Pasta með rækjusósu og eggaldinpestó
Lýsing:
Einfaldur og góður pastaréttur.
Fyrir fjóra.
Innihald:
400 g stutt pasta, t.d. fusilli, penne eða farfalle.
250 g risarækjur, afskeljaðar (eða jafnvel humar)
1 krukka Saclá Char-grilled Eggplant pesto
1-2 msk ferskt timian
Aðferð:
Sjóðið pastað í léttsöltuðu vatni.
Hitið 1 msk af ólívuolíu á pönnu og steikið rækjurnar í 1-2 mínútur. Bætið Eggplant pestóinu útá pönnuna, látið suðuna koma upp og takið af hita. Pastanu blandað samanvið og fersku timian dreift yfir.
Engar athugasemdir