Tabouleh
Lýsing:
Ferskur og léttur Marokkóskur réttur.
Innihald:
175g / 1 bolli hveitibúlgur
Safi úr einni sítrónu
3 msk olivu olía
Fersk steinselja, smátt söxuð
3 msk fersk minta, söxuð
4-5 vorlaukar
1 græn paprika
Salt og nýmalaður svartur pipar
2 stórir tómatar
Svartar ólívur eftir smekk
Aðferð:
Setjið búlgurnar og kalt vatn í skál þannig að vatnið nái að þekja alveg búlgurnar. Látið standa í minnst 30 mínútur og alveg uppí 2 klst.
Látið renna af búlgunum og fjarlægið auka vatn með klút/þurrku. Dreifið úr búlgunum á eldhúspappír og látið þorna alveg.
Setjið búlgurnar í stóra skál, bætið við sítrónusafanum, olíunni og svolítið af kryddi. Leyfið þessu að standa í 1-2 klukkutíma ef mögulegt. Bætið útí steinseljunni, mintunni, vorlaukunum og paprikunni og blandið vel. Bragðbætið og skreytið með tómötum og ólívum og berið fram.
Skildu eftir svar