fbpx

Sýni

Sósur

Mangó chutney sósa

Lýsing:
Góð sósa með kjúklingabringum eða fiski

Innihald:
Sýrður rjómi
Mangó chutney
Dijon sinnep
Karrí
Ferskur kóríander
Fersk steinselja
Allt eftir smekk

Aðferð:
Öllu blandað saman ( má alveg gera í matvinnsluvél).
Tilbúið.

Engar athugasemdir

Köld sósa með pepperónata

Lýsing:
Þessi sósa er frábær fyrir krakka til að dýfa uppáhalds grænmetinu í eða jafnvel brauði.
Holl, góð og ofboðslega einföld

Innihald:
Jógúrt eða sýrður rjómi
Pepperónata (í krukku frá Sacla)

Einnig má bæta við tómatsósu, chillisósu eða barbeque sósu eftir smekk

Aðferð:
Jógúrt og pepperónata blandað saman í mixara.
Gæti ekki verið einfaldara!

Engar athugasemdir

Kotasælu-sinnepssósa

Lýsing:
Bragð þessarar sósu minnir örlítið á remúlaði en hér er um mun hollari og fituminni sósu að ræða!

Innihald:
1 lítil dós kotasæla
1-2 dl AB-mjólk
1 msk sætt sinnep (t.d. honey-mustard)
1/4 tsk sítrónupipar
Hvítlaukur og kryddjurtir eftir smekk

Aðferð:
Til að fá góða áferð á sósuna er mikilvægt að mauka kotasæluna og þynna hana með AB-mjólkinni. Það fer allt eftir því hversu þunna þið viljið hafa sósuna hversu mikil AB-mjólk er hæfileg.
Einfaldast er að skella öllu saman í mixer eða matvinnsluvél og blanda þartil samfelld, smákornótt sósan er til.

Engar athugasemdir

Jógúrt- pítusósa með gúrku

Lýsing:
Klassísk Austurlandasósa.

Innihald:
2 dósir hrein jógúrt
½ laukur, saxaður
½ gúrka, skorin í teninga (sumir skræla hana en mér finnst það óþarfi)
Marinn hvítlaukur eftir smekk
2 tsk sítrónusafi
Salt og pipar eftir smekk

Aðferð:
Öllu blandað saman.

Engar athugasemdir

Einföld jógúrtsósa

Lýsing:
Góð í pítur ofl.

Innihald:
1 dós hrein jógúrt (hægt að þykkja með að láta renna gegnum kaffifilter en mér finnst sósan ferskust ef ég nota jógúrtina eins og hún er)
1 tsk hunang eða hlynsíróp
1 tsk laukduft
1 tsk oreganó – ennþá betri eru auðvitað ferskar kryddjurtir og þá má magnið vera meira.
Örlítill sítrónusafi eftir smekk.

Aðferð:
Öllu blandað saman. Best að láta standa aðeins í kæli áður en borið fram.

Engar athugasemdir