fbpx

Sýni

Grænmeti og baunir

Rauðrófupottréttur

Rauðrófupottréttur sem við fengum í hádegismat í sumar.  Kom skemmtilega á óvart. Uppskriftina má finna í bókinni Grænn kostur Hagkaupa.

Innihald:

1 msk. ólífuolía

1 stk. laukur

1 1/2 tsk. malað cumin

1/2 tsk. turmerik

1/2-1 tsk. salt

1/8 tsk. cayennepipar

3 stk. meðal stórar rauðrófur

1 stk. sæt kartafla

1/2-1 dós kókosmjólk

nokkrar kókosflögur

Aðferð:

Laukurinn skorinn í þunnar sneiðar. Rauðrófur og kartöflur afhýddar og skornar í litla bita. Laukurinn mýktur í olíu í um 10 mínútur en þess gætt að hann brenni ekki. Kryddi bætt við og síðan rauðrófum, sætum kartöflubitum og kókosmjólk. Látið sjóða í minnst 1 klst.  Skreytt með þurrristuðum kókosflögum.  Þessi réttur verður betri því lengur sem hann fær að sjóða.  Berið fram með góðu salati.

Engar athugasemdir

Bakað eggaldin með tómatlauksósu og bráðnum mozzarella

Lýsing:

Svakalega góður ítalskur réttur, góður sem forréttur.

Innihald:

2 eggaldin
olía
2 mozzarella kúlur
1 laukur
1 hvítlaukur
1 box sveppir
2 dósir niðursoðnir tómatar
Basil
Svartur pipar
Salt

Aðferð:

Eggaldinið er skorinn í þunnar sneiðar. Hitið gott magn af olíu á pönnu og steikið eggaldin sneiðarnar á báðum hliðum. Saltið aðeins. Leggið á eldhúsbréf.
Skerið lauk, hvítlauk og sveppi og svissið á pönnu í góða stund við lágan hita. Setjið tómatana út í og saltið og piprið. Látið sósuna sjóða vel niður (kannski í 20 mín)
Raðið saman í fat.
Fyrst eggaldin sneiðarnar og síðan sósan. Aftur eggaldin sneiðar, þá sósan og basilíkublöð. Loks er osturinn settur ofan á í sneiðum.
Bakað í ofni þar til heitt í gegn.

Engar athugasemdir

Baunapottréttur frá Mexíkó

Lýsing:

Hollur baunapottréttur ættaður frá Mexíkó.

Innihald:

2 laukar
1 paprika
2 gulrætur
4 hvítlauksrif
ólívu olía
1 dós niðursoðnir tómatar
2dl grænmetissoð
1 tsk paprikuduft
6 dl niðursoðnar nýrnabaunir
1 msk chiliduft
1/2-1 tsk cumminduft
salt og pipar
1/2 búnt söxuð steinselja

Aðferð:

Paprika, laukur og gulrætur saxað niður og hvítlaukurinn marinn. Látið krauma í olíunni. Tómatarnir settir útí ásamt safanum, soði og paprikudufti. Látið sjóða við vægan hita í 5-10 mínútur. Baunirnar eru settar útí síðustu 5 mínúturnar. Bragðbætt með chilidufti, cummindufti og salti og pipar. Steinseljunni stráð yfir áður en rétturinn er borinn fram.

Engar athugasemdir

Grilluð paprika

Lýsing:

Einfalt og gott. Hægt að nota sem hráefni í aðra rétti, meðlæti eða bara njóta hennar ofan á brauð.
Innihald:

Eins margar paprikur og þú vilt nota.
Allir litir koma til greina. Sérlega góðar eru þær gulu og rauðu.
Aðferð:

Hitið ofninn í 220°C. Skolið paprikurnar, takið kjarnann úr,skerið þær í tvennt eða í stóra báta og raðið á ofnplötu með ál- eða bökunarpappír. Paprikurnar eru bakaðar í u.þ.b. 30 mínútur eða þartil húðin losnar frá ktötinu og verður svört. Látið aðeins kólna (gott að vefja álpappírnum utan um þannig að þær haldist safaríkar) og pillið svo húðina af. Góð heit eða köld.
——
Örlítil ólífuolía og hnífsoddur af grófu salt eru nóg til að gera paprikuna að veislumeðlæti.

Engar athugasemdir

Grænmeti í Tandoori Masala

Lýsing:

Mjög bragðgóður grænmetisréttur „kryddaður“ með hnetum

Innihald:

Sætar kartöflur
Kúrbítur
Paprikur
Rauðlaukur
Hvítlaukur
Smá chilli pipar
Smá bútur úr engiferrót
Epli
Annað grænmeti ef vill
Ólífuolía
Tandoori Masala krydd(t.d. frá Rajah)
Grænmetiskraftur leystur upp í bolla af soðnu vatni
Kasjúhnetur

Aðferð:

Hitið olíu á pönnu þar til hún er orðin snarpheit. Setjið 1-2 msk af Tandorri Masala kryddinu úti ásamt hvítlauk, chillipiar og engifer.
Setjið því næst grænmetið út i, það sem þarf lengsta steikingu fyrst og það sem þarf minnsta suðu siðast.
Bætið grænmetiskrafti út í ásamt meira kryddi eftir smekk og hnetunum og látið sjóða 10-15 mínútur.
Rífið límónubörk yfir og berið fram, t.d. með hrísgjónum og brauði.

Engar athugasemdir