fbpx

Sýni

Salöt

Spínat-, appelsínu- og mangó salat

Lýsing:
Ég fékk þetta salat með grillkjöti í útilegu um helgina og skyggði það algjörlega á grillkjötið, sem er ekki skrítið þegar maður er búinn að borða yfir sig af grillmat í sumar. Ég held að einfaldara og fljótlegra salat sé varla til. Allavega ekki miðað við hollustu og þá frábæru veislu sem það er fyrir bragðlaukana.

Frábærlega ferskt og svalandi með grillkjötinu, ja eða bara hverju sem er.

Innihald:
Fullt af fersku spínati
Appelsínur að vild, í bitum
Mangó að vild, í bitum

Aðferð:
Blanda öllu saman, og njóta að borða.

Engar athugasemdir

Salat frá Provance í Frakklandi

Lýsing:
Matarmikið salat með fullt af spennandi hráefnum.

Innihald:

4 soðnar kartöflur skornar í fernt
3 harðsoðin egg í bátum
1 krukka niðursoðinn túnfiskur
baunir (annaðhvort léttsoðnar harricot baunir eða frosnar grænar baunir)
3 tómatar
½ agúrka (taka kjarnann úr)
10 ólífur
ansjósur og capers eftir smekk
ferskt basil
grænt salat

Frönsk salatsósa
3 msk olífuolía
1 msk dijon sinnep
1 msk rauðvíns-eða hvítvínsedik
salt og pipar eftir smekk

Aðferð:
Byrjið á því að setja græna salatið á disk og dreifið svo öllu hinu fallega hráefni ofan á salatið.
Dressingin er sett síðust yfir og skreytt með basil.

Gott að hafa franskt brauð með

Engar athugasemdir

Salat frá Afríku með kjúklingabaunum, eggaldini og kóríander

Lýsing:
Frábært salat með grilluðu eggaldin.

Innihald:
Olía
1 rauðlaukur saxaður smátt
2 eggaldin í þunnum sneiðum
1 dós kjúklingabaunir
söxuð kóríanderlauf

Dressing:
4 msk olía
Safi úr einni sítrónu
1 tsk hunang
1 tsk cumin
1 tsk paprika

Aðferð:
Byrjið á því að ná beiskjunni úr eggaldininu með því að salta það.
Skerið síðan í hæfilega þunnar sneiðar

Grillið eggaldin á báðum hliðum eftir að búið er að pensla með olíu og krydda með salti og pipar. Skerið sneiðarnar í fjóra hluta.

Setjið saman eggaldin, kjúklingabaunir, rauðlauk og kóríander.

Blandið öllu sem á að fara í dressinguna og hellið henni yfir salatið.

Engar athugasemdir

Salat 201 Ítalía

Lýsing:
Ótrúlega gott salat sem hefur notið mikilla vinsælda á „Hvað er í matinn?“ námskeiðunum hjá okkur.
Hentar mjög vel sem góður forréttur eða bara sem hin besta máltíð.

Innihald:
1 rauðlaukur í sneiðum
½ bolli rauðvínsedik
Allskonar salattegundir
½ bolli ristaðar furuhnetur
3 vorlaukar í þunnum sneiðum
Parmesanostur í þunnum sneiðum
Parmaksinka
Fersk basil og steinselja

Heit dressing:

8 Hvítlauksrif í teningum
2/3 bolli ólífuolía
3-6 tsk. balsamic edik
3 msk. rauðvínsedik
1 msk púðursykur
salt og pipar eftir smekk

Aðferð:
Marínerið rauðlaukinn í rauðvínsedikinu til að taka beiskjuna úr honum meðan annað er útbúið.
Skerið salatið niður í hæfilega bita. Setjið salatið í stóra skál, ásamt helmingnum af furuhnetunum, vorlauknum, helmingnum af ostinum, helmingnum af skinkunni og öllum kryddjurtunum. Setjið á fallegt fat.

Látið hvítlaukinn krauma í ólífuolíunni við lágan hita í um 5-10 mín. Takið hvítlaukinn úr, látið aðeins kólna og setjið edikið því næst út í (varlega!!). Sjóðið í smá tíma. Bætið púðursykri við og látið krauma rólega í 1 mínútu. Bætið við balsamic ediki og púðursykri eftir smekk. Bætið hvítlauknum við og kryddið með salti og pipar.

Setjið rauðlaukshringina yfir salatið ásamt restinni af ostinum og skinkunni. Dreypið heitri dressingunni yfir og berið fram.

Engar athugasemdir

Mexíkóskt salat – Pico De Gallo

Lýsing:
Þetta er bragðmikið (ekki svo sterkt) salat, með avocado, tómötum og líme, sem passar mjög vel með grilluðu kjöti

Innihald:
1 bolli laukur, saxaður
1 bolli tómatar, saxaður
1/2 chili pipar, smátt saxaður
1/4 bolli ferskt kóríander
safi úr tveimur lime (súraldin)
salt og pipar eftir smekk
2 hvítlauksgeirar, saxaðir
1 lárpera (avocado)

Aðferð:
Blandið öllu saman. Kælið í a.m.k. 25 mínútur og berið fram með kjöti.

Engar athugasemdir

Lárperusalat með rækjum

Lýsing:
Ferskt salat sem hentar vel sem forréttur eða sem létt máltíð með góðu brauði. Fyrir 4.

Innihald:
2 þroskaðar lárperur (avókadó)
safi úr 1/2 sítrónu
2 græn epli
250 g rækjur
1/2 rauðlaukur
Salatblöð að eigin vali, t.d. eikarblaðsalat
—————–
Piparrótar-jógúrtsósa út á salatið (sjá flokkinn: salatsósur/dressing)

Aðferð:
Skrælið lárperurnar og eplin, takið kjarnana úr og skerið í mjóa báta.
Kreistið sítrónusafa yfir lárperuna og eplin til að koma í veg fyrir brúnun.
Saxið laukinn. Blandið saman rækjum, lauk, lárperu og eplum.
Salatblöðum skipt niður á 4 diska og rækjublandan sett út á. Borið fram með góðri jógúrtsósu og grófu brauði.

Engar athugasemdir

Kúskús-salat að hætti Jamie Oliver

Lýsing:
Þetta er frísklegt og gott kúskús salat sem passar eitt sér með góðu brauði eða sem meðlæti með kjöti eða fiski

Uppskriftin miðast við 4 sem sér réttur

Innihald:
255 g kúskús
salatolía með ólífuolíu og sítrónusafa (sjá hér fyrir neðan)
285 ml kalt vatn
2 rauðar paprikur
1 rauðlaukur smátt saxaður
1/2hvítlauksrif, smátt saxað
1 meðalstórt ferskt chilli, fræin fjarlægð og smátt saxað
2 tómatar, fræin fjarlægð og skornir í teninga
safi úr 1 sítrónu
1 tsk rauðvínsedik
2 lúkur af ferskum kryddjurtum (basil, kóríander eða steinselju)
1 msk ólífuolía
salt og svartur pipar.

Salatolía: 2 msk sítrónusafi, 5 msk olia, 1 sléttfull tsk af pipar og sama magn af salti

Aðferð:
Setjir kúskúsið í skál og hrærið salatolíunni saman við. Hellið vatninu í og látið standi í 15 mín. Skerið á meðan niður grænmetið og setjir ólíuolíu, sítrónusafa og rauðvínsedik saman við. Kryddið með salti og pipar og hrærið. Látið standa í smá stund og blandið svo saman við kúskúsið

Engar athugasemdir

Kjúklingasalat í tandoori með mangó

Lýsing:
Indverskt salat

Innihald:
Kjúklingabringur
Olía
Tandoori masala
Mangó
Vorlaukur
Salat

Sósa:
Sýrður rjómi
Mangó chutney
Dijon sinnep
Karrí
Allt eftir smekk

Aðferð:
Tandoori masala er sett út í olíuna og hún hituð. Bringurnar bakaðar í kryddolíunni þar til þær eru fulleldaðar
Þær eru síðan skornar niður í þunnar sneiðar

Öllu sem á að fara í sósuna er blandað saman

Byrjið á því að raða salatinu á stóran disk
Raðið svo öllu hinu fallega saman
Dressingin er sett síðust yfir og skreytt með basil.

Gott er að hafa naan brauð með

Engar athugasemdir

Gerðu þér mat úr salati

Lýsing:
Það er oft leiðingjarnt að borða íssalat eða kínakál með tómötum og gúrku dag eftir dag. Salöt geta hins vegar hæglega verið herramannsmatur og geta meira að segja staðið vel ein og sér sem góð máltíð ef aðeins er hugað að hráefninu.
Mikilvægast er einfaldlega að gefa hugmyndafluginu lausan tauminn, tína til afgangana, gera spennandi innkaup og síðast en ekki síst prófa sig áfram og gera eitthvað nýtt!

Innihald:
Hér eru aðeins nokkrar hugmyndir til að koma þér af stað:

Öðruvísi salatblöð:
Spínatblöð, klettasalat og fleiri blaðsalatsblöndur. Kosta meira en eru líka bragðmeiri og ríkari af næringarefnum.
Oft nóg að bera fram í bland við íssalatið og kínakálið.

Kraftur úr kolvetnum:
“Fylling” s.s. pasta – mismunandi form; hrísgrjón – hvít, hýðis, brún; etv. couscous

Prótein power:
Litlar kjöt og fiskibollur, kjúklingastrimlar, skinkubitar, túnfiskur, kaldir fiskafgangar – silungur, lax og lúða eru sérlega ljúffengar tegundir, reyktur lax eða silungur, steikarafgangar,

Baunir af ýmsu tagi:
nýrnabaunir, kjúklingabaunir, baunamauk – tilbúin eða heimagerð,… o.fl.

Ostar:
Ostur í tengingum, fetaostur, mozzarella, parmesan, gráðaostur, kotasæla…

Engar athugasemdir

Feneyjasalat

Lýsing:
Matarmikið, volgt salat. Hentar sem léttur kvöldverður eða í saumaklúbbinn. Fljótlegt (u.þ.b. 25 mínútur). Nóg í máltíð fyrir 4.

Innihald:
2 kúrbítar (zucchini)
2 msk ólífuolía
1 hvítlauksrif, smátt hakkað
4 tómatar
1 mozzarellakúla
nokkrar ólífur
2 kjúklingabringur, skornar í mjóar ræmur eða teninga
Salatblöð að eigin vali
—————————
Balsamicosósa (sjá flokkinn: salatsósur/dressing).

Aðferð:
Kúrbíturinn er þveginn og skorinn í þunnar sneiðar. Steiktur á pönnu í olíunni ásamt hvítlauknum. Kúrbíturinn tekinn af pönnunni og kjúklingurinn nú steiktur.
Tómatar og mozzarella skorin í sneiðar og sett á fjóra diska ásamt salatblöðum og ólífum. Kúrbítnum og kjúklingnum bætt á diskana. Balsamicósósu dreift yfir salatið. Gott með grófu, ristuðu brauði.

Engar athugasemdir
Close
loading...