fbpx

Sýni

Tómat- appelsínusúpa

Lýsing:
Skemmtilegt bragð og ljúffengt. Fyrir 4.

Innihald:
1 laukur (púrra er reyndar líka góð)
1 msk matarolía
1 dós niðursoðnir, hakkaðir tómatar
1 msk tómatmauk
1/4 l grænmetissoð
3 appelsínur
salt og pipar
steinselja eða graslaukur
100 g sýrður rjómi (10%)

Aðferð:
Laukurinn er fínhakkaður og steiktur þartil hann verður glær í olíunni í djúpum potti. Tómatmauki bætt við. Svo er soðinu hellt yfir og tómötunum bætt við. Látið krauma í 10 mínútur. Á þessu stigi er gott að mauka súpuna í matvinnsluvél/mixer eða þrýsta henni í gegnum sigti (súpan er reyndar líka mjög góð þótt hún sé ekki maukuð). Loks er safanum af tveimur appelsínum ásamt aldinkjöti bætt út í og kryddað eftir smekk með salti og pipar. Síðasta appelsínan er skræld og skorin í báta og notuð ásamt steinselju eða graslauk til skreytinga. Sýrður rjómi borinn fram með súpunni.

admin birti undir Súpur


Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*

*