fbpx

Sýni

Salatsósur/dressing

Tómatdressing

Innihald:
Ferskir eða niðursoðnir tómatar (m. safa)
Laukur – saxaður, gjarnan rauður eða mildur hvítur
Rauðvínsedik
Sæt chillisósa
Hvítlaukur, kornótt sinnep, sykur, steinselja
Svartur pipar – grófmulinn

Aðferð:
Tómatarnir mynda uppistöðu sósunnar en svo er bætt í rauðvínsediki og chillisósu í jöfnum hlutföllum (og magnið ræðst af því hvað maður vill hafa sósuna sterka). Krydd og laukur eftir smekk.

Engar athugasemdir

Piparrótar- jógúrtdressing

Lýsing:
Fersk og bragðmikil jógúrtsósa.

Innihald:
1 dós hreint jógúrt
1/2 dós sýrður rjómi (10% fita)
2 msk edik, t.d. ítalskt kryddedik
1 tsk rifin piparrót
1 msk ferskar kryddjurtir eftir eigin smekk
ca. 1/4 tsk sykur
salt og pipar eftir smekk

Aðferð:
Öllu blandað saman.

Engar athugasemdir

Léttsósa

Lýsing:
Magn hráefna er gefið upp í hlutföllum. Munið að smakka til og bæta kryddinu í eftir smekk!

Innihald:
6/8 Létt AB mjólk
1/8 Hvítvínsedik
1/8 Ólífuolía
Kornótt sinnep, hunang, graslaukur.

Aðferð:
Öllu blandað saman

Engar athugasemdir

Köld chilisósa

Lýsing:
Ein góð!

Innihald:
¼ bolli (60 ml) hvítvínsedik
½ bolli (110 g) sykur
½ teskeið salt
¾ bolli (180 ml) vatn
½ lítill rauðlaukur (50 g) fínt skorinn
½ gulrót (35 g) fínt skorin
½ lítil gúrka (65 g) fræhreinsuð og smátt skorin
2 matskeiðar gróft skorinn ferskur kóriander
1/3 bolli (80 ml) sæt chili sós

Aðferð:
Hitið í potti hvítvínsedik, sykur, salt og vatn . Látið sjóða þar til sykurinn er bráðnaður
Hrærið í á meðan. Blandið saman í hitþolinni skál öðrum hráefnum og hellið leginum yfir, hrærið í á meðan.

Engar athugasemdir

Jógúrtsósa

Lýsing:
Magn hráefna í sósuna er gefið upp í hlutföllum. Munið að smakka til og bæta kryddinu í eftir smekk!

Innihald:
4/6 Jógúrt
1/6 Hvítvíns-, kampavíns- eða ávaxtaedik
1/6 Maísolía eða önnur bragðmild olía
Kryddað með sinnepi, sykri og salti.

Aðferð:
Öllu blandað saman.

Engar athugasemdir

Ítölsk dressing

Lýsing:
Magn hráefna er gefið upp í hlutföllum. Munið að smakka til og bæta kryddinu í eftir smekk!

Innihald:
4/8 Rauðvínsedik
1/8 Vatn
3/8 Ólífuolía
Kryddað með söxuðum lauk, hvítlauk, salti,
pipar, rosmarín og tymian.

Aðferð:
Öllu blandað saman.

Engar athugasemdir

Hvítlauksolía með hunangi og heilkorna sinnepi

Lýsing:
Hér er hlutfallslega meiri olía en í hinum blöndunum og því vert að skammta sparlega og njóta bragðsins.
Magn hráefna er gefið upp í hlutföllum. Munið að smakka til og bæta kryddinu í eftir smekk!

Innihald:
1-2/10 Hunang
1-2/10 Heilkorna sinnep
2/10 Sítrónusafi
5/10 Ólífuolía
Saxaður eða marinn hvítlaukur

Aðferð:
Öllu blandað saman. Hlutföllin geta t.d. verið fjöldi matskeiða, þ.e. í þessari sósu eru alls 10 msk og þar af eru 5 msk olía…

Engar athugasemdir

Balsamicsósa

Magn hráefna er gefið upp í hlutföllum. Munið að smakka til og bæta kryddinu í eftir smekk!

Innihald:
1/4 Sítrónusafi
2/4 Ólífuolía
1/4 Balsamedik
Ferskt oreganó og hvítlaukur.

Aðferð:
Öllu blandað saman. Líka gott með heitu grænmeti.

Engar athugasemdir

Balsamic dressing með sesamolíu

Lýsing:
Góð dressing út á pastasalöt, kjúklingasalöt og á brauð.

Innihald:
1/2 ólífuolía
1/2 balsamic edik
Nokkrir dropar af sesamolíu (eftir smekk)
Hvítlaukur
Salt
Pipar

Aðferð:
Allt hrist saman eða þeytt saman með gaffli.
Hvítlaukur, salt og pipar eftir smekk.

Engar athugasemdir
Close
loading...