Námið er ætlað starfsfólki í matvælafyrirtækjum sem vill fá aukna þekkingu um gæði og gæðamál og verða þannig betur í stakk búið til að takast á við verkefni tengdum gæðamálum og stjórnun. Gert er ráð fyrir að fyrst sé lokið Grunnnámi fyrir matvælavinnslur og fyrri hluta um Gæðastjórnun í matvælafyrirtækjum (sjá lýsingu). Hér má sjá lýsingu á seinni hluta námsins um Gæðastjórnun í matvælafyrirtækjum (samtals 60 kennslustundir).
