fbpx

Sýni

Álegg

Túnfisksalat

Lýsing:

Fitulítið og bragðgott.

Innihald:
1 dós túnfiskur í vatni – ath. við notum líka vatnið!
2 msk ólífuolía
1 tsk rifinn sítrónubörkur (má sleppa)
2-3 tsk sítrónusafi
1 marið hvítlauksrif (eða ½ tsk hvítlauksduft)
fersk basil og oreganoblöð eftir smekk
½ saxaður laukur

Aðferð:
Öllu blandað saman í matvinnsluvél. Laukurinn settur út í í lokin og bara hrært örstutt eftir það til að ekki komi beiskt bragð af honum.

Engar athugasemdir

Tapenade – tómatmauk

Lýsing:

Ferskt, fitusnautt og freistandi.

Innihald:
Fersk spínatblöð (1/2-1 poki eftir smekk)
400 g kotasæla
1 box sýrður rjómi 10%
1 meðalstór rauðlaukur, saxaður
1 msk sítrónusafi
Kryddað með hvítlauksdufti, salti og pipar.

Aðferð:
Allt sett í matvinnsluvél og maukað vel. Laukurinn settur síðastur og bara blandað stutt eftir það til að ekki verði beiskt bragð af lauknum. Borið fram með brauði og/eða fersku niðurskornu grænmeti, t.d. papriku, gulrótum, gúrku, sellerí…

Engar athugasemdir

Spínatídýfa / álegg

Lýsing:

Ferskt, fitusnautt og freistandi.

Innihald:
Fersk spínatblöð (1/2-1 poki eftir smekk)
400 g kotasæla
1 box sýrður rjómi 10%
1 meðalstór rauðlaukur, saxaður
1 msk sítrónusafi
Kryddað með hvítlauksdufti, salti og pipar.

Aðferð:
Allt sett í matvinnsluvél og maukað vel. Laukurinn settur síðastur og bara blandað stutt eftir það til að ekki verði beiskt bragð af lauknum. Borið fram með brauði og/eða fersku niðurskornu grænmeti, t.d. papriku, gulrótum, gúrku, sellerí…

Engar athugasemdir

Smjörbaunamauk

Lýsing:

Mauk sem búið er til úr maukuðum smjörbaunum og kryddað til með kryddjurtum, lauk og ediki.
Við höfum verið með þessa uppskrift á námskeiðinu okkar „Bakað úr íslenskum hráefnum“ og hafa komið ýmsar útfærlsur af henni, margar mjög góðar. Það er því um að gera að prófa sig áfram og nota hugmyndaflugið.
Mjög gott að setja ofaná brauð eða sem meðlæti.

Innihald:

1 laukur

1 hvítlauksrif
Olía
1 dós smjörbaunir
Salt og svartur pipar
1-2 tsk hvítvínsedik
Kryddjurtir t.d mynta, oregano, basil eða kóriander

Aðferð:

Steikið lauk og hvítlauk í olíu.
Setjið í mixara ásamt baununum.
Setjið kryddjurtirnar saman við.
Smakkið til með salti, pipar og hvítvínsediki.

Engar athugasemdir

Piparrótarostur

Lýsing:

Ýmis krydd út í rjómaost eða sýrðan rjóma eru auðveldur kostur til að lífga samlokuna við.

Innihald:

Rifin piparrót – magn eftir smekk
Rjómaostur eða sýrður rjómi (10%) eða beggja bland

Aðferð:

Blandið saman piparrót og rjómaosti / sýrðum rjóma og smyrjið á brauðið. Frábært undir grænmeti á skinku og osta- eða laxabrauð. Líka gott sem sósa ef blandað út í sýrðan rjóma og AB-mjólk.
Prófið fleiri krydd, t.d. mangóchutney í stað piparrótarinnar.

Engar athugasemdir