fbpx

Sýni

Spínatídýfa / álegg

Lýsing:

Ferskt, fitusnautt og freistandi.

Innihald:
Fersk spínatblöð (1/2-1 poki eftir smekk)
400 g kotasæla
1 box sýrður rjómi 10%
1 meðalstór rauðlaukur, saxaður
1 msk sítrónusafi
Kryddað með hvítlauksdufti, salti og pipar.

Aðferð:
Allt sett í matvinnsluvél og maukað vel. Laukurinn settur síðastur og bara blandað stutt eftir það til að ekki verði beiskt bragð af lauknum. Borið fram með brauði og/eða fersku niðurskornu grænmeti, t.d. papriku, gulrótum, gúrku, sellerí…

admin birti undir Álegg


Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*

*