fbpx

Sýni

Starfsfólk Dögunar á HACCP námskeiði

Nú í janúar sat starfsfólk Dögunar HACCP 1 námskeið hjá Sýni. Námskeiðið var haldið á Teams sökum aðstæðna og þótti það mjög vel heppnað. Eftirfarandi umsögn barst frá Jóni Erni Stefánssyni gæðastjóra Dögunar eftir námskeiðið.

„Það er óhætt að mæla með námskeiðinu fyrir alla, undirbúningurinn og skipulag námskeiðsins var til fyrirmyndar og námskeiðið eftir því fræðandi.

Starfsfólkið var heilt yfir mjög ánægt og leiðbeinandi námskeiðsins, Guðrún Adolfsdóttir leiddi þátttakendur í gegnum fræðin og fór yfir allar vangaveltur og spurningar sem upp komu.

Það verður ekki ofsagt að leiðbeinandinn hafi gert fræðin athyglisverð,fræðandi og skemmtileg fyrir þá sem tóku þátt.

Þrátt fyrir að námskeiðið hafi farið fram í gegnum „internetið“ myndaðist tenging leiðbeinanda við nemendur sem skyldi eftir sig fræðslu og þekkingu sem leitast var eftir með skráningu á þetta námskeið.“

Jón Örn Stefánsson, Gæðastjóri

admin birti undir Fréttir


Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*

*