fbpx

Sýni

Súpur

Thaílensk graskers- og kóríander súpa

Innihald:

1 msk olía

1 laukur, skorinn gróft

3 tsk. Thai karrímauk, rautt

1-2 hvítlauksgeirar, smátt skornir

2,5 cm engiferrót, smátt skorin

1 butternut grasker (750g), skorið í teninga

400 ml kókosmjólk, full feit

750 ml grænmetis- eða kjúklingasoð

2 tsk. Thaílensk fiskisósa

pipar

smá ferskur kóríander

Aðferð:

Hitið olíuna á í potti, bætið lauknum útí og steikið þar til mjúkur. Hræri karrímaukinu, hvítlauknum og engifer og látið malla í 1 mínútu. Bætið þá graskerinu, kóskosmjólkinni, soðinu og fiskisósunni útí og hitið að suðu.  Setjið lok á pottinn og látið sjóða í 45 mínútur eða þar til graskerið er mjúkt. Látið kólna lítillega. Bætið kóríander útí súpuna en skiljið smá eftir til að skreyta með.  Maukið súpuna í nokkrum hlutum þar til hún er  mjúk. Hellið aftur útí pottinn og hitið aftur. Setjið í skálar og skreytið með kóríander.

butternut

Engar athugasemdir

Blómkálssúpa með engifer

Lýsing: 

Þessi súpa passar vel sem forréttur með fínni máltíð eða sem léttur réttur þá t.d. með matarmikilli samloku eða góðu salati.

Innihald:

3 msk olía

175 g laukur, smátt skorinn

2,5 cm engifer, skorinn í þunnar sneiðar

4 hvítlauksgeirar, smátt skornir

1 tsk cumin duft

2 tsk kóríander duft

1/4 tsk turmeric duft

1/8 – 1/4 chilli duft

225 g kartöflur, skornar í 1 cm teninga

225 g blómkáls bitar

1,2 l kjúklingasoð

salt, ef þarf

150 ml rjómi

Aðferð:

Hitið olíuna vel í stórum potti. Setjið laukinn, hvítlaukinn og engiferið útí og steikið í u.þ.b. 4 mínútur eða þar til laukurinn hefur brúnast aðeins. Bætið cumin, kóríander, turmeric og chilli dufti útí. Hrærið lítillega og bætið þá kartöflunum, blómkálinu og kjúklingasoðinu útí. Ef soðið er ósaltað bætið þá 1/4 tsk af salti útí. Hrærið í, lokið pottinum og hitið að suðu. Lækkið hitann og sjóðið í 10 mínútur eða þar til kartöflurnar eru mjúkar.  Smakkið til og bragðbætið með salti eftir þörfum. Maukið súpuna með töfrasprota eða í matvinnsluvél, í minnst tveimur lotum.  Sigtið til að ná öllu hratinu. Bætið rjómanum útí og blandið vel.  Hitið súpuna líttillega upp aftur og berið fram.

caul soup 1

 

Engar athugasemdir

Ananas- og gulrótasúpa

Lýsing:

Þessi súpa sló í gegn í hádeginu hjá okkur í Sýni um daginn en hún er fengin úr bókinni Grænn kostur Hagkaupa.

Innihald: 

2-3 msk ólífuolía

1 tsk. blaðlaukur

1 msk. karrímauk

1 hvítlauksrif

1 cm fersk engiferrót

1 stk. lárviðarlauf

4 stk. gulrætur

1/2 stk. sellerírót

1/2 l. vatn

2 stk. gerlausir grænmetisteningar

1 dós ananasbitar, um 400g, og safinn

1 dós kókosmjólk

smá sjávarsalt og nýmalaður pipar

ferstk kóríander

Aðferð:

Skerið blaðlaukinn smátt og pressið hvítlaukinn. Fín saxið engiferrótina og skerið gulrætur og sellerírót smátt. Hitið olíuna í potti og mýkið blaðlaukinn þar í. Setjið karrímauk, hvítlauk, engiferrót og lárviðarlauf útí og steikið í 3-5 mín. Bætið gulrótum og sellerírót útí og látið malla með kryddinu í 2 mín. Leysið grænmetisteningana upp í vatninu og setjið útí ásamt ananas og kókosmjólk. Sjóðið í um 15 mín. og bragðið síðan til með salti og pipar. Klippið að lokum ferskt kóríander yfir og berið fram. Gott er að strá ristuðum kókosflögum eða möndluflögum yfir þessa súpu og baunir og tofu gera hana bæði próteinríkari og matarmeiri.

Engar athugasemdir

Tómatsúpa með kjúklingabaunum og spínati

Innihald:
2 laukar
2 hvítlauksrif
1 rauð paprika
beikon
2 msk olífuolia
kumin
1 dós (250g) tómatmauk (puree)
1 kjuklingateningur
700 ml. Vatn
1 dós kjúklingabaunir
1 msk rauðvínsedik
smá sykur (púðursykur)
pipar
salt
Væn hnefafylli af spínati

Aðferð:
Grænmeti og beikon steikt í olíu. Setja cumin út í og síðan tómatmauk, kraft, baunir, edik og sykur. Krydda eftir smekk og spínat sett út í rétt áður en súpan er borin fram

Engar athugasemdir

Tómat- appelsínusúpa

Lýsing:
Skemmtilegt bragð og ljúffengt. Fyrir 4.

Innihald:
1 laukur (púrra er reyndar líka góð)
1 msk matarolía
1 dós niðursoðnir, hakkaðir tómatar
1 msk tómatmauk
1/4 l grænmetissoð
3 appelsínur
salt og pipar
steinselja eða graslaukur
100 g sýrður rjómi (10%)

Aðferð:
Laukurinn er fínhakkaður og steiktur þartil hann verður glær í olíunni í djúpum potti. Tómatmauki bætt við. Svo er soðinu hellt yfir og tómötunum bætt við. Látið krauma í 10 mínútur. Á þessu stigi er gott að mauka súpuna í matvinnsluvél/mixer eða þrýsta henni í gegnum sigti (súpan er reyndar líka mjög góð þótt hún sé ekki maukuð). Loks er safanum af tveimur appelsínum ásamt aldinkjöti bætt út í og kryddað eftir smekk með salti og pipar. Síðasta appelsínan er skræld og skorin í báta og notuð ásamt steinselju eða graslauk til skreytinga. Sýrður rjómi borinn fram með súpunni.

Engar athugasemdir

Tortellinisúpa

Lýsing:
Matarmikil súpa fyrir 4.

Innihald:
1 l grænmetissoð
500 g frosið grænmeti – eftir smekk
400 g tortellini
4 msk parmesan, rifinn
2 msk steinselja, hökkuð

Aðferð:
Grænmetissoð er hitað og grænmetinu bætt út í þegar farið er að sjóða. Látið krauma í 5 mínútur. Tortellini bætt út í og látið sjóða áfram eftir leiðbeiningum á pakka. Tilbúið!
Parmesan og steinselja borin fram með súpunni.

Engar athugasemdir

Spergilkálssúpa

Lýsing:
Yljandi súpa fyrir fjóra.

Innihald:
600 g ferskt spergilkál (brokkólí)
1 laukur
1 púrrulaukur
3-4 kartöflur
2 msk ólífuolía
1,2 l vatn
1 grænmetisteningur
1 dl mjólk (spari má nota kaffi- eða matreiðslurjóma)
salt og pipar eftir smekk
graslaukur til skreytinga

Aðferð:
Spergilkálið er skolað og skorið í hæfilega bita. Laukurinn skrældur og fínhakkaður. Púrran skorin í fína hringi. Kartöflurnar þvegnar vel, etv. skrældar, og skornar í þunnar sneiðar eða litla teninga.
Olían sett í hæfilega stóran súpupott og laukurinn og púrran mýkt í olíunni við vægan hita. Kartöflum og spergilkáli bætt út í. Svo vatni og grænmetisteningi. Látið sjóða undir loki í u.þ.b. hálftíma. Mjólk eða rjóma bætt út í í lokin og bragðbætt með kryddi. Graslauk stráð yfir. Borðað með grófu brauði.
—————
Okkur finnst best að hafa súpuna eins og hún er þannig að maður njóti grænmetisins en það er líka hægt að mauka súpuna t.d. með töfrasprota.
—————
Það er líka hægt að nota 800 g af blómkáli í staðinn fyrir spergilkálið en fylgja uppskriftinni að öðru leyti.

Engar athugasemdir

Kraftmikil linsubaunasúpa

Lýsing:
Það er kraftur í þessari

Innihald:
2 dl linsubaunir
2 laukar
1 hvítlauksrif
1 stilkur sellerí
4 gulrætur
2 paprikur
olía
paprikuduft
1 dós tómatur
1 /2 l tómatsafi
1 l vatn
kjötkraftur
lárviðarlauf
salt og pipar

Aðferð:
Svissið allt grænmetið í olíunni í dágóðan tíma. Bætið þá linsunum, tómötunum, tómatsafanum, vatninu og kjötkraftinum saman við ásamt lárviðarlaufinu og paprikuduftinu. Látið sjóða í 30 mín. Takið þá lárviðarlaufið úr og saltið og piprið að smekk

Engar athugasemdir

Kjúklingabauna-, hvítlauks og myntusúpa

Lýsing:
Súpa með spæsnskum hætti.
Fyrir 6

Innihald:
2 tsk ólívuolía
2 meðal stórir laukar, sneiddir
2 L (8 bollar) kjúklingakraftur
2 msk hvítvínsedik
2x 425 gr dósir kjúklingabaunir
1 tsk cumin
5 hvítlauksgeirar, marðir
2 stórir (500 gr.) tómatar, skornir í bita
2 msk. fersk mynta, söxuð

Aðferð:
Steikið laukinn í olíunni þar til hann er mjúkur og aðeins farinn að brúnast. Bætið krafti og ediki útí og hitið að suðu. Bætið baununum og cumin útí og látið sjóða í 15 mínútur (með engu loki).
Setjið þá hvítlaukinn, tómatana og myntuna útí og látið sjóða í 5 mínútur eða þar til tómatarnir eru orðnir mjúkir.

Berið fram með grilluðu “krispí” brauði.

Engar athugasemdir

Karrí- kartöflusúpa

Lýsing:
Matarmikil og yljandi súpa með seiðandi bragði.

Innihald:
500 g kartöflur
1/2 dl olía
salt
1 msk karrý
7 dl grænmetis- eða kjúklingasoð
2 gulrætur
biti af fersku engifer
1 dl rúsínur
1 vorlaukur eða ½ púrra
30 g möndluspænir
graslaukur
hvítlauksrif

Aðferð:
Kartöflurnar skornar í sneiðar. Olíu, karrýi og salti blandað saman í potti og soðinu bætt út á. Kartöflurnar soðnar í soðinu í 20 mínútur. Þá er laukurinn settur út í. Gulrætur skornar í bita, engiferið skrælt og rifið, hvítlaukur pressaður og þetta allt steikt á pönnu. Síðast eru rúsínur og möndlur settar út í (má sleppa). Ausa á diska, skreyta með graslauk og borða með góðu brauði.

Engar athugasemdir
Close
loading...