Sýni býður upp á 120 kennslustunda nám um gæðastjórnun í matvælafyrirtækjum. Námið er tvískipt þar sem fyrri hlutinn fjallar um HACCP gæðakerfið og innri úttektir, en í seinni hlutanum er fjallað um gæðastjórnun í víðara samhengi í tenglum við verkefna- og mannauðsstjórnun. Námið er ætlað starfsfólki í matvælafyrirtækjum sem vill fá aukna þekkingu um gæði og gæðamál og verða þannig betur í stakk búið til að takast á við verkefni tengdum gæðamálum og stjórnun. Gert er ráð fyrir að fyrst sé lokið Grunnnámi fyrir matvælavinnslur (sjá lýsingu) eða öðru sambærilegu áður en framhald er tekið um gæðastjórnun í matvælafyrirtækjum. Hér má sjá lýsingu á fyrri hluta námsins (samtals 60 kennslustundir).
44 kennslustundir
Farið er yfir skilgreiningar sem tengjast HACCP/GHMSS gæðakerfinu. Þá er nemendum kennt hverning HACCP hópur er settur saman og hvað aðferðafræði er notuð við að gera vörulýsingar og flæðirit. Farið er yfir allar mögulegar forvarnir/fyrirbyggjandi aðgerðir sem nauðsynlegt er að koma á í fyrirtækjum sem framleiða og meðhöndla matvæli. Kennt er hvernig skrifa á verklagsreglur um forvarnir og hvernig þær eru innleiddar í fyrirtækinu. Farið er í hættugreiningu og hvernig hættugreining og greiningatré eru notuð til að finna mikilvæga stýristaði. Þá er farið í eftirlitsstaði, vöktun, vikmörk- /viðmið-unarmörk, skráningar og úrbætur og nemendum kennt að setja upp vöktunar- og sýnaökuáætlun. Farið er í uppbyggingu gæðahandbóka og gerð verklagsregna og vinnulýsinga sem tengjast gæðakerfinu.
Nemendur setja upp HACCP kerfi fyrir ákveðið matvælafyrirtæki eða deild.
8 klukkustundir
Helstu hættur (líffræðilegar, efnafræðilegar, eðlisfræðilegar) sem tengjast ræktun, eldi, framleiðslu, flutningum og framreiðslu matvæla kynntar fyrir nemendum. Þá er farið er yfir ýmis efni, s.s. varnarefni sem notuð eru við ræktun og eldi. Helstu aðskotaefni sem geta borist í matvæli skilgreind og farið yfir mælingar og vöktun á slíkum efnum. Rætt um náttúruleg eiturefni sem geta valdið sjúkdómum í mönnum. Talað verður um sjúkdómsvaldandi örverur, veirur, snýkjudýr, smitleiðir og uppruna. Rætt um mun á hættum og gæðaþáttum.
8 kennslustundir
Farið er yfir skilgreiningar sem tengjast innri úttektum. Gerð úttektaráætlunar fyrir úttekt á gæðakerfi matvælafyrirtækis. Farið er yfir hvernig úttektin er undirbúin með gerð spurningalista og hvernig innri úttekt er framkvæmd. Þá er farið yfir hvernig niðurstöður innri úttektar eru skráðar og þeim fylgt eftir með úrbótum og endurúttek