Námskeið tengd heilsu og öryggi

Í þessum flokki er að finna námskeið sem tengjast heilsu og öryggi starfsfólks á vinnustöðum. Námskeiðin eru ýmist auglýst opin öllum eða eru sérsniðin fyrir hvert og eitt fyrirtæki.

Námskeið fyrir starfsmannahópa, saumaklúbba, einstaklinga og alla þá sem áhuga hafa á góðum mat.

Á námskeiðinu er farið í eftirfarandi:

 • Matur og áhrif á heilsuna, orkuþörf og næringargildi
 • Samsetning máltíða. Notkun á kjöti, fiski, grænmeti, baunum, hnetum, kolvetnum og góðum kryddum.
 • Hugafar og áhrif þess á það hvað við borðum
 • Hvernig eldum við hollan, en jafnframt bragðgóðan mat

Á námskeiðinu er lögð áhersla á breytt hugarfar, nýjar venjur og spennandi eldamennsku

Ýmislegt spennandi verður til sýnis og smökkunar.

Lengd námskeiðs: 3 klst.

Nánari upplýsingar: namskeid@syni.is

Á námskeiðinu verður rætt um þá þætti sem hafa áhrif á úthald og vellíðan í gönguferðum.

Þá verður sérstaklega talað um næringu og skynsamlegt mataræði.

Gefnar verða hugmyndir af matarpökkum fyrir göngur og uppskriftir af þurrmat, m.a. mexíkóskum og indverskum réttum.

Þá verður farið í mikilvægi vatnsdrykkju og vökvainntöku á göngu og tilgangi orkudrykkja.

Ýmislegt spennandi verður til smökkunar og skoðunar.

 • Kjúklingabaunasúpa með reyktu kjöti, tómötum og spínati
 • Karrísúpa með ávaxtasafa og kjúklingi
 • Frönsk súpa með pistou kryddolíu
 • Grænmetis-og pastasúpa
 • Íslensk kjötsúpa með kryddjurtum og bankabyggi
 • Kraftmikil linsubaunasúpa
 • Grænmetissúpa úr bökuðu rótargrænmeti
 • Súpa með fennel, tómat og fisk
 • Fiskisúpan hennar Siggu á alþingi
 • Kremuð brokkolísúpa

…. og jafnvel nokkrar fleiri

Lengd námskeiðs: 3 klst.

Nánari upplýsingar: namskeid@syni.is

Námskeiðið er ætlað starfsfólki matvælafyrirtækja. Námskeiðið nýtist best ef allir starfsmenn fyrirtækisins eða ákveðinna deilda innan fyrirtækisins koma saman á námskeiðið. Í lok námskeiðsins setja starfsmenn sér sameiginleg markmið.

 Lýsing:

 • Hugarfar – viðmót – samvinna –
 • Gæði og öryggi – Ábyrgð allra starfsmanna.
 • Framleiðsluferillinn – helstu áhættuþættir – fyrirbyggjandi aðgerðir
 • Óreiða eða allt á sínum stað
 • 5s – kerfið – úttekt á eigin umhverfi – leiðir til úrbóta
 • Markmið – breytt og betra vinnuumhverfi

Hugarfar allra starfsmanna getur haft mikil áhrif á hvernig til tekst við að framleiða örugga og góða vöru. Farið verður yfir framleiðsluferil í viðkomandi vinnslum og helstu áhættuþætti. 5 s kerfið er kynnt til sögunnar og aðferðafræðin notuð til að taka út eigið vinnusvæði.

Námskeiðið byggir á fyrirlestrum og verkefnavinnu

Nánari upplýsingar: namskeid@syni.is

Námskeið fyrir iðkendur, þjálfara og foreldra.

Við fjöllum á skemmtilegan og öfgalausan hátt um:

Matur – Áhrif á úthald og velliðan við æfingar, í keppnum og á mótum.
Hvernig hlöðum við “tankana” fyrir mikilvæg átök ?
Mikilvægi vatnsdrykkju, hvað eigum við að drekka mikið og hversvegna?
Til hvers 5 skammta af ávöxtum og grænmeti á dag og hvernig förum við að því?
Gleði og jákvæðni – áhrif á velgengni

Námskeiðið byggir á stuttum fyrirlestri, leikjum og hvatningu.

Nánari upplýsingar: namskeid@syni.is

Fyrirspurn um námskeið

Önnur námskeið