fbpx

Sýni

Kjöt

Ofnsteiktur kjúklingur og kartöflur með sítrónu og rósmarín

Kjúklingauppskriftirnar verða varla einfaldari.

Innihald:

1 kjúklingur, hlutaður

Nokkur hvítlauksrif með hýðinu á

Nokkrar kartöflur, skornar í bita

1 sítróna í bátum

Ferskt rósmarín

Salt og svartur pipar

Ólífuolía

Aðferð:

Blandið öllu saman í ofnskúffu og bakið þar til kjúklingurinn er full eldaður. Einfalt, ekki satt.

Lemon-Chicken

Engar athugasemdir

Kjötbollur – Kofta

Lýsing:

Kofta eru Mið- austurlenskar, Suður- asískar eða Balkan (frá Balkanskaga) kjötbollur sem búnar eru til úr kjöthakki oftast nauta- eða lambakjöti blandaðar með kryddum og lauk.

Innihald: 

750g nautakjöt

2 msk. fersk mynta, söxuð

2 tsk. ferskur engifer, rifinn

1 tsk. kóríanderduft

1/2 tsk. garam masala

1 tsk. chilli duft

1/4 bolli (60ml) jógúrt

3 msk ghee (smjör td.)

2 laukar, meðalstórir, skornir í þunnar sneiðar

2 hvítlauksgeirar, marðir

1/2 tsk malaðar kardimommur

1 tsk. garam masala (extra)

1 tsk. turmeric

1 tsk. mulin cummin fræ

2 meðal stórir tómatar, skornir gróflega

1 msk. tómat paste

2 eggaldin (baby), skorin gróflega

2 fersk lítil rauð chili, smátt skorin

1 bolli nautakraftur

1 msk. ferskur kóríander, saxaður

 

Aðferð:

1. Setjið hakkið, myntu, engifer, kóríanderduft, garam masala, chili duft og jógúrt í skál og blandið vel saman. Búið til litlar bollur úr blöndunni og setjið á ofnplötu. Breiðið yfir bollurnar og kælið í ísskáp í 1 klst.

2. Hitið helminginn af ghee á stórri pönnu og steikið bollurnar, nokkrar í einu, þar til brúnaðar. Leggið þær á rakadrægan pappír.

3. Hitið það sem eftir er af ghee á sömu pönnu. Steikið lauk, hvítlauk kardimommur, garam masala, turmeric og cummin á pönnunni og hrærið reglulega þar til laukurinn hefur brúnast aðeins.

4. Bætið tómötum, tómat paste, eggaldini og chili útí og steikið í ca 5 mínútur eða þar til grænmetið er mjúkt.

5. Bætið kraftinum og bollunum úti og sjóðið undir loki í 20 mínútur. Takið lokið af og látið malla í 10 mínútur eða þar til bollurnar eru eldaðar í gegn og sósan hefur þykknað. Bætið söxuðum kóríander útí rétt áður en borið er fram.

dahl-kofta-1

Engar athugasemdir

Austurlenskur núðluréttur með kjúkling

Lýsing:

Einfaldasti núðluréttur í heimi

Innihald:

Hvítkál í ræmum
Blaðlaukur í ræmum
Gulrætur í ræmum
Paprikur í ræmum
Olía

Núðlur (annaðhvort hveitinúðlur eða hrísgrjónanúðlur)
Góð sojasósa
Sæt chilli sósa

Kjúklingabitar, eða rækjur eða túnfiskur

Aðferð:

Steikið grænmetið á pönnu í stutta stund
Steikið kjúklinginn (ef nota á kjúkling)
Setjið núðlur í sjóðandi vatn og leysið í sundur
Setjið núðlurnar út á pönnuna
Setjið rækjurnar eða túnfiskinn á pönnuna (ef nota á slíkt)
Bætið við sósum eftir smekk

Engar athugasemdir

Chili con carne

Lýsing:

Það er góð sparnaðarleið og eykur um leið hollustugildið að drýgja hakki með gulrótum og baunum. Uppskriftin er fyrir 8.

Innihald:

3-4 laukar
2-3 hvítlauksgeirar
2 msk olía
500 g nautahakk
4 gulrætur rifnar
nýrnabaunir – 2 dósir
hakkaðir tómatar – 1-2 dósir eftir smekk
1 lárviðarlauf
½ tsk cayennepipar
2 tsk kjötkraftur (má sleppa)

Aðferð:

Laukur og hvítlaukur steiktir í olíunni, bæta hakkinu út í og svo gulrótunum þegar hakkið er farið að brúnast. Þá baununum, tómötum og lárviðarlaufi ásamt öðru kryddi. Láta krauma undir loki í 25 mín.

Borið fram með avókadó – annað hvort í sneiðum eða maukuðum m. smá sítrónusafa.
Gulræturnar eru góðar til að drýgja kjötið og gera réttinn hollari. Þær falla nánast algjörlega saman við hakkið en gefa mjög gott bragð og áferð.

Engar athugasemdir

Ekta ítalskar kjötbollur með tómatbasilsósu

Lýsing:

Hollar og góðar kjötbollur, drýgðar með linsubaunum.

Innihald:

300 g nautahakk
3 msk brúnar linsur, soðnar og maukaðar
1 msk tómatsósa
½ gulrót rifin smátt
1 hvítlauksrif, rifið smátt
Ítölsk þurrkuð krydd eins og t.d. óreganó, timian, steinselja, basil
Salt og svartur pipar
Brauðmylsna eftir þörfum

Ítölsk tómatbasilsósa

2 hvítlauksgeirar, marðir
1 laukur
1 dós tómatar, maukaðir
Smá tómatpurre eða mauk úr sólþurrkuðum tómötum
Salt og pipar eftir smekk
Ferskt basil

Aðferð:

Setjið allt í skál nema brauðmylsnuna og hrærið vel saman. Setjið brauðmylsnu í þar til deigið er orðið fínt til að móta það. Mótið bollur og setjið á bökunarpappír.

Steikt í ofni við 180°C

Sósan búin til með því að svissa lauk og hvítlauk í olíu. Bæta við tómötum og sjóða í dágóðan tíma. Smakka til með salti og pipar og rifnu basil bætt við.
Gróft pasta soðið og haft með

Engar athugasemdir

Ekta kjötbollur með indversku ívafi og kaldri jógúrtsósu

Lýsing:

Ljúffengar og hollar kjötbollur poppaðar upp með smá karrý og mjög svo einfaldri jógúrtsósu

Innihald:

Kjötbollur

300 g nautahakk
3 msk linsur, soðnar og maukaðar
1 msk tómatsósa
½ gulrót rifin smátt
1 hvítlauksrif, rifið smátt
1 msk karrí
Salt og svartur pipar
Brauðmylsna eftir þörfum

Köld sósa

Jógúrt
1 hvítlauksrif, marið
smátt brytjuð agúrka
Salt og pipar
Smá kumin

Aðferð:

Kjötbollur

Setjið allt í skál nema brauðmylsnuna og hrærið vel saman. Setjið brauðmylsnu í þar til deigið er orðið fínt til að móta það. Mótið bollur eða borgara og setjið á bökunarpappír.
Steikt í ofni við 180°C

Jógúrtsósa

Sósan búin til með því að hræra öllu vel saman og smakka til.

Engar athugasemdir

Enchiladas með kjúklingi, grænmeti, salsa og sýrðum rjóma

Lýsing:

Hollur og góður réttur í ætt við Lasagne

Innihald:

1 laukur (í strimlum)
2 hvítlauksrif
1 rauð paprika (í strimlum)
1 kúrbítur (í strimlum)
ólífuolía
Taco kryddblanda
Kumin (ef vill)
200 g kjúklingastrimlar
1-2 dósir tómatar
Sýrður rjómi
Salt og pipar eftir smekk
Tortillur
Rifinn ostur

Aðferð:

Kryddin steikt í olíu
Grænmeti steikt
Kjúklingastrimlar settir saman við
Tómatar úr dós settir út í og látið sjóða smá. Smakkað til og kryddað.
Sýrður rjómi settur út í
Raðið tortillum og kjötsósu til skiptis
Rifnum osti stráð yfir
Bakað í ofni við 180 °C í ca 20 mín

Engar athugasemdir

Indverskur kjúklingaréttur

Lýsing:

Ótrúlega einfaldur en gómsætur indverskur kjúklingaréttur með raithasósu, hrísgrjónum og naanbrauði.
Tekið úr bókinni „betri kostur, kjúklingaréttir“

Innihald:

4 kjúklingabringur
1/2 dós hrein jógúrt
2-3 msk curry paste

Raithasósa:
5 dl ab-mjólk
1/2 msk sykur
1/2 tsk cayennepipar
1 lítill rauðlaukur, mjög smátt saxaður
1/4 agúrka, mjög smátt söxuð

Aðferð:

Blandið vel saman curry paste og jógúrtinni. Leggið kjúklingabringurnar í blönduna og látið í ísskáp í nokkrar klukkustundir.
Setjið bringurnar og sósuna í eldfast mót og bakið í ofni við 180°C í ca 20 mínnútu

Blandið öllu hráefninu í sósuna saman og geymið í ísskáp þar til kjúklingurinn er tilbúinn.

Berið fram með hrísgjrónum og naanbrauði.

Einfalt, ekki satt?

Engar athugasemdir

Kjúklingur á sætu kartöflu og spínatbeði toppaður með fetaosti

Lýsing:

Þeir gerast ekki einfaldari en þetta kjúklingaréttirnir.

Innihald:

4 kjúklingabringur
1-2 sætar kartöflur (eftir stærð og smekk)
1 poki spínat
1 krukka fetaostur

Salt, pipar, timian

Aðferð:

Skerið sætu kartöflurna í þunnar sneiðar og raðið í eldfast mót (kryddið ef vill)
Setjið spínatið ofaná kartöflurna og kjúklinginn síðan ofaná spínatið.

Kryddið eftir smekk.

Dreifið fetaostinum yfir kjúklingabringurnar og hellið ca helmingnum af olíunni frá ostinum yfir allt saman.

Bakið í 180°C heitum ofni í 30 mínútur.

Verði ykkur að góðu

Engar athugasemdir

Klístraðir kjúklingaleggir

Lýsing:

Gómsætir kjúklingaleggir í „klístruðum“ kryddlegi.

Innihald:

3 kjúklingaleggir

Pipar

Kryddlögur:

1 tsk balsamedik

2 msk sojasósa

2 msk hunang

1 lítill hvítlauksgeiri

½ tsk rifinn engifer

 

Aðferð:

Skerið djúpa skurði í leggina með hníf og kryddið með pipar.

Blandið saman hunangi, sojasósu og balsamediki

Merjið hvítlaukinn og setjið útí

Skerið eða raspið engiferinn og setjið útí

Hrærið öllu saman saman

Setjið leggina í eldfast mót og hellið kryddleginum yfir svo hann þeki kjúklinginn. Látið standa í ísskáp í 20 mínútur.

Steikið í ofni við 200°C  í 45 mínútur eða þar til þeir eru steiktir í gegn.

Snúið þeim á 10 mínútna fresti og ausið kryddlegi yfir þá.

Engar athugasemdir
Close
loading...