fbpx

Sýni

12. janúar 2021

Umsögn frá Jóni Erni Stefánssyni Gæðastjóra hjá Dögun eftir HACCP 1 námskeið starfsfólks.

„Það er óhætt að mæla með námskeiðinu fyrir alla, undirbúningurinn og skipulag námskeiðsins var til fyrirmyndar og námskeiðið eftir því fræðandi. Starfsfólkið var heilt yfir mjög ánægt og leiðbeinandi námskeiðsins, Guðrún Adolfsdóttir leiddi þátttakendur í gegnum fræðin og fór yfir allar vangaveltur og spurningar sem upp komu.

Það verður ekki ofsagt að leiðbeinandinn hafi gert fræðin athyglisverð,fræðandi og skemmtileg fyrir þá sem tóku þátt.

Þrátt fyrir að námskeiðið hafi farið fram í gegnum „internetið“ myndaðist tenging leiðbeinanda við nemendur sem skyldi eftir sig fræðslu og þekkingu sem leitast var eftir með skráningu á þetta námskeið.“

Jón Örn Stefánsson, Gæðastjóri


Námskeið – BRC staðallinn – 26. október 2020

„Virkilega fræðandi og gagnlegt og góð viðbrögð við sértækum fyrirspurnum þátttakenda“

Telma Kristinsdóttir, gæðastjóri hjá Ora

„Skemmtilegt og greinagott námskeið sem gefur góða innsýn í BRC staðalinn“

Karl I. Torfason, Búlandstindur

„Námskeiðið var krefjandi, en um leið gagnlegt og góður undirbúningur fyrir komandi úttekt BRC“

Jón Örn Stefánsson, gæðastjóri hjá Dögun 


Námskeið – Matvælasvindl og skemmdarverk – 26.-27. nóvember 2020

„Mjög skemmtilegt og fróðlegt námskeið sem á eftir að nýtast okkur vel“

Elva Björk, Esja Gæðafæði

„Mér fannst námskeiðið vera mjög áhugavert í heild sinni. Mjög gott að fá innsýn frá öðrum hvað er verið að gera. Góðar og gagnlegar umræður og verkefnavinna. Takk fyrir mig 🙂 “

Kristín Gyða Ármannsdóttir, Skinney Þinganes

„Áhugavert og gagnlegt námskeið sem nýtist vel þeim aðilum sem þurfa að vinna með áhættugreiningu matvæla m.t.t. matvælasvindls og -skemmdarverka“

Margrét Eva Ásgeirsdóttir, Kaupfélag Skagfirðinga.

„Ég gef námskeiðinu bestu einkunn, nýtt efni fyrir marga og frábært að eiga kost á því að fá slíkt námskeið hérlendis. Góð þekking námskeiðshaldara og framsetning. Passleg lengd á námskeiði“

Bára Eyfjörð Heimisdóttir, Norðlenska.


7. mars 2020

„Ég er búinn að vinna lengi í kjötiðnaði og alls staðar hef ég lagt til að Sýni kæmi að uppsetningu innraeftirlits, gæðamála og þrifaáætlana. Sýni hefur eiginlega fylgt mér frá stofnun fyrirtækissins, inn á mína vinnustaði í ráðgjöf og eftirliti ýmiskonar.
Frábært starfsfólk með mikla þekkingu og reynslu. Það að hefur verið frábært að starfa með ykkur og vonandi vinnum við saman áfram.“

Með bestu kveðju.

Sigmundur G. Sigurjónsson.
Kjötiðnaðarmeistari.


„Það var samdóma álit allra sem voru á námskeiðunum hjá þér síðustu tvo daga að námskeiðið hefði verið mjög gott í alla staði og  muni nýtast okkur vel“

Sendum þér / ykkur stóran broskall frá okkur „.

2000px-Smiley.svg

Helga Vilborg, Gæðastjóri hjá Skinney Þinganes hf. eftir námskeiðið „HACCP-innri úttektir“ sem Guðrún Adolfsdóttir hélt fyrir starfsfólkið.


„Ég undirrituð, ásamt þrem samstarfskonum mínum, hef í starfi mínu sem heimilisfræðikennar tvisvar sótt matreiðslunámskeið hjá Sýni í mínu starfi. Ég vil fá að koma því á framfæri hversu ánægðar við erum með þessi námskeið. Þarna fengum við mjög góða fræðslu um matreiðslu og næringarfræði ásamt því sem við elduðum saman máltíð sem samanstóð af nokkrum réttum sem allir höfðu það sameiginlegt að vera hollir og næringaríkir ásamt því að vera mjög góðir. Það var mjög gaman að fá að prófa sig áfram í eldhúsinu hjá Sýni undir leiðsögn námskeiðishaldara og sérstaklega gaman að fá að vera saman að útbúa þessa rétti sem við svo borðuðum saman í hádeginu. Fyrir utan fræðsluna var þetta skemmtilegt hópefli. Flest allar þær uppskriftir sem við höfum fengið á þessum námskeiðum höfum við getað nýtt í okkar starfi og að fá leiðsögn við að elda þá var mjög gagnlegt.“

Takk kærlega fyrir okkur

Sigríður Björk Kristinsdóttir
Grunnskólakennari, Heiðarskóla Hvalfjarðarsveit.