fbpx

Sýni

Steiktir tómatar

Lýsing:

Meðlæti fyrir 8. Tómatarnir eru góðir bæði heitir og kaldir.

Innihald:

8 tómatar
2 msk ólífuolía
2 msk balsamik-edik
50 g furuhnetur eða aðrar hnetur
salt og pipar eftir smekk
ferskt rósmarín

Aðferð:

Tómatarnir eru skornir í tvennt eða í þykkar sneiðar og þeir steiktir á pönnu í olíunni í 5-6 mínútur. Bætið hnetunum á pönnuna síðustu mínútuna þannig að þær nái aðeins að brúnast. Kryddið eftir smekk og dreifið balsamik-edikinu yfir. Tilbúið!

admin birti undir Grænmeti og baunir


Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*

*

Close
loading...