fbpx

Sýni

8.5.2015

„Það var samdóma álit allra sem voru á námskeiðunum hjá þér síðustu tvo daga að námskeiðið hefði verið mjög gott í alla staði og  muni nýtast okkur vel.

Sendum þér / ykkur stóran broskall frá okkur „.

Helga Vilborg, Gæðastjóri hjá Skinney Þinganes hf. eftir námskeiðið „HACCP-innri úttektir“ sem Guðrún Adolfsdóttir hélt fyrir starfsfólkið.

2000px-Smiley.svg

„Ég undirrituð, ásamt þrem samstarfskonum mínum, hef í starfi mínu sem heimilisfræðikennar tvisvar sótt matreiðslunámskeið hjá Sýni í mínu starfi. Ég vil fá að koma því á framfæri hversu ánægðar við erum með þessi námskeið. Þarna fengum við mjög góða fræðslu um matreiðslu og næringarfræði ásamt því sem við elduðum saman máltíð sem samanstóð af nokkrum réttum sem allir höfðu það sameiginlegt að vera hollir og næringaríkir ásamt því að vera mjög góðir. Það var mjög gaman að fá að prófa sig áfram í eldhúsinu hjá Sýni undir leiðsögn námskeiðishaldara og sérstaklega gaman að fá að vera saman að útbúa þessa rétti sem við svo borðuðum saman í hádeginu. Fyrir utan fræðsluna var þetta skemmtilegt hópefli. Flest allar þær uppskriftir sem við höfum fengið á þessum námskeiðum höfum við getað nýtt í okkar starfi og að fá leiðsögn við að elda þá var mjög gagnlegt.“

Takk kærlega fyrir okkur ?

Sigríður Björk Kristinsdóttir
Grunnskólakennari, Heiðarskóla Hvalfjarðarsveit. 

Close
loading...