fbpx

Sýni

Skyrfrauð

Lýsing:

Úr matreiðslubókinni Af bestu lyst 2.
Fyrir 6.

Innihald:

250 g hreint skyr
3 egg
50 g sykur
1 tsk vanillusykur
2 tsk sítrónubörkur
eða 1 msk líkjör
Fullt af ferskum ávöxtum og berjum eftir eigin smekk

Aðferð:

Stífþeytið eggjahvíturnar. Bætið sykri og vanillusykri hægt saman við. Þeytið svo eggjarauðurnar saman við skyrið og blandið sítrónuberki eða líkjör saman við. Báðum blöndum er loks hrært varlega saman með sleif og blandan sett í eldfast mót. Bakað við 180°C í 20-25 mínútur.

admin birti undir Eftirréttir


Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*

*