chillipipar skorinn í litla bita (eða sneiðar)
Tómatar úr dós
Salt og svartur pipar
Gott grænt salat

Aðferð:

Fiskinum er velt upp úr hveiti og hann steiktur í ólífuolíu og kryddaður með svörtun nýmöluðum pipar.
Hitið góðan slatta af ólífuolíu á pönnu og djúpsteiðið hvítlaukinn og chilliið
Sjóðið kartöflur og skerið í sneiðar
Hitið tómatana í potti, kryddið með chilli, hvítlauk, salti, pipar og ef til vill skvettu af balsamik ediki

Raðið saman eins og sýnt er á myndinni

admin birti undir Fiskur


Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*

*