fbpx

Sýni

Smjörbaunamauk

Lýsing:

Mauk sem búið er til úr maukuðum smjörbaunum og kryddað til með kryddjurtum, lauk og ediki.
Við höfum verið með þessa uppskrift á námskeiðinu okkar „Bakað úr íslenskum hráefnum“ og hafa komið ýmsar útfærlsur af henni, margar mjög góðar. Það er því um að gera að prófa sig áfram og nota hugmyndaflugið.
Mjög gott að setja ofaná brauð eða sem meðlæti.

Innihald:

1 laukur

1 hvítlauksrif
Olía
1 dós smjörbaunir
Salt og svartur pipar
1-2 tsk hvítvínsedik
Kryddjurtir t.d mynta, oregano, basil eða kóriander

Aðferð:

Steikið lauk og hvítlauk í olíu.
Setjið í mixara ásamt baununum.
Setjið kryddjurtirnar saman við.
Smakkið til með salti, pipar og hvítvínsediki.

admin birti undir Álegg


Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*

*