fbpx

Sýni

Álegg

Gulróta smurálegg

Lýsing:

Gott álegg á gróft brauð, sem gjarnan má skreyta með meira grænmeti.

Innihald:
1 lítil skyrdós (hreint skyr)
u.þ.b. 2 msk vatn
4 gulrætur
1 msk sítrónusafi
salt eftir smekk

Aðferð:
Gulræturnar eru þvegnar, skrældar og raspaðar. Hrært saman við skyrið ásamt salti og sítrónusafa. Vatn notað til að þynna skyrið ef þurfa þykir.

Engar athugasemdir

Bruschetta

Lýsing:

Bragðgott tómatmauk á brauð, sem forréttur eða bara sem „lúxusnesti“!

Innihald:
3-4 tómatar, skrornir í litla teninga
1/4 rauðlaukur, fínt hakkaðura
1 msk ólífuolía
1 msk fersk basilíka, söxuð
1/4 tsk sykur

Aðferð:
Olían hituð á pönnunni, tómatarnir settir út í og hitaðir við góðan hita í u.þ.b. 1 mínútu. Sett í skál og rauðlauk, basílíku og sykri blandað saman við.
Best á nýristuðu brauði.
——————————-
Það er frábært að rista brauð í brauðrist eða í ofni, nudda svo hvítlauksrifi við aðra hliðina og setja örfáa dropa af olíu á brauðið. Bruschettunni svo skellt þar ofaná.

Engar athugasemdir
Close
loading...