fbpx

Sýni

Eftirréttir

Plómu kaka

Þessa fengum við með kaffinu um daginn og var hún alveg yndislega góð.  Væri góð sem eftirréttur líka.

Innihald:

85 g smjör, ósaltað, og smá auka til að smyrja formið

10-12 plómur, skornar í tvennt og steinninn tekinn úr

390 g sykur

2 egg, mjög stór

75 ml sýrður rjómi

1/2 tsk sítrónubörkur, rifinn

1/2 tsk vanillukjarni

1/2 tsk lyftiduft

1/4 tsk salt

flórsykur

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 180°C. Smyrjið 23 cm eldfast mót vel með smjöri og raðið plómunum í mótið (skurðurinn niður)
  2. Setjið 220 g af sykri og 80 ml af vatni í lítinn pott og hitið upp við háan hita þar til sykurinn verður gulbrúnn. Snúið pottinum létt en hrærið ekki. Hellið jafnt yfir plómurnar.
  3. Þeytið saman 85 g af smjöri og 170 g af sykrinum þar til blandan verður létt og loftkennd. Minnkið hraðan á þeytaranum og bætið eggjunum útí, einu í einu. Bætið sýrða rjómanum, sítrónuberkinum og vanillunni og blandið vel saman.
  4. Sigtið saman hveitið, lyftiduftið og saltið. Bætið þurrefnablöndunni rólega útí smjörblönduna og blandið saman (ekki hræra of mikið). Hellið deiginu jafnt yfir plómurnar.
  5. Bakið í 30-40 mínútur eða þar til deigið er bakað. Kælið í 15 mínútur. Hvolfið kökunni á flata plötu. Berið kökuna fram volga með flórsykri stráðum yfir.

ig0810_plumcake_lg

Engar athugasemdir

Skyrfrauð

Lýsing:

Úr matreiðslubókinni Af bestu lyst 2.
Fyrir 6.

Innihald:

250 g hreint skyr
3 egg
50 g sykur
1 tsk vanillusykur
2 tsk sítrónubörkur
eða 1 msk líkjör
Fullt af ferskum ávöxtum og berjum eftir eigin smekk

Aðferð:

Stífþeytið eggjahvíturnar. Bætið sykri og vanillusykri hægt saman við. Þeytið svo eggjarauðurnar saman við skyrið og blandið sítrónuberki eða líkjör saman við. Báðum blöndum er loks hrært varlega saman með sleif og blandan sett í eldfast mót. Bakað við 180°C í 20-25 mínútur.

Engar athugasemdir

Skyr með bönunum

Innihald:

2 stórir bananar
Sítrónusafi
2 msk möndluspænir
1 msk hunang
250 g hreint skyr
Rifinn börkur af einni sítrónu
4 msk léttmjólk (spari má nota kaffirjóma)
1-2 msk flórsykur
1-2 tsk kanil

Aðferð:

Bananarnir skornir í sneiðar og sítrónusafi kreistur yfir til að koma í veg fyrir brúnun. Skipt niður á 4 diska, möndlum og hunangi stráð yfir.
Skyrið er hrært með mjólkinni, sítrónuberki, flórsykri og kanil. Skyrinu skipt niður á diskana. Kanil stráð yfir til skrauts.

Engar athugasemdir

Kryddperur

Lýsing:

Fyrir 6.

Innihald:

6 stórar eða 12 litlar perur
1 vanillustöng
2 cm ferkst engifer
1 l vatn
2 dl sykur
Safi úr ½ sítrónu
¼ g saffran

Aðferð:

Vatnið er sett í pott og sykri, vanillustöng, engifer í þunnum sneiðum, sítrónusafa og saffrani bætt út í. Látið sjóða í opnum potti í ca. 3 mínútur.
Perurnar eru skrældar og bætt út í pottinn. Látið krauma við vægan hita í 20-25 mínútur. Látið kólna. Borið fram með vanillluskyri, -jógúrt eða ís og jafnvel smá kökubita.

Engar athugasemdir

Hnetujógúrt Shrikhand

Lýsing:

Indverskur yndisréttur fyrir 6-8.

Innihald:

4 litlar dósir hrein jógúrt
– eða 500 g skyr
1 dl pistasíur, hakkaðar
– eða 1 dl hakkaðar möndlur
2-3 tsk kardimommufræ/krydd
1,5 dl flórsykur

Aðferð:

Látið renna af jógúrtinni í gegnum kaffipoka eða hreinan klút þar til áferðin verður þykk. Einnig er hugsanlegt að nota skyr en það gefur aðeins annað bragð. Hneturnar eru hakkaðar og kardimommurnar steyttar í mortél (eða kryddið tekið beint úr hillunni). Hrærið sykrinum saman við jógúrtina og blandið svo hnetum og kardimommum saman við, en skiljið örlítið eftir til að skreyta. Skipt niður í lítil glös og kælt áður en borið fram.

Engar athugasemdir

Bakaðar nektarínur með mascarpone

Lýsing:

Fyrir 4.

Innihald:

4 nektarínur eða ferskjur
100 g mascarponeostur
3-4 msk flórsykur
2 msk amarettólíkjör
2 tsk rifinn sítrónubörkur
½ dl hakkaðar möndlur

Aðferð:

Ávextirnir eru skornir í tvennt og steinninn fjarlægður. Öðru hráefni er blandað saman við mascarponeostinn. Ostafyllingin sett í gatið á ávaxtahelmingunum. Bakað við 225°C í ca. 20 mínútur.

Engar athugasemdir

Ávaxta – hnetu salat

Lýsing:

Fyrir 4

Innihald:

1 mangó
1 papaya
½ melóna (gul eða appelsínugul)
2 kíví
1 banani
2 msk rúsínur
2 msk hunang
Safi úr ½ sítrónu
50 g hakkaðar valhnetur
50 g möndluspænir
2 msk hakkaðar pistasíur

Sósa:
½ dós sýrður rjómi (10%)
Vanilludropar eða vanillusykur eftir smekk
Safi úr ½ sítrónu
Sítrónumelissa (fersk kryddjurt)

Aðferð:

Ávaxtasalatið:
Hreinsið, skrælið og skerið niður ávextina. Setjið ásamt rúsínum í skál. Hrærið hunangi og stírónusafa samanvið og látið standa í kæli í smástund. Stráið hnetunum yfir.

Sósan:
Öllu nema sítrónumelissu hrært saman og borið fram með ávaxtasalatinu. Sítrónumelissan er notuð til að skreyta.

Engar athugasemdir

Vöfflur með kanileplum

Lýsing:

Fyrir 4.
Hægt er að nota hvaða vöffludeig sem er, jafnvel þetta fljótlega í pökkunum. Hér eru hins vegar heilhveitivöfflur. Þær eru bragðmeiri, hollari og gefa meiri fyllingu.

Innihald:

3 dl heilhveiti
½ dl haframjöl
2 tsk lyftiduft
2 msk sykur
¼ tsk salt
2 egg
2 dl léttsúrmjólk eða létt AB
2 msk matarolía
½ tsk vanilludropar

Kanileplin
2-3 epli
1 msk smjör
Safi úr einni sítrónu
1 msk hunang
Kanill eftir smekk
4 kúlur vanilluís – ísbúðaísinn er almennt fituminnstur.

Aðferð:

Vöfflurnar:
Þurrefni sigtuð í skál, eggjum, súrmjólk og olíu bætt útí. Hrært þartil deigið er kekkjalaust – en aðeins í stutta stund til að deigið verði ekki seigt. Vanilludropum bætt útí og hrært örlítið enn. Vöfflujárnið hitað – bakað!

Í staðinn fyrir sykur er hægt að nota hunang og eins er gott að bæta við ca. 1 tsk af sítrónuberki (munið að þvo sítrónuna vel).

Eplin:
Eplin eru skræld, kjarnhreinsuð og skorin í litla bita. Smjörið er hitað á pönnu og eplin steikt upp úr því. Látið krauma þar til eplin verða mjúk. Kryddið með sítrónusafa, kanil og hunangi. Borið fram heitt með vöfflum og ís.

Engar athugasemdir
Close
loading...