Sýni býður uppá fjölbreytt námskeið sem tengjast gæðamálum á einn eða annan hátt. Námskeiðin eru ýmist auglýst opin öllum eða sérsniðin að þörfum hvers fyrirtækis.
Í heimi þar sem matarsjúkdómum fer fjölgandi þurfa allir starfsmenn að leggjast á eitt um að gera hlutina rétt. Eftir námskeiðið eiga starfsmenn að vera betur meðvitaðir um helstu áhættuþætti við matvælavinnslu og hvernig eigi að fyrirbyggja þá.
Farið verður í undirstöðuatriði
- Örverufræði.
- Meðhöndlun matvæla.
- Persónulegt hreinlæti.
- Þrif og hreinlætiseftirlit
Lengd námskeiðs: 1×4 klst.
Nánari upplýsingar: namskeid@syni.is
Námskeiðið er ætlað starfsfólki í matvöruverslunum. Hægt er að taka námskeiðið í heild sinni sem er þá 16 klst og skipta því á nokkra daga eftir hentugleika eða að taka út einstaka námskeiðshluta.
Efni námskeiðs:
- Verslunin og viðskiptavinurinn (1 klst.)
- Ímynd – traust – hvað skapar ímynd
- Starfsmaðurinn – viðmót – úrlausnir – bros
- Snyrtimennska – hreinlæti
- Upplýstur starfsmaður
- Kjötborð – fiskborð – heitur matur (3 klst.)
- Gæði – öryggi – ferskleiki
- Grunnfræðsla um örverur
- Krossmengun
- Hitastig – áhrif á örverur – hitastigsmælingar
- Hreinlæti
- Matarsýkingar – helstu bakteríur
- Hleðsla í kjötborð / fiskborð
- Hrein verslun (2 klst.)
- Hvers vegna
- Þrif á kjötborðum – fiskborðum.
- Þrif á verslanakælum
- Pökkunaraðferðir – geymsla og geymsluþol (2 klst.)
- Vacumpökkun
- Loftskiptar umbúðir
- Áhrif á örverur – áhrif á lit á kjöti
- Dósir – plast – pappi – endurvinnsla á umbúðu
- Grænmeti og ávextir (3 klst.)
- Móttökueftirlit
- Upptaka – hvað gerist
- Geymsla – áhrif rakastigs – áhrif hitastigs – áhrif etýlens
- Meðferð – hnjask
- Hreinlæti – áhrif örvera
- Salatborð
- Hitastig
- Hitastigsmælingar
- Lífræn ræktun – vistvænt – notkun varnarefna
- Framstilling – vöruþekking – áhrif á sölu
- Bakaríið (1 klst.)
- Gæði og ferskleiki
- Hreinlæti
- Uppröðun og framstilling
- Aukin þekking – betri starfsmaður – vöruþekking (2 klst.)
- Lífrænt – er það betra – metum – smökkum
- Vistvænt – munur á vistvænu og lífrænu
- Erfðabreytt – hvað er það? Erum við að borða erfðabreytt matvæli?
- MSG – rotvarnarefni – eru aukefni alltaf slæm?
- Umbúðamerkingar
- Best fyrir – FÍFÚ reglan
- Nýtt og spennandi – hvernig nýtum við “nýjar” tegundir
- Innra eftirlit (GÁMES – HACCP) (3 klst.)
- Hvað er GÁMES-HACCP í verslunum
- Fyrirbyggjandi aðgerðir – hvernig förum við að því að vera alltaf á tánum
- Úttektir – innri úttektir – sýnatökur
Nánari upplýsingar: namskeid@syni.is
Námskeiðinu er ætlað að auka þekkingu og færni til að uppfylla
margbreytilegar kröfur viðskiptavinarins.
1. hluti. HACCP – Örverur og hreinlæti (3 tímar)
- Hvað er HACCP, Hættur og forvarnir í mötuneytinu. Örverur í matvælum. Hegðun þeirra. Sjúkdómsvaldandi örverur (sýklar eins og salmonella, listeria og veirur) og áhrif hitastigs, kælingar og fleirri þátta á hegðun þeirra.
- Krossmengun: hrátt og soðið, skolun á grænmeti, ofnæmisvaldar og forvarnir í eldhúsinu.
- Kórónavírusinn og sóttvarnir í eldhúsinu.
- Þrif og sótthreinsun: Aðferðir, hvar eru erfiðustu staðirnar. Hvernig tökum við hreinlætissýni og hvernig túlkum við niðurstöður
- Spurningar og umræður
2. hluti Hollusta og næring (3 tímar)
- Hvað er hollt mataræði fyrir allan þorra fólks? Næringarfræðin á „mannamáli“
- Aukum hollustu og lækkum hráefniskostnað.
- Grænmeti og krydd. Baunir, linsur og gróf kolventi: Hollusta, meðhöndlun og notkun.
- Hvernig skipuleggjum við okkur og gerum matseðla.
- Vinsælar uppskriftir
- Umræður
Nánari upplýsingar: namskeid@syni.is
Námskeið fyrir þá sem eru í innflutningi og framleiðslu aðfanga fyrir matvæla – og fóðurframleiðslu (t.d. hráefni, íblöndunarefni, umbúðir, þrifaefni og smurefni). Einnig fyrir þá sem eru að framleiða matvæli og þurfa að samþykkja sína birgja og þjónustuaðila.
Ýmis matvælafyrirtæki eru með vottuð stjórnunarkerfi gerð til að auka tiltrú og traust viðskiptavina. Þessu námskeiði er ætlað að skýra vaxandi kröfur til birgja í matvæla og fóðuriðnaði.
Efni námskeiðs:
- Almennar kröfur til birgja
- Upplýsingar sem þarf að afla, vottorð.
- Helstu staðlar í notkun í íslenskum matvæla og fóðuriðnaði. Kynning á BRC, IFS, lífrænni vottun, IFFO, FEMAS …..
- Kröfur til birgja þar sem framleiðandi er með stjórnunarstaðal.
Lengd námskeiðs: 3 klukkustundir
Nánari upplýsingar: namskeid@syni.is
Námskeið fyrir þá sem nú þegar hafa vottun samkvæmt BRC staðli, þá sem hafa í hyggju að fá vottun og aðra þá sem hafa áhuga á að kynna sér kröfurnar.
Farið verður yfir helstu kröfur staðalsins og hvernig megi uppfylla þær á einfaldan hátt. Mikið er lagt upp úr umræðum og verkefnavinnu.
Efni námskeiðis:
Kynning á BRC stöðlum og öðrum GSFI stöðlum
Saga BRC staðalanna og útbreiðsla: Hvert er hlutverk þeirra og hvar eru þeir algengastir. Hvernig er úttektarferillinn? Hvernig er einkunnagjöf o.s.frv? Notkun á BRC merkinu.
IFS, ISO 22000 FSSC staðalinn Hver er helsti munurinn?
Helstu kröfur staðalsins:
- Matvælaöryggismenning
- Fundir, fundagerðir, samantektir, úrvinnsla
- Hættugreiningar og áhættumat.
- Stefnur, markmið (SMART) og rýni
- HACCP (hættugreining, flæðirit), forvarnir, CCP (eins og suða, málmleit) prófun og gilding.
- Skjalastýring og skráningar
- Innri úttektir
- Samþykkir á birgjum og þjónustuaðilum, birgjamat
- Hættugreining og áhættumat á hráefnum, vörulýsingar
- Frávik, orsakagreining og úrbætur
- Neyðarstjórnun, innkallanir, kvartanir
- Rekjanleiki, massabókhald, skráningar
- Matvælavernd og matvælasvindl
- Aðskotahlutir, greining og forvarnir
- Afhending, dreifing
- Vöruþróun
- Pökkun, merkingar og eftirlit
- Starfsmenn og þjálfun
- High-risk, High-care, ambient-high care
Lengd námskeiðs: 14 klukkustundir (2×7 klst)
Nánari upplýsingar: namskeid@syni.is
Námskeið ætlað almennum starfsmönnum fiskvinnslufyrirtækja þar sem fjallað er um rétta meðhöndlun matvæla, krossmengun, umgengi og hreinlæti með sérstaka áherslu á fisk og fiskafurðir.
Efni námskeiðs:
• Örverufræði. Hegðun og útbreiðsla örvera – matarsjúkdómar, skemmdarörverur. Hvernig er hægt að hindra að örverur berist í matvæli?
• Aðskotaefni og sníkjudýr í íslensku sjávarfangi.
• Fyrirbyggjandi aðgerðir. Af hverju eru þær mikilvægar og í hverju felast þær?
• Rétt meðhöndlun matvæla, umbúða, áhalda og kara til að auka öryggi, gæði og minnka rýrnun
• Krossmengun hvað er það? Hvað getum við gert? Farið m.a. yfir mikilvægi aðskilnaðar á milli hreinna og óhreinna svæða og meðhöndlunar á úrgangi og afurða.
• Hreinlæti, umgengni, skipulag og frágangur.
• Persónulegt hreinlæti starfsfólks, hvers vegna þurfum við umgengnisreglur?
• Gæði, traust og samvinna.
Lögð er áhersla á að aðlaga námskeiðið að þörfum viðkomandi fyrirtækis og að allir starfsmenn séu virkir þátttakendur í námskeiðinu.
Rannsóknarþjónustan sýni ehf hefur gert samstarfsamning við Starfsafl fræðslusjóð um að sjóðurinn styrki þau námskeið sem fyrirtækið býður upp á.
Nánari upplýsingar: namskeid@syni.is
Námskeið ætlað verkstjórum og öðrum stjórnendum fiskvinnslufyrirtækja þar sem fjallað er m.a. um rétta meðhöndlun matvæla alla leið til neytandans, hreinlæti, þjálfun starfsmanna, nýsköpun í sjávarútvegi og bætta nýtingu.
Efni námskeiðs:
- Helstu lög og reglugerðir sem gilda um framleiðslu á sjávarafurðum. Ný merkingarreglugerð. Staðlar: BRC og IFS
- Örverur og sníkjudýr í íslensku sjávarfangi . Hegðun og útbreiðsla – hvaða þættir hafa áhrif? Hvernig er hægt að hindra að örverur berist í matvælin?
- Persónulegt hreinlæti, umgengni og skipulag. Vellíðan og öryggi á vinnusvæðinu.
- Þrif og sótthreinsun, tilgangur, árangur og þrifaeftirlit.
- Krossmengun. Mikilvægi aðskilnaðar á milli hreinna og óhreinna svæða og meðhöndlunar á úrgangi og afurðum.
- Rétt meðhöndlun fisksins, umbúða, áhalda og kara til að auka öryggi, gæði og minnka rýrnun. Gildi kælingar alla leið.
- Bætt nýting á sjó og í landi, aðferðafræði og þróun á búnaði
- Þjálfun starfsmanna. Samskipti yfir- og undirmanna. Traust og samvinna. Verkefnastjórnun.
- Sannprófun á gæðakerfinu. Hvernig geta verkstjórar sannprófað að unnið sé eftir fyrirmælum, að skráningar, þrif og handþvottur séu í lagi?
- Sjálfbær auðlindanýting, RFM og MSC vottanir, þróun ýmissa lífefna úr fiski.
- Umhverfismengun. Staðan á Íslandsmiðum, sótspor og súrnun sjávar, frárennslismál – snerting við sjávarútveginn
Lögð er áhersla á virkni þátttakenda á námskeiðinu með umræðum og verkefnavinnu.
Þáttakendur taka með sér verkefni af námskeiðinu sem farið verður yfir á tveggja klukkustunda verkefnalokafundi. Fundartími verður ákveðinn á námskeiðinu.
Lengd námskeiðs: 1 x 8 klst.
Rannsóknarþjónustan sýni ehf hefur gert samstarfsamning við Starfsafl fræðslusjóð um að sjóðurinn styrki þau námskeið sem fyrirtækið býður upp á.
Nánari upplýsingar og skráning: namskeid@syni.is
Meiri gæði – minni rýrnun – aukin fjölbreytni
Námskeið ætlað starfsfólki í matvöruverslunum, starfsfólki í mötuneytum og öðrum áhugasömum um ávexti og grænmeti
Sífellt er verið að hvetja okkur til að borða meira af ávöxtum og grænmeti. Framboð og ferskleiki hefur þar mikil áhrif. Aðlaðandi framstilling í verslunum, vöruþekking og þor til að prófa nýjar tegundir skiptir einnig miklu máli.
- Hvernig getum við haft áhrif á gæði ávaxta og grænmetis ?
- Farið er yfir helstu þætti sem hafa áhrif á gæði og geymsluþol.
- Móttökueftirlit, pantanir, hitastig og hreinlæti og áhrif þess á rýrnun og gæði.
- Hvað er etýlen – varnarefni – lífræn ræktun?
- Salatbarir – hitastig og hreinlæti.
- Vöruþekking – hvar finnum við upplýsingar?
- Smökkum og ræðum notkunarmöguleika nokkurra tegunda.
- Framsetning vöru – staðsetning – áfylling.
Lengd námskeiðs: 3 klst.
Nánari upplýsingar: namskeid@syni.is
Námskeið fyrir starfsfólk matvælafyrirtækja, mötuneyta, veitingastaða og hótela sem vilja auka þekkingu sína á örverufræði og réttri meðhöndlun matvæla.
Námskeiðin eru kennd á íslensku, ensku og pólsku.
Efni námskeiðs:
- Örverufræði – hegðun og útbreiðsla örvera – matarsjúkdómar og skemmdarörverur.
- Meðhöndlun matvæla – hitastig, krossmengun, frágangur og umgengni.
- Hreinlæti og þrif – þrifaáætlanir, þrifaskráningar og sýnataka
- Persónulegt hreinlæti – vinnufatnaður, handþvottur og tilraun með Glóa.
- Samvinna, ábyrgð og traust.
- Stutt kynning á HACCP
Lengd námskeiðs: 1×4 klst.
Nánari upplýsingar: namskeid@syni.is
Námskeið fyrir alla þá sem meðhöndla matvæli á einn eða annan hátt
Með auknum kröfum reglugerða og kaupenda um örugg matvæli þurfa matvælaframleiðendur meiri upplýsingar og þekkingu um meðferð matvæla. Um er að ræða hagnýtt námskeið þar sem áhersla er lögð á að þátttakendur bæti skilning sinn og geti nýtt þekkingu sína til að framleiða örugg matvæli.
Námskeiðið er í formi fyrirlestra, umræðu og verkefnavinnu.
Námskeiðið er ýmist kennt á íslensku, ensku eða túlkað á pólsku.
Efni námskeiðs:
- Hættur við matvælaframleiðslu:
- Sjúkdómsvaldandi örverur.
- Efnamengun í matvælum.
- Aðskotahlutir.
- Ofnæmisvaldar.
- Meðferð matvæla og geymsla matvæla:
- Krossmengun – Hvað er krossmengun og hvernig getum við hindrað hana?
- Mikilvægi kælingar.
- Fyrirbyggjandi aðgerðir:
- Þrif og þrifaáætlanir.
- Meindýr og meindýravarnir.
- Birgjar – Val á birgjum og kröfur til þeirra.
- Kvörðun og prófun mælitækja.
- Starfsmenn – Umgengi, persónulegt hreinlæti og heilbrigði starfamanna.
- Þjálfun – Kröfur um hæfni starfsmanna, þjálfun, þjálfunaráætlanir.
Lengd námskeiðs 2 x 4 klst.
Nánari upplýsingar: namskeid@syni.is
Með áherslu á skoðunarhandbók MAST.
Námskeið fyrir alla þá sem vinna við innleiðingu og rekstur á HACCP kerfum t.d. meðlimi HACCP hópa, þá sem vinna við mikilvæga stýristaði, flokkstjóra, verkstjóra, tæknimenn o.s.frv.
Áhersla er lögð á að þátttakendur skilji grundvallaratriði HACCP gæðakerfisins og geti innleitt það í sínum fyrirtækjum. Mikið er lagt upp úr verkefnavinnu. Þátttakendur vinna m.a. verkefni úr eigin gæðakerfum.
Efni námskeiðs:
- Öryggi í gegnum alla “fæðukeðjuna”: Frumframleiðendur, matvælaframleiðendur, dreifingarfyrirtæki, smásalar, tækjaframleiðendur, framleiðendur umbúða og hreinsiefna.
- Staðlar – stutt kynning ( t.d ISO staðlar, IFS staðall, BRC staðall). Frábær hjálpartæki fyrir matvælafyrirtæki sem vilja vera í fremstu röð hvað varðar gæði og öryggi. Markmið, framtíðarsýn og skýr gæðastefna skiptir höfuðmáli fyrir fyrirtæki í fararbroddi.
- Fyrirbyggjandi aðgerðir – GMP ( góðir framleiðsluhættir) þurfa að vera mjög virkar áður en HACCP kerfi er komið á t.d virk hreinlætisáætlun, teikningar yfir flæði vöru og starfsfólks, kröfur til birgja, þjálfun starfsfólks, fyrirbyggjandi viðhald og hitastigsstjórnun.
- HACCP gæðakerfið. Hvað er HACCP ? Hvernig komum við því á og hvernig innleiðum við það? Hvernig getur HACCP kerfið hjálpað til að auka öryggi matvæla ? Hættur, hættugreining, mikilvægir stýristaðir, eftirlit, vikmörk, úrbætur.
- Yfirlit yfir helstu hættur í matvælum s.s sýkla, sníkjudýr, histamín, þungmálmar, díoxín, ofnæmisvaldandi efni, aðskotahluti o.fl.
- Kvartanir – Hvernig vinnum við úr kvörtunum ? Rekjanleiki – eitt skref áfram og eitt skref aftur– hvað þýðir það í framkvæmd. Innköllun – prufuinnköllun.
- Sannprófun á gæðakerfum – dagleg, vikuleg og árleg. Til að tryggja að ávallt sé verið að vinna eftir HACCP gæðakerfinu.
Námskeiðið er ofast haldið á íslensku en hefur einnig verið haldið á ensku eða túlkað á pólsku.
Lengd námskeiðs: 3 dagar eða alls 18 klukkustundir.
Námskeiðið er haldið 3-4 sinnum á ári.
Nánari upplýsingar: namskeid@syni.is
Námskeið fyrir þá sem þegar hafa tekið HACCP 3 og hafa góða þekkingu í örverufræði matvæla, (t.d. ábyrgðamenn HACCP kerfa og lykil stjórnendur) og vilja ná aukinni færni í HACCP m.a. vegna krafa í Alþjóðlegum matvælastöðlum.
Áhersla er lögð á að þátttakendur fái dýpri skilning á HACCP og geti sett upp og innleitt það í sínum fyrirtækjum. Mikið er lagt upp úr verkefnavinnu. Þátttakendur vinna m.a. verkefni úr eigin gæðakerfum.
Byggt á kennsluefni frá Highfield og Campden.
Efni námskeiðs:
- Stutt könnun og verkefnavinna (eins konar forpróf) úr efni fyrri námskeiða (HACCP 1, HACCP 2 & HACCP 3). Nemendur fara saman yfir niðurstöður könnunarinnar.
- 12 þrep Codex reglna um HACCP
- HACCP hópur: Hvert er hlutverk hans og hvernig er besta að halda utan um vinnu HACCP hóps eða Gæðaráðs? – Verkefna og fundargerðarlistar til að halda vinnu HACCP hóps lifandi.
- Vörulýsingar: hvað eru vörulýsingar? Hvað eru datablöð, upplýsingablöð, tæknileg datablöð, specification og hver er munurinn á þessum hugtökum? Hvað þarf að koma fram í vörulýsingum (Product description)
- Flæðirit: Hvað þarf að koma fram á flæðiritum? Hvernig eru flæðirit sett upp; flæði hráefna, inntök og úrtök, CCP. Tenging milli flæðirita þegar um er að ræða „flóknar“ vinnslur. Verkefni: Sannprófun og úttekt á flæðiritum.
- Hættur: Líffræðilegar, efnafræðilegar, eðlisfræðilegar hættur. Ofnæmisvaldar. Áhættumat = líkur x alvarleiki (risk assessment) og hættugreining (hazard analysis) með notkun áhættumatsfylkis og spurningatrés mikilvægra stýristað.
- Áhættumat forvarna s.s. meindýravarna, forvarna vegna aðskotahluta, forvarna vegna starfsfólks, forvarna vegna skipulags húsnæði, viðhalds og þrifa og þrifaeftilits
- Áhættumat hráefna. Ákvörðunartré fyrir hráefni. Mat á birgjum og birgjasamþykki.
- Verkefni: Áhættumat forvarna og innri úttektir á forvörnum. Áhættumat hráefna.
- Hættugreining og Mikilvægir stýristaðir (MSS=CCP). HACCP plan
- Verkefni: Hættugreining á framleiðsluferli, vöru eða vöruflokkum. Gerð HACCP plans.
- Vöktunar- og sýnatökuáætlunun. Frávika- og úrbótaskráningar.
- Sannprófun og innri úttektir.
- Þjálfun starfsfólks, þjálfunaráætlun, skráningar á þjálfun og mat á hæfni starfsfólks.
- Rekjanleiki og prófun á rekjanleika
Lengd námskeiðs: 5 dagar eða alls um 30 klukkustundir í kennslu. Við það bætist svo verkefnavinna.
Námskeiðið er haldið að meðaltali 1-2x á ári.
Nánari upplýsingar: namskeid@syni.is
HACCP námskeið þar sem áhersla er lögð á nýja skoðunarhandbók frá MAST og farið er í sérstaka upprifjun á hættugreiningu.
Ætlað fyrir þá sem þegar hafa tekið HACCP námskeið en vilja uppfæra þekkingu sína í samræmi við nýjar kröfur.
Efni námskeiðs:
• Ný matvælalöggjöf Evrópusambandsins. Megin áhersla á öryggi í gegnum alla fæðukeðjuna.
• Ný skoðunarhandbók MAST (útgefin í apríl 2012) – Uppbygging og áherslur.
• Forvarnir með áherslu á þjálfun starfsfólks, kröfur til birgja, og fyrirbyggjandi viðhald.
• Hættugreining – aðferðarfærði og verkefnavinna.
• Rekjanleiki og innri úttektir.
Lengd námskeiðs: 1 x 8 klst.
Innifalið eru veitingar og námskeiðsgögn.
Nánari upplýsingar: namskeid@syni.is
Áhersla er lögð á að þátttakendur kynnist helstu vinnureglum í eldhúsi þegar kemur að meðhöndlun matvæla og hreinlæti. Að lokum er farið í einfalda matargerð og allir frá að njóta.
Efni námskeiðs:
- Gæðamál – Helstu hættur í eldhúsum – Sýklar, ofnæmisvaldar og aðskotahlutir
- Meðhöndlun matvæla – Hitastig, krossmengun, frágangur – Fiskur, kjöt grænmeti og ávextir
- Hreinlæti og þrif – Þrifaáætlun. þrifaskráningar og sýnataka
- Persónulegt hreinlæti – Vinnufatnaður, handþvottur og tilraun með GLÓA
- Hvernig á að lesa á umbúðir? – Innihaldslýsingar og næringargildi
- Verkefnavinna í kennslueldhúsinu okkar.
- Smökkun og umræður
Lengd námskeiðs 1×4 tímar (kennt er frá kl 14:00-18:00)
Nánari upplýsingar: namskeid@syni.is
Markmið námskeiðs:
- Að þátttakendur kynnist efni laga og reglugerða sem gilda um ferlið frá uppruna til sölu matvæla
- Að þátttakendur geti útskýrt markmið og fyrirkomulag matvælaeftirlits og matvælavöktunar
Efni námskeiðs:
- Tilgangur og fyrirkomulag eftirlits og vöktunar samkvæmt lögum, reglugerðum og reglum frá uppruna til sölu matvæla
- Þættir sem þarf að uppfylla til að fá starfsleyfi, svo sem aðstaða, fræðsla og virkt innra eftirlit.
- Reglugerðargrunnur, sem VSÓ Ráðgjöf hefur gert, kynntur
- Hlutverk MAST og eftirlitsaðila eins og heilbrigðiseftirlita, skoðunarstofa og dýralækna
- Kerfisbundið eftirlit og vöktun aðskotaefna og eiturefna á ýmsum stigum matvælavinnslu svo sem evrópska tilkynningakerfið (RASFF)
Lengd námskeiðs: 4 klst.
Nánari upplýsingar: namskeid@syni.is
Námskeið fyrir alla þá sem þurfa að áhættumeta matvæli með tilliti til svindls og skemmdarverka og innleiða forvarnir og eftirlit vegna þess.
- Hvaða matvæli eru helst útsett fyrir svindli? Hver er staðan í heiminum í dag?
- Aðferðarfræði við áhættumat á matvælasvindli:
- Sögulegar sannanir.
- Eðli vöru.
- Efnahagslegir þættir og verð.
- Uppruni og flækjustig matvælakeðjunnar.
- Framboð og eftirspurn o.fl.
- Forvarnir og eftirlit:
- Kröfur til birgja, vottanir og upplýsingasíður
- Mælingar (innihald, samsetning, DNA próf, ísótópamælingar…)
- Móttökueftirlit, skynmat, rekjanleiki.
- Aðferðarfræði við áhættumat og eftirlit vegna matvælaskemmdarverka:
- Hvað getum við gert í eigin fyrirtæki til að fyrirbyggja matvælaglæpi?
- Verkefnavinna, dæmi úr eigin fyrirgæki.
Lengd námskeiðs: 1 x 8 klst.
Nánari upplýsingar: namskeid@syni.is
Námskeið ætlað stjórnendum, gæðastjórum, verkstjórum, mannauðsstjórum og leiðtogum í matvælafyrirtækjum.
- Skilgreining og breytt nálgun á stjórn matvælaöryggis – Fókusinn á fólkinu
- Kröfur í reglugerðum og stöðlum (Codex staðli, BRC staðli og fleiri stöðlum)
- Fyrirtækjamenning – Hvað þarf til ? Skuldbinding stjórnenda og leiðtoga
- Að setja upp matvælaöryggismenningar áætlun á kerfisbundinn hátt
- Notkun spurningalista og sjálfsmats
- Verkefnavinna þar sem unnið verður með dæmi úr eigin fyrirtæki
Lengd námskeiðs: 1 x 3 klst.
Nánari upplýsingar: namskeid@syni.is
Gott hráefni er undirstaða góðrar afurðar.
Nú þegar fiskveiðiheimildir eru takmarkaðar
skiptir meðhöndlun hráefnis enn meira máli.
Með góðri meðhöndlun getum við auðkið verðmæti afurða.
Efni námskeiðsins:
- Fiskur og örverur. Hvernig höldum við skemmdarörverum í lágmarki. Áhrif hitastigs á vöxt örvera. Sýklar sem geta hugsanlega borist með fiski- Listeria monocytogenes.
- Meðferð afla við veiðar og um borð. Helstu þættir sem hafa áhrif á gæði hráefnis, s.s. veiðar, losun úr veiðarfærum, blóðgun, slæging, þvottur, dauðastirðnun, los, röðun í kör og ísun. Geymslutími og geymsluþol.
- Hvernig stendur áhöfnin sig þegar kemur að hreinlæti við vinnslu og frágang í skipinu. Skip skoðað og myndir teknar. Umræður um það sem vel er gert og hvað megi betur fara.
- Þrif og þrifaefni. Hreinlætiseftirlit.
- Gæðastarfsmaður – gæðahráefni – Grundvöllur gæða er gott samstarf og gott skipulag um borð. Engin keðja er sterkari en veikasti hlekkurinn. Allir starfsmenn skipta máli í þeirri keðju.
Hvernig merkjum við matvælin?
Námskeið fyrir alla sem koma að merkingum matvæla.
Þegar matvæli eru merkt til að upplýsa neytendur um innihald eru gerðar kröfur um að merkingarnar séu ekki villandi og geti þannig blekkt neytendur. Þetta á við um innihaldslýsingar, næringargildi, merkingar á ofnæmisvöldum, notkun skráargatsins og næringar- og heilsufullyrðingar.
Námskeiðið á að veita greinagóða fræðslu um allt er viðkemur matvælaupplýsingum.
Þátttakendur vinna með umbúðir fyrir matvæli í eigin fyrirtækjum.
Efni námskeiðs:
Dagur 1
- Reglugerð um matvælaupplýsingar og næringar- og heilsufullyrðingar.
- Næringargildi – útreikningar eða mælingar – gagnagrunnar sem hægt er að nota.
- Aukefni og aukefnalisti – gagnagrunnur – hvernig er lesið úr honum?
- Verkefnavinna þar sem unnið er með matvæli úr fyrirtæki þátttakanda.
Dagur 2
- Næringar- og heilsufullyrðingar
- Skráargatið, flokkun matvæla í skráargatinu og notkunarskilyrði
Lengd námskeiðs: 2×3,5 klst.
Nánari upplýsingar: namskeid@syni.is
Með auknum kröfum reglugerða og kaupenda um örugg og ósvikin gæðamatvæli þurfa matvælaframleiðendur meiri og meiri upplýsingar um gæðakerfi birgja og um þau hráefni, vörur og umbúðir sem þeir nota við framleiðsluna.Áhersla er lögð á að þátttakendur kynnist helstu kröfum reglugerða og staðla sem snúa að birgjum og vörumerkingum. Hvaða kröfur birgjar þurfi að uppfylla, hvað vottorð þurfa að vara til staðar og hvað þarf að standa í þessum vottorðum.
Efni námskeiðs:
- Yfirlit yfir helstu hættur í matvælum s.s sýkla, sníkjudýr, histamín, þungmálma, díoxín, ofnæmisvaldandi efni, aðskotahluti o.fl.
- Staðlar – stutt kynning (t.d ISO staðlar, IFS staðall, BRC staðall). Helstu kröfur til birgja til að þeir séu hæfir til að selja vottuðum fyrirtækjum
- Kröfur, birgjaúttektir, birgjamat
- Merkingar matvæla. Ný reglugerð um matvælaupplýsingar. Ofnæmisvaldar.
- Vörulýsinga- / datablöð. Hvað þurfa þau að innihalda? Hvernig lesum við úr þeim?
- Verkefnavinna
Lengd námskeiðs 2×4 tímar
Nánari upplýsingar: namskeid@syni.is
Námskeið fyrir nýliða í matvælafyrirtækjum, mötuneytum, veitingahúsum og hótelum.
Námskeiðin eru kennd á íslensku, ensku og pólsku.
Efni námskeiðsins:
- Stutt örverufræði og hegðun örvera
- Meðhöndlun matvæla, frágangur og þrif
- Umgengnisreglur – handþvottur og tilraun með Glóa.
Lengd námskeiðs: 1×2 klst.
Nánari upplýsingar: namskeid@syni.is
Námskeið fyrir alla þá sem koma að áhættumati ferla og lausn vandamála
Markmiðið er: Rétt vinnubrögð til að fyrirbyggja mistök og áföll
Aðferðarfræði: Orsakagreining (root cause analyses), áhættumat (risk assessment), gilding (validation)
Efni námskeiðs:
- Orsakagreining: Hvernig greinum við orsakir vandamála og komumst að rót vandans
- „5 why´s“ og fiskibeinamunstrið (Ishikawa diagram)
- Áhættumat: Aðferðarfræði og mismunandi módel fyrir áhættumat (risk assessment)
- Líkur og alvarleiki hættu eða vandamála metinn
- Fyrirbyggjandi aðgerðir og lausnir
- Verkefnavinna þar sem þátttakendur vinna með ferla úr eigin fyrirtækjum eða gæðakerfum
Lengd námskeiðs: 1 x 8 klst.
Nánari upplýsingar: namskeid@syni.is
Námskeið ætlað starfsmönnum fiskvinnslufyrirtækja sem eru með rekjanleikavottun eða hafa hug á að sækja um slíka vottun. Farið verður yfir kröfur rekjanleikastaðla og hvernig þær eru tengdar gæðakerfi fyrirtækja í verklagsreglum og skráningu.
Efni námskeiðs:
- Vottun tegunda og aðilar að fiskveiðivottun
- Rekjanleikavottun – fyrir hverja ?
- Kröfulýsingar varðandi birgja, aðgreiningu og merkingu, hráefnis, afurða og milliafurða,
- Rekjanleiki frá seldri vöru til hráefnis og frá móttöku hráefnis í afurðir, massabókhald og skráningar.
- Auðkennismerki, merking og umbúðir.
- Frávik, kvartanir, innköllun og tilkynningaskylda.
- Ábyrgð starfsfólks, þjálfun og færni.
- Verktakar.
Lögð er áhersla á að aðlaga námskeiðið að þörfum viðkomandi fyrirtækis og að allir starfsmenn séu virkir þátttakendur í námskeiðinu.
Lengd námskeiðs: 4 klst.
Nánari upplýsingar: namskeid@syni.is
Saltfiskur – gæði, nýting og notkun hjálparefna
1. hluti
- Íblöndunarefni
- salt og fosföt
- samsetning, eiginleikar og virkni
- Fiskur – uppbygging
- Geymsluþol saltfisks – vatnstap
- Frá veiðum til vinnslu
- meðferð hráefnis
- vinnsluferlar-hvað skiptir máli ?
2. hluti
- Frá veiðum til vinnslu
- Þrif á tækjabúnaði
- Pökkun og merkingar
- Geymsla og flutningar
- Skynmat – bóklegt og verklegt
- Hitamælar, pækilmælar, sýrustigsmælar og vogir- verklegt og bóklegt
Lengd námskeiðs: 2×4 klst.
Nánari upplýsingar: namskeid@syni.is
Mörg fyrirtæki á Íslandi starfsrækja innra eftirlitskerfi en veigamikill þáttur í slíku kerfi eru innri úttektirnar. Á námskeiðinu verður rætt um innri úttektir í víðu samhengi m.a. úttektir og sannprófun á virkni forvarna og HACCP kerfis. Á námskeiðinu verður lögð áhersla á verkefnavinnu þar sem þátttakendur geta m.a. koma með skjöl úr eigin gæðakerfi t.d. vöktunar- og sýnatökuáætlun og unnið með þau undir leiðsögn fyrirlesara. Með því móti geta þátttakendur hámarkað skilvirkni og árangur námskeiðsins.
Á námskeiðinu verður farið í m.a. eftirfarandi atriði:
• Sannprófun, innri úttektir – aðferðafræði
• Úttektaáætlun
• Undirbúningur og framkvæmd úttekta – gerð gátlista
• Undirbúningur og framkvæmd sannprófunar – sýnatökur og prófanir
• Niðurstöður, úrbætur og eftirfylgni.
Lengd námskeiðs 6 klst.
Nánari upplýsingar: namskeid@syni.is
Til að tryggja öryggi matvæla er mikilvægt að þrif séu góð á tækjum, vélum og húsnæði. Við hönnun, endurbætur og viðgerðir er hægt að auðvelda þrifin til muna með því að nota rétt efni og bestu mögulegu útfærslu í sambandi við hönnun og endurbætur.
Efni námskeiðs:
- Örstutt örverufræði. – Hvað eru örverur, hvernig berast þær – áhrif hitastigs á vöxt. Sjúkdómsvaldandi örverur. Þrif og sótthreinsun í matvælafyrirtækjum – bíófilmur
- HACCP- gæðakerfið og hættugreiningar. Hvað er HACCP – Hvernig tengist viðhald og hönnun húsnæðis gæðakerfi og hættugreiningu.
- Hvað þarf að hafa í huga við hönnun húsnæðis. “Hreint og óhreint” svæði – Hvaða kröfur eru gerðar skv. reglugerðum.
- Efnisval – hvaða efni er best að nota – Ódýrasta leiðin er stundum sú dýrasta þegar upp er staðið
- Veggir – gólf – loft – lagnir – tæki – vélar
- Góð hönnun / Gott verklag – Ýmis dæmi tekin varðandi góða og slæma hönnun /verklag.
Námskeið fyrir alla sem koma nálægt hönnun, viðhaldi, skipulagningu og endurbótum á húsnæði fyrir matvælafyrirtæki.
Til að tryggja öryggi matvæla er mikilvægt að þrif séu góð á tækjum, vélum og húsnæði. Við hönnun, endurbætur og viðgerðir er hægt að auðvelda þrifin til muna með því að nota rétt efni og bestu mögulegu útfærslu í sambandi við hönnun og endurbætur.
Efni námskeiðs:
- Örstutt örverufræði. – Hvað eru örverur, hvernig berast þær – áhrif hitastigs á vöxt. Sjúkdómsvaldandi örverur. Þrif og sótthreinsun í matvælafyrirtækjum – bíófilmur
- HACCP- gæðakerfið og hættugreiningar. Hvað er HACCP – Hvernig tengist viðhald og hönnun húsnæðis gæðakerfi og hættugreiningu.
- Hvað þarf að hafa í huga við hönnun húsnæðis. “Hreint og óhreint” svæði – Hvaða kröfur eru gerðar skv. reglugerðum.
- Efnisval – hvaða efni er best að nota – Ódýrasta leiðin stundum sú dýrasta þegar upp er staðið
- Veggir – gólf – loft – lagnir – tæki – vélar
- Góð hönnun/Gott verklag – Ýmis dæmi tekin varðandi góða og slæma hönnun/verklag.
Lengd námskeiðs:
Nánari upplýsingar: namskeid@syni.is
Það sem þú þarft að vita um örverur ef þú vinnur með matvæli.
Með auknum kröfum reglugerða og kaupenda um örugg matvæli þurfa matvælaframleiðendur meiri upplýsingar og þekkingu um örverufræði matvæla. Um er að ræða hagnýtt námskeið þar sem áhersla er lögð á að þátttakendur bæti skilning sinn og geti nýtt þekkingu sína m.a. til að:
- Þekkja reglugerðir og leiðbeiningar fyrir örverufræðileg viðmið
- Gera sýnatökuáætlanir og meta hvað þarf að mæla
- Meta örverufræðilegar hættur í vinnsluferli við gerð hættugreiningar og áhættumats
- Geta ákvarðað örverumælingar til að sannprófa hættugreiningu eða geymsluþol vöru
Efni námskeiðs:
- Örverufræði matvæla – Grunnþekking. Hvaðan koma örverurnar? Helstu örverur sem hafa áhrif á gæði og öryggi matvæla. Hvernig hindrum við að þær komist í matvælin og nái að fjölga sér þar? Matarsjúkdómar.
- Örverufræði matvælaflokka. Notagildi örvera í matvælaiðnaði.
- Opinberar kröfur. Reglugerðir og leiðbeiningar fyrir örverufræðileg viðmið.
- Sýnatökur og sýnatökuáætlanir. Hreinlætisúttektir. Geymsluþolsmælingar
- Hættugreining og örverufræði. Kynning á hitastigs- og tímatöflum
- Verkefni
Lengd námskeiðs: 2 x 6 klst.
Nánari upplýsingar: namskeid@syni.is