fbpx

Sýni

Skyr með bönunum

Innihald:

2 stórir bananar
Sítrónusafi
2 msk möndluspænir
1 msk hunang
250 g hreint skyr
Rifinn börkur af einni sítrónu
4 msk léttmjólk (spari má nota kaffirjóma)
1-2 msk flórsykur
1-2 tsk kanil

Aðferð:

Bananarnir skornir í sneiðar og sítrónusafi kreistur yfir til að koma í veg fyrir brúnun. Skipt niður á 4 diska, möndlum og hunangi stráð yfir.
Skyrið er hrært með mjólkinni, sítrónuberki, flórsykri og kanil. Skyrinu skipt niður á diskana. Kanil stráð yfir til skrauts.

admin birti undir Eftirréttir


Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*

*