fbpx

Sýni

Thaílensk graskers- og kóríander súpa

Innihald:

1 msk olía

1 laukur, skorinn gróft

3 tsk. Thai karrímauk, rautt

1-2 hvítlauksgeirar, smátt skornir

2,5 cm engiferrót, smátt skorin

1 butternut grasker (750g), skorið í teninga

400 ml kókosmjólk, full feit

750 ml grænmetis- eða kjúklingasoð

2 tsk. Thaílensk fiskisósa

pipar

smá ferskur kóríander

Aðferð:

Hitið olíuna á í potti, bætið lauknum útí og steikið þar til mjúkur. Hræri karrímaukinu, hvítlauknum og engifer og látið malla í 1 mínútu. Bætið þá graskerinu, kóskosmjólkinni, soðinu og fiskisósunni útí og hitið að suðu.  Setjið lok á pottinn og látið sjóða í 45 mínútur eða þar til graskerið er mjúkt. Látið kólna lítillega. Bætið kóríander útí súpuna en skiljið smá eftir til að skreyta með.  Maukið súpuna í nokkrum hlutum þar til hún er  mjúk. Hellið aftur útí pottinn og hitið aftur. Setjið í skálar og skreytið með kóríander.

butternut

admin birti undir Súpur, Uppskriftir


Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*

*