Matvælaskólinn
Matvælaskólinn hefur á undanförnum árum haldið ýmis námskeið fyrir starfsfólk matvælafyrirtækja

Námskeið
Matvælaskólinn hefur á undanförnum árum haldið ýmis námskeið fyrir starfsfólk matvælafyrirtækja.
Ýmist hafa námskeiðin verið sérsniðin fyrir hvert fyrirtæki eða haldin námskeið fyrir blandaða hópa úr ýmsum greinum matvælaiðnaðar.
Einnig býður Matvælaskólinn uppá matreiðslunámskeið fyrir alla þá sem hafa áhuga á matargerð ýmist opin námskeið fyrir einstaklinga eða sérsniðin námskeið fyrir lokaða hópa.
Námskeiðum fylgja námskeiðsgögn sem unnin hafa verið af sérfræðingum fyrirtækisins.
Námskeið tengd gæðamálum
Matvælaskólinn hjá Sýni býður uppá fjölbreytt námskeið sem tengjast gæðamálum á einn eða annan hátt.
Námskeið tengd matargerð
Matvælaskólinn hjá Sýni býður uppá ýmis konar matreiðslunámskeið fyrir almenning og starfsmenn fyrirtækja.
Námskeið tengd heilsu og öryggi
Í þessum flokki er að finna námskeið sem tengjast heilsu og öryggi starfsfólks á vinnustöðum.
Gæðastjórnun í matvælafyrirtækjum - fyrri hluti
Fjallað er um HACCP gæðakerfið og innri úttektir og um gæðastjórnun í víðara samhengi í tenglum við verkefna- og mannauðsstjórnun.
Gæðastjórnun í matvælafyrirtækjum - seinni hluti
Námið er ætlað starfsfólki í matvælafyrirtækjum sem vill fá aukna þekkingu um gæði og gæðamál.
Grunnnám – matvælavinnsla
Sýni ehf. hefur í samstarfi við Samtök atvinnulífsins, Starfsafl og Matvælastofnun sett saman grunnnám ætlað starfsfólki í matvælafyrirtækjum fyrir matvælavinnslur.
Stofnun matvælafyrirtækja
Námskeiðinu er ætlað að svara hinum ýmsu spurningum varðandi lög og reglugerðir, innra eftirlit, vöruþróun og umbúðamerkingar, styrkjaumhverfið o.fl.
Atburðir
![]() |
31/03/2023 Námskeið – Matvælaöryggismenning – Fókusinn á fólkinu! – TEAMS |
![]() |
17/04/2023 – 18/04/2023 Námskeið – HACCP 2 – Gæði og öryggi við meðferð matvæla (enska/ pólska) |
![]() |
24/04/2023 – 25/04/2023 Námskeið – Matvælasvindl og skemmdarverk (VACCP/ TACCP) – Teams |
![]() |
10/05/2023 – 12/05/2023 Námskeið – HACCP 3 – Gæði og öryggi alla leið |