Lýsing:
Ég fékk þetta salat með grillkjöti í útilegu um helgina og skyggði það algjörlega á grillkjötið, sem er ekki skrítið þegar maður er búinn að borða yfir sig af grillmat í sumar. Ég held að einfaldara og fljótlegra salat sé varla til. Allavega ekki miðað við hollustu og þá frábæru veislu sem það er fyrir bragðlaukana.
Frábærlega ferskt og svalandi með grillkjötinu, ja eða bara hverju sem er.
Innihald:
Fullt af fersku spínati
Appelsínur að vild, í bitum
Mangó að vild, í bitum
Lýsing:
Matarmikið salat með fullt af spennandi hráefnum.
Innihald:
4 soðnar kartöflur skornar í fernt
3 harðsoðin egg í bátum
1 krukka niðursoðinn túnfiskur
baunir (annaðhvort léttsoðnar harricot baunir eða frosnar grænar baunir)
3 tómatar
½ agúrka (taka kjarnann úr)
10 ólífur
ansjósur og capers eftir smekk
ferskt basil
grænt salat
Frönsk salatsósa
3 msk olífuolía
1 msk dijon sinnep
1 msk rauðvíns-eða hvítvínsedik
salt og pipar eftir smekk
Aðferð:
Byrjið á því að setja græna salatið á disk og dreifið svo öllu hinu fallega hráefni ofan á salatið.
Dressingin er sett síðust yfir og skreytt með basil.
Lýsing:
Ótrúlega gott salat sem hefur notið mikilla vinsælda á „Hvað er í matinn?“ námskeiðunum hjá okkur.
Hentar mjög vel sem góður forréttur eða bara sem hin besta máltíð.
Innihald:
1 rauðlaukur í sneiðum
½ bolli rauðvínsedik
Allskonar salattegundir
½ bolli ristaðar furuhnetur
3 vorlaukar í þunnum sneiðum
Parmesanostur í þunnum sneiðum
Parmaksinka
Fersk basil og steinselja
Heit dressing:
8 Hvítlauksrif í teningum
2/3 bolli ólífuolía
3-6 tsk. balsamic edik
3 msk. rauðvínsedik
1 msk púðursykur
salt og pipar eftir smekk
Aðferð:
Marínerið rauðlaukinn í rauðvínsedikinu til að taka beiskjuna úr honum meðan annað er útbúið.
Skerið salatið niður í hæfilega bita. Setjið salatið í stóra skál, ásamt helmingnum af furuhnetunum, vorlauknum, helmingnum af ostinum, helmingnum af skinkunni og öllum kryddjurtunum. Setjið á fallegt fat.
Látið hvítlaukinn krauma í ólífuolíunni við lágan hita í um 5-10 mín. Takið hvítlaukinn úr, látið aðeins kólna og setjið edikið því næst út í (varlega!!). Sjóðið í smá tíma. Bætið púðursykri við og látið krauma rólega í 1 mínútu. Bætið við balsamic ediki og púðursykri eftir smekk. Bætið hvítlauknum við og kryddið með salti og pipar.
Setjið rauðlaukshringina yfir salatið ásamt restinni af ostinum og skinkunni. Dreypið heitri dressingunni yfir og berið fram.