fbpx

Sýni

Brauð

Súrt rúgbrauð

Lýsing:

Þetta brauð er fyrir stóra brauðvél – brauðin verða 1-1,2 kg. Fyrir minni vélar eða hefðbundinn bakstur getur þurft að minnka uppskriftina.

Innihald:

4,5 dl AB-mjólk
1 dl vatn
5 dl rúgmjöl
4 dl hveiti f. brauðvélar
1 dl byggflögur (eða hafraflögur)
1 msk olía
2 tsk þurrger
2 tsk salt
1 tsk fennil
1 tsk kóríander
1 tsk síróp

Aðferð:

Vatn, AB-mjólk og olía er sett fyrst í formið og svo öllum þurrefnunum hellt ofan á og loks þurrgerið á toppinn. Bakað á prógrammi fyrir gróft brauð.

Engar athugasemdir

Rúgpumpernickelbrauð

Lýsing:

Þetta brauð er fyrir stóra brauðvél – brauðin verða 1-1,2 kg. Fyrir minni vélar eða hefðbundinn bakstur getur þurft að minnka uppskriftina.

Innihald:

2 tsk þurrger
2,5 dl rúgmjöl
1 dl byggflögur (eða hafraflögur)
3 dl heilhveiti
3 dl hveiti f. brauðvélar
1 dl hveitiklíð
1,5 tsk salt
2 msk kakóduft (gefur lit en ekki bragð)
1 msk kúmen
1 tsk sykur
1 msk síróp
1/3 dl olía
5 dl vatn

Aðferð:

Vatn,síróp og olía eru sett fyrst í formið og svo öllum þurrefnunum hellt ofan á og loks þurrgerið á toppinn. Bakað á prógrammmi fyrir gróf brauð.

Engar athugasemdir

Naan brauð

Lýsing:

Þetta naan brauð er það sem fullkomnar hina ekta indverksu máltíð.

Innihald:

200 ml mjólk
2 msk. sykur
1 pk þurrger
550 g hveiti
1 dl hörfræ
1 tsk salt
2 tsk lyftiduft
4 msk ólífuolía
1 dós hreint jógúrt
Gharam masala krydd
Maldon salt, fínt mulið

Til penslunar:
Ólífuolía
Fínt saxaður hvítlaukur
Ferskt kóriander

Aðferð:

Velgið mjólkina og leysið gerið upp í henni. Blandið hráefnunum öllum vel saman. Geymið samt hluta af hveitinu. Hnoðið deigið, skiptið deiginu í litlar kúlur og fletjið út í þunnar kökur ca 1,5 cm þykkar. Látið hefast undir stykki í 10 mínútur. Veltið hverri köku upp úr gharam masala kryddi. Bakið á útigrilli, pönnu eða í ofni undir grilli þar til brauðið er vel brúnt. Snúið kökunum og bakið eins á hinni hliðinni.
Penslið með olíublöndunni meðan brauðið er heitt og stráið maldon salti yfir.
Þessi brauð eru best nýbökuð en hægt er að
frysta þau og hita upp aftur.

Engar athugasemdir

Gott kornbrauð

Þetta brauð er fyrir stóra brauðvél – brauðin verða 1-1,2 kg. Fyrir minni vélar eða hefðbundinn bakstur getur þurft að minnka uppskriftina.

Innihald:

4,5 dl vatn
2 dl rúgmjöl
1 dl hafraflögur
2 dl gróft heilhveiti
4 dl hveiti f. brauðvélar
¾ dl sólblómafræ
1 msk olía
2 tsk salt
2 tsk þurrger
1 tsk fennil
1 tsk sykur
2 tsk brauðkrydd

Aðferð:

Vatn og olía eru sett fyrst í formið og svo öllum þurrefnunum hellt ofan á og loks þurrgerið á toppinn. Bakað á prógrammi fyrir gróf brauð.

 

Engar athugasemdir

Focaccia – puttabrauð

Lýsing:

Gott brauð til að borða með pestó eða öðru krayddmauki.

Innihald:

700 g Kornax hveiti
300 g kornax heilhveiti (eða íslenskt heilhveiti)
625 ml ylvolgt vatn
21 gr þurrger
2 msk hunang
2 msk salt

Aðferð:

Gerið leyst upp í vatninu, hunangi bætt út í. Saltið sett út í hveitið. Allt hnoðað saman. Látið standa í skál eða á borði í ca. 15 mín. og breiðið plastfilmu eða taustykki yfir. Deiginu er því næst skipt í 4 hluta sem er flatt út í u.þ.b. 1,5 cm þykkt. Deigið smurt með kryddblöndunni. Holur gerðar í deigið með fingrunum. Látið hefast í ca. 35 mín. Eða þar til deigið hefur u.þ.b. tvöfaldast að stærð. Smurt með olíu kryddblöndu sjávarsalti og/eða kryddi stráð yfir áður en það fer í ofninn.
Kryddblanda 1: Soðnar kartöflur, ólífuolía, hvítlaukur (saxaður), rosmarin (saxað)
Kryddblanda 2: Ólífuolía, saxað chili, saxað basil , söxuð söl.
Bakað við 220°C í u.þ.b. 15 mín.

Engar athugasemdir

Döðlubrauð

Lýsing:

Ferlega gott og fljótlegt döðlubrauð. Lang best með miklu smjöri.
Þetta er alls ekkert hollustubrauð eins og kannski sést á uppskriftinni en þetta slær alltaf í gegn. Muna bara að allt er gott í hófi. Svo má auðvitað breyta uppskriftinni eftir smekk og gera hana svolítið hollari.

Innihald:

3 bollar sjóðandi vatn
2 bollar döðlur, smátt saxaðar
4 1/2 bolli hveiti
1 1/2 bolli sykur
2 msk brætt smjörlíki
4 tsk matarsódi
1/2 tsk lyftiduft
1 tsk salt

Aðferð:

Döðlurnar látnar liggja í vatninu í ca 1/2 klst. Tilvalið er að henda smjörlíkinu útí vatnið með döðlunum og láta það bráðna þar í stað þess að skíta út annan pott.
Öllu þurrefninu blandað saman. Vatninu með döðlunum hellt útí og hrært vel.
Sett í tvö meðal stór form og bakað í 1 klst. við 200°C

Verði ykkur að góðu

Engar athugasemdir

Brauð með sólþurrkuðum tómötum

Lýsing:

Bragðgott og einfalt brauð í ofninn

Innihald:

8 dl Kornax hveiti
2 dl vatn
7 msk sólþurrkaðir tómatar
1 dl sólblómafræ
1 dl matarolía
1 tsk salt
1 tsk hvítlauks- og steinseljusalt (McCormick)
1 stk þurrgersbréf
Aðferð:

Blandið saman öllum hráefnunum nema sólþurrkuðu tómötunum. Hnoðið vel saman. Látið hefast undir klút í 15-20 mín. Sláið deigið niður – fletjið aðeins út, saxið sólþurrkuðu tómatana og hnoðið þá upp í deigið ásamt fræjunum. Rúllið upp og mótið brauðhleif. Látið hefast undir rökum klút í 40-45 mín. Penslið með mjólk og stráið kryddinu yfir.
Bakið neðarlega í ofni við 200°C í 30 mínútur (eða 180°C ef notaður er blástur).

Engar athugasemdir

Bananabrauð

Lýsing:

Mjög einfalt og gott brauð sem er tilvalið að gera ef maður á tvo banana sem eru á síðasta snúning.

Innihald:

1 egg
150 gr. sykur
2 þroskaðir bananar

250 gr. hveiti
1 tsk salt
1/2 tsk matarsódi

Aðferð:

Egg og sykur þeytt saman. Bananar stappaðir og blandaðir útí.
Hveiti, salt og matarsódi blandað saman.
Þurrefnum blandað smátt og smátt útí bananablönduna og hrært vel (ekki of mikið)

Sett í eitt meðalstórt smurt brauðform og bakað í 180°C heitum ofni í 45 mínútur.

Nammi gott nýbakað með smá smjörklípu.

Engar athugasemdir
Close
loading...