Námskeið

Sýni býður upp á fjölbreytt námskeið fyrir starfsfólk fyrirtækja í matvælaiðnaði

 
20221013_ros_DSF6528

Námskeið

Sýni hefur um langt skeið verið leiðandi í námskeiðahaldi fyrir starfsfólk fyrirtækja í matvælaiðnaði. 

Í gegnum árin hafa námskeiðin verið sérsniðin fyrir hvert fyrirtæki eða haldin námskeið fyrir blandaða hópa úr ýmsum greinum matvælaiðnaðar.

Námskeiðin geta ýmist verið í staðkennslu í húsakynnum Sýnis, í fyrirtækjunum sjálfum eða í gegnum Teams.

Námskeiðum fylgja námskeiðsgögn sem unnin hafa verið að ráðgjöfum Sýnis sem einnig sinna allri kennslu og fræðslu.

Námskeið tengd gæðamálum

Sýni býður uppá fjölbreytt námskeið sem tengjast gæðamálum á einn eða annan hátt.

Stofnun matvælafyrirtækja

Námskeiðinu er ætlað að svara hinum ýmsu spurningum varðandi lög og reglugerðir, innra eftirlit, vöruþróun og umbúðamerkingar, styrkjaumhverfið o.fl.

Námskeið tengd heilsu og öryggi

Í þessum flokki er að finna námskeið sem tengjast heilsu og öryggi starfsfólks á vinnustöðum.

Gæðastjórnun í matvælafyrirtækjum - fyrri hluti

Fjallað er um HACCP gæðakerfið og innri úttektir og um gæðastjórnun í víðara samhengi í tenglum við verkefna- og mannauðsstjórnun.

Gæðastjórnun í matvælafyrirtækjum - seinni hluti

Námið er ætlað starfsfólki í matvælafyrirtækjum sem vill fá aukna þekkingu um gæði og gæðamál.

Grunnnám – matvælavinnsla

Sýni hefur í samstarfi við Samtök atvinnulífsins, Starfsafl og Matvælastofnun sett saman grunnnám ætlað starfsfólki í matvælafyrirtækjum fyrir matvælavinnslur.