fbpx

Sýni

Súpur

Thaílensk graskers- og kóríander súpa

Innihald:

1 msk olía

1 laukur, skorinn gróft

3 tsk. Thai karrímauk, rautt

1-2 hvítlauksgeirar, smátt skornir

2,5 cm engiferrót, smátt skorin

1 butternut grasker (750g), skorið í teninga

400 ml kókosmjólk, full feit

750 ml grænmetis- eða kjúklingasoð

2 tsk. Thaílensk fiskisósa

pipar

smá ferskur kóríander

Aðferð:

Hitið olíuna á í potti, bætið lauknum útí og steikið þar til mjúkur. Hræri karrímaukinu, hvítlauknum og engifer og látið malla í 1 mínútu. Bætið þá graskerinu, kóskosmjólkinni, soðinu og fiskisósunni útí og hitið að suðu.  Setjið lok á pottinn og látið sjóða í 45 mínútur eða þar til graskerið er mjúkt. Látið kólna lítillega. Bætið kóríander útí súpuna en skiljið smá eftir til að skreyta með.  Maukið súpuna í nokkrum hlutum þar til hún er  mjúk. Hellið aftur útí pottinn og hitið aftur. Setjið í skálar og skreytið með kóríander.

butternut

Engar athugasemdir

Blómkálssúpa með engifer

Lýsing: 

Þessi súpa passar vel sem forréttur með fínni máltíð eða sem léttur réttur þá t.d. með matarmikilli samloku eða góðu salati.

Innihald:

3 msk olía

175 g laukur, smátt skorinn

2,5 cm engifer, skorinn í þunnar sneiðar

4 hvítlauksgeirar, smátt skornir

1 tsk cumin duft

2 tsk kóríander duft

1/4 tsk turmeric duft

1/8 – 1/4 chilli duft

225 g kartöflur, skornar í 1 cm teninga

225 g blómkáls bitar

1,2 l kjúklingasoð

salt, ef þarf

150 ml rjómi

Aðferð:

Hitið olíuna vel í stórum potti. Setjið laukinn, hvítlaukinn og engiferið útí og steikið í u.þ.b. 4 mínútur eða þar til laukurinn hefur brúnast aðeins. Bætið cumin, kóríander, turmeric og chilli dufti útí. Hrærið lítillega og bætið þá kartöflunum, blómkálinu og kjúklingasoðinu útí. Ef soðið er ósaltað bætið þá 1/4 tsk af salti útí. Hrærið í, lokið pottinum og hitið að suðu. Lækkið hitann og sjóðið í 10 mínútur eða þar til kartöflurnar eru mjúkar.  Smakkið til og bragðbætið með salti eftir þörfum. Maukið súpuna með töfrasprota eða í matvinnsluvél, í minnst tveimur lotum.  Sigtið til að ná öllu hratinu. Bætið rjómanum útí og blandið vel.  Hitið súpuna líttillega upp aftur og berið fram.

caul soup 1

 

Engar athugasemdir

Ananas- og gulrótasúpa

Lýsing:

Þessi súpa sló í gegn í hádeginu hjá okkur í Sýni um daginn en hún er fengin úr bókinni Grænn kostur Hagkaupa.

Innihald: 

2-3 msk ólífuolía

1 tsk. blaðlaukur

1 msk. karrímauk

1 hvítlauksrif

1 cm fersk engiferrót

1 stk. lárviðarlauf

4 stk. gulrætur

1/2 stk. sellerírót

1/2 l. vatn

2 stk. gerlausir grænmetisteningar

1 dós ananasbitar, um 400g, og safinn

1 dós kókosmjólk

smá sjávarsalt og nýmalaður pipar

ferstk kóríander

Aðferð:

Skerið blaðlaukinn smátt og pressið hvítlaukinn. Fín saxið engiferrótina og skerið gulrætur og sellerírót smátt. Hitið olíuna í potti og mýkið blaðlaukinn þar í. Setjið karrímauk, hvítlauk, engiferrót og lárviðarlauf útí og steikið í 3-5 mín. Bætið gulrótum og sellerírót útí og látið malla með kryddinu í 2 mín. Leysið grænmetisteningana upp í vatninu og setjið útí ásamt ananas og kókosmjólk. Sjóðið í um 15 mín. og bragðið síðan til með salti og pipar. Klippið að lokum ferskt kóríander yfir og berið fram. Gott er að strá ristuðum kókosflögum eða möndluflögum yfir þessa súpu og baunir og tofu gera hana bæði próteinríkari og matarmeiri.

Engar athugasemdir

Tómatsúpa með kjúklingabaunum og spínati

Innihald:
2 laukar
2 hvítlauksrif
1 rauð paprika
beikon
2 msk olífuolia
kumin
1 dós (250g) tómatmauk (puree)
1 kjuklingateningur
700 ml. Vatn
1 dós kjúklingabaunir
1 msk rauðvínsedik
smá sykur (púðursykur)
pipar
salt
Væn hnefafylli af spínati

Aðferð:
Grænmeti og beikon steikt í olíu. Setja cumin út í og síðan tómatmauk, kraft, baunir, edik og sykur. Krydda eftir smekk og spínat sett út í rétt áður en súpan er borin fram

Engar athugasemdir

Tómat- appelsínusúpa

Lýsing:
Skemmtilegt bragð og ljúffengt. Fyrir 4.

Innihald:
1 laukur (púrra er reyndar líka góð)
1 msk matarolía
1 dós niðursoðnir, hakkaðir tómatar
1 msk tómatmauk
1/4 l grænmetissoð
3 appelsínur
salt og pipar
steinselja eða graslaukur
100 g sýrður rjómi (10%)

Aðferð:
Laukurinn er fínhakkaður og steiktur þartil hann verður glær í olíunni í djúpum potti. Tómatmauki bætt við. Svo er soðinu hellt yfir og tómötunum bætt við. Látið krauma í 10 mínútur. Á þessu stigi er gott að mauka súpuna í matvinnsluvél/mixer eða þrýsta henni í gegnum sigti (súpan er reyndar líka mjög góð þótt hún sé ekki maukuð). Loks er safanum af tveimur appelsínum ásamt aldinkjöti bætt út í og kryddað eftir smekk með salti og pipar. Síðasta appelsínan er skræld og skorin í báta og notuð ásamt steinselju eða graslauk til skreytinga. Sýrður rjómi borinn fram með súpunni.

Engar athugasemdir