fbpx

Sýni

Silungur undir grænmetisþaki

Lýsing:

Það er háð stærð flaksins hversu marga munna er hægt að metta með þessum rétti. Þetta er hollur og fyrirhafnarlítill réttur.

Innihald:

Silungsflak
1 rauðlaukur
1/2 púrrulaukur
1/2 kúrbítur (zucchini)
grænar ólífur eftir smekk
1 lítil dós tómatkraftur (70 g)
eða 3 msk tómatmauk úr sólþurrkuðum tómötum
Hvítlaukur
Oreganó – ferskt eða þurrkað
Salt og pipar

Aðferð:

Silungurinn er settur á bút af álpappír sem er hæfilega stór til að hægt sé að pakka fiskinum og grænmetinu inn. Flakið er kryddað eftir smekk og tómatkraftinum dreift yfir flakið. Allt grænmeti skorið í þunnar sneiðar og sett ofan á flakið. Ólífum stráð yfir. Pakkanum lokað og hann bakaður við 180°C í ofni í 30-40 mínútur allt eftir þykkt flaksins. Síðustu mínúturnar er gott að stilla á grill og láta grænmetið brúnast aðeins.
Borið fram með kotasælu-sinnepssósu (sjá uppskriftasafn), kartöflum og góðu salati.
———————————-
Hægt er að nota hvaða grænmeti sem er í þakið. Leyfið hugmyndafluginu og því sem er við höndina að ráða!

admin birti undir Fiskur


Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*

*