Námskeið tengd matargerð

Matvælaskólinn hjá Sýni býður uppá ýmis konar matreiðslunámskeið fyrir almenning og starfsmenn fyrirtækja.

Matreiðslunámskeið fyrir þá sem vilja læra að búa til vegan heimilismat.

Stutt fræðsla um hvað felst í því að vera vegan. Af hverju kjósa sífellt fleiri að draga úr neyslu dýraafurða eða sniðganga þær alveg?

Matseðill námskeiðsins miðar að því að sýna þátttakendum hversu einföld en um leið fjölbreytt vegan matreiðsla getur verið.

 • Matarmikil og kraftmikil, maukuð linsubauna- og grænmetissúpa
 • Heimagerður hummus
 • Indverskur kjúklingabauna- og kartöfluréttur
 • Mexíkóskt burritos með svartbauna- og grænmetisfyllingu
 • Heimagert guacamole
 • Pastaréttur með grænmeti og bulsum í ítalskri tómatsósu
 • Hráfæðissúkkulaðikaka

Í lok námskeiðsins borðum við saman og skiptumst á skoðunum um réttina.

Lengd námskeiðs: 3 klst.

Nánari upplýsingar: matvaelaskolinn@syni.is eða í síma 512-3389.

Námskeið fyrir alla sem hafa áhuga á matargerð

Samsetning súpumáltíða – Hin fullkomna næring

Meðal súpa sem við eldum eru:

 • Kjúklingabaunasúpa með reyktu kjöti, tómötum og spínati
 • Karrísúpa með ávaxtasafa og kjúklingi
 • Frönsk súpa með pistou kryddolíu
 • Grænmetis-og pastasúpa
 • Íslensk kjötsúpa með kryddjurtum og bankabyggi
 • Kraftmikil linsubaunasúpa
 • Grænmetissúpa úr bökuðu rótargrænmeti
 • Súpa með fennel, tómat og fisk
 • Fiskisúpan hennar Siggu á alþingi
 • Kremuð brokkolísúpa

…. og jafnvel nokkrar fleiri

Lengd námskeiðs: 3 klst.

Nánari upplýsingar og skráning: matvaelaskolinn@syni.is eða í síma 512-3389

supur

Námskeið fyrir þá sem vilja læra að elda einfaldan og hollan mat á fljótlegan hátt. Námskeiðið hentar bæði starfsfólki mötuneyta og fólki sem hefur takmarkaðan tíma en vill elda hollan og staðgóðan mat fyrir fjölskylduna.

Efni námskeiðs:

Samsetning máltíða þar sem tekið er tillit til næringargildis, útlits og bragðs.
Aðferðarfræði við að elda allt í einum potti (gastró).
Notkun krydda, kjöts, fisks, bauna, grænmetis og kolvetnagjafa.

Þátttakendur elda nokkra góða rétti, borða saman og skiptast á skoðunum.

 

Lengd námskeiðs: 4 klst.

Nánari upplýsingar og skráning: matvaelaskolinn@syni.is eða í síma 512-3389

 

 

 

 

Stutt og skemmtilegt matreiðslunámskeið fyrir þá sem langar í nýjar hugmyndir fyrir mötuneytið sitt.

Stuttur fyrirlestur um notkun á spennandi kolvetnum (t.d. ýmsar tegundir núðla, quinoa o.fl) og kryddum og kryddjurtum. Síðan matreiðum við, fyllum hlaðborðið með kræsingum og njótum.

Eftirfarandi réttir hafa verið eldaðir á námskeiðinu: 

 • Frittata með grænum steinseljuhjúp
 • Kardimommukjúklingur
 • Fylltir bakaðir tómatar og paprikur
 • Ítalskt salat með hráskinku, mozarella og heitri balsamic dressingu
 • Núðlusalat með kjúklingi og austurlenskri dressingu
 • Salat með nautastrimlum og sesamdressingu
 • Tagliatelle með djúpsteiktu zuccini og parmesandressingu
 • Gazpacho – köld súpa
 • Tandoori masala með kjúklingi, grænmeti og cashew hnetum
 • Gulrótarpilaff og hrísgrjón með ilmandi indverskum kryddum
 • Naan brauð með hvítlauksolíu og kóríander
 • Chili con carne að mexíkóskum hætti
 • Lambakjöt í ratatouille úr sveitum Frakklands
 • Thailensk súpa með núðlum og rækjum
 • Marokkóskur kjúklingaréttur

Endanlegur matseðill fyrir námskeiði hefur ekki verið ákveðinn, vel er tekið í allar óskir.

Lengd námskeiðs: 3 klst.

Nánari upplýsingar og skráning: matvaelaskolinn@syni.is eða í síma 512-3389

 

 

 

 

Fátt er betra en angan af nýbökuðu brauði.

Námskeið um gerbakstur fyrir alla sem hafa áhuga á að baka sín eigin brauð – dags daglega eða til hátíðabrigða.

Bakaðar verða nokkrar mismunandi gerði brauða og á meðan brauðin hefast búum við til sultur, mauk og “chutney” til að borða með ilmandi brauðinu.

Við verklega þáttinn verður fléttað fróðleiksmolum um brauðbakstur s.s.

 • Hvað gerist við brauðbakstur?
 • Hvaða áhrif hafa hin ýmsu hráefni á brauðið?
 • Hvað er súrdeig?
 • Mismunandi leiðir að góðu brauði
 • Hvað er hægt að nota í staðinn fyrir hveiti?
 • Hvernig aukum við hollustu brauða?
 • Hvað getum við notað af íslenskum hráefnum?

Að lokum setjumst við niður og njótum afrakstursins

Lengd námskeiðs: 3,5 klst.

Nánari upplýsingar og skráning: matvaelaskolinn@syni.is eða í síma 512-3389

Námskeið fyrir alla sem hafa áhuga á spennandi matargerð úr íslenskum hráefnum

Á námskeiðinu verður farið yfir hvernig skal tína þörunga, rætt um næringargildi þeirra, meðhöndlun og geymslu. Síðan mega þátttakendur prófa sig áfram með mismunandi matreiðslu. Eldaðir verða nokkrir réttir úr þörugunum og námskeiðinu lýkur svo með sameiginlegu borðhaldi.

 

Leiðbeinandi er Ólöf Hafsteinsdóttir matvælafræðingur en Ólöf hefur langa reynslu af vinnu við þörunga. Hún vann m.a. að verkefnum tengdum útflutningi á þörungum og hefur verið í nánu samstarfi með Rúnari Marvins matargerðarmanni og Karli Gunnarssyni þörungafræðing við þróun rétta úr íslenskum þörungum.

Námskeiðið var ákveðið í framhaldi af verkefni sem Sýni vann með Hollustu úr hafinu.

 

 

 

 

Matreiðslunámskeið fyrir alla áhugasama um góðan og hollan mat
Stutt fræðsla um helstu krydd og hráefni sem notuð eru í indverskri matargerð. Að því loknu eldum við saman dýrindis indverska máltið og borðum saman.

Matseðill námskeiðsins:

 • Grænmetisréttur Tandoori masala með cashew hnetum (Dahl)
 • Kóríander og kókos fiskur í “umslögum”
 • Gulrótar pilaff (Gajar ka pullao)
 • Ekta indversk naanbrauð með möluðum kóríander og hvítlauk
 • Lamb í indverskri kormasósu Kjúklingur tikka masala með tzatziki sósu
 • Berja Lassi

 

Lengd námskeiðs: 3 klst.

Nánari upplýsingar og skráning: matvaelaskolinn@syni.is eða í síma 512-3389

 

Matreiðslunámskeið fyrir alla áhugasama um góðan og hollan mat

Stutt fræðsla um hin ýmsu hráefni og krydd sem eru nauðsynleg við matargerð s.s. grænmeti, hrein krydd, baunir, linsur, hnetur, kryddjurtir, fisk og kjöt.
Síðan eldum við saman nokkra vel valda rétti.

Meðal rétta sem eldaðir verða á námskeiðinu:

 • Lúxus lasagne
 • Smjörbaunasalat með salami, grænmeti og kryddjurtum
 • Tandoori masala með kjúklingi, baunum og hnetum
 • Fiskur á kartöflubeði með sveppaspínatsósu og steinseljubrauðhjúp
 • Kúskús salat frá Miðjarðarhafinu með kjúklingabaunum og fetaosti
 • Ofnbakaður fiskur með fennel, tómötum og nýmöluðum kryddum
 • Chilli con carne
 • Lambakjöt í ratatouille sósu
 • Grænmetis moussaka
 • Marokkóskur kjúklingur – Chermoula

 

Við endum námskeiðið á því að smakka á réttunum og skiptast á skoðunum

Lengd námskeiðs: 3 klst.

Nánari upplýsingar og skráning: matvaelaskolinn@syni.is eða í síma 512-3389

 

 

 

 

Matreiðslunámskeið fyrir alla sem vilja læra að elda hollan og spennandi mat fyrir alla fjölskylduna

Við notum hráefni eins og kjúkling, fisk og kjöt sem við drýgjum með baunum, linsum, grænmeti af öllu tagi, grófum kolvetnum og spennandi kryddum og kryddjurtum.

Meðal rétta sem eldaðir verða á námskeiðinu:

 • Flottar súpur úr maukuðu grænmeti og meiriháttar kryddum
 • Skyndibitar eins og pizzur og fajitas – jammí
 • Ilmandi karríréttir – fiskur, kjúklingur, grænmeti, baunir, hnetur, linsur…. og svo lærum við að baka naanbrauð með.
 • Kjötbollur með ítalskri tómat-basil sósu

 

Í lok námskeiðsins snæðum við saman og skiptumst á skoðunum um réttina.

Lengd námskeiðs: 3 klst.

Nánari upplýsingar og skráning: matvaelaskolinn@syni.is eða í síma 512-3389

 

 

 

 

Unnar kjötvörur geta líka verið hollar.

Námskeið ætlað kjötiðnaðarmönnum og matreiðslumönnum.

Efni námskeiðs:

 • Ráðleggingar um mataræði, minni fita, minna salt, aukið hlutfall af ómettaðri fitu, meiri trefjar
 • Hvað þýða þessar ráðleggingar í reynd?
 • Ýmis hráefni skoðuð, baunir, kornvörur og krydd – kynning á innihaldi og notkun
 • Unnin íblöngunarefni – viðbætt hollustuefni í kjötvörum – innihald og notkun
 • Val hráefna, samsetning máltíða – uppskriftir
 • Næringargildisútreikningar – notkun gagnagrunna – helstu vandamál
 • Umbúðamerkingar – notkun fullyrðinga
 • Grunnuppskrift prófuð með ýmsum hráefnum/innihaldsefnum í stað fitu
 • Skynmat – hvernig notum við það? Smökkun og samanburður á réttum

 

Nánari upplýsingar og skráning: matvaelaskolinn@syni.is eða í síma 512-3389

Námskeið fyrir starfsfólk mötuneyta, matráða, kokka og aðra sem hafa áhuga á matargerð

Námskeiðið er alls 9 klst. og skiptist í tvo hluta:

Fyrri dagur:

 • Fjölbreytt mataræði – Hvernig náum við því ?
 • Gerð matseðla – vinnulýsing og púsluspil
 • Hjálpartæki eldhússlífsins
 • Heitar sósur, kaldar sósur og salatsósur
 • Krydd, kryddblöndur og kryddjurtir
 • Sósugerð og smökkun – verklegt
 • Kolvetni – mikilvægasti orkugjafinn
 • Baunir – til að drýgja og auka næringargildið
 • Grænmeti og ávextir – framboð, hollusta og notkun.

 

Seinni dagur:

 • Léttir réttir úr grænmeti, baunum, kolvetnum og kryddum – verklegt
 • Allt í einum potti/gastró matreiðsla – Helstu ráð
 • Matarmikil salöt, súpur og ofnréttir – verklegt
 • Umræður, spurningar og uppskriftamiðlun

 

Nánari upplýsingar og skráning: matvaelaskolinn@syni.is eða í síma 512-3389

Matreiðslunámskeið fyrir alla áhugasama um góðan og hollan mat.

Stutt fræðsla um ítalska matseðilinn:   Hvernig ræktum við basiliku? eða sjóðum pasta?  Tómatar í allri sinni dýrð. Hvað er ragú og hvernig búum við til mjúkt rísotto?

 

Matseðill námskeiðsins er undir áhrifum matreiðslubókanna jamie´s italy eftir Jamie Oliver og The italian country table

 • Tomat-mozzarella salat með furuhnetum og basil  (Insalata di Pomodori e Mozzarella)
 • Parma salat með heitri balsamik dressingu  (Insalata di Parma e Balsamico)
 • Ekta ítölsk Ribollita
 • Föstudagspasta  (Spaghetti del Venerdi Sera)
 • Ristotto með sveppum og steinselju  (Risotto ai funghi e prezzemolo)
 • Ragú frá sveitahéruðum ítalíu

Í lok námskeiðsins snæðum við saman og skiptumst á skoðunum um réttina.

 

Lengd námskeiðs: 3 klst.

Nánari upplýsingar og skráning: matvaelaskolinn@syni.is eða í síma 512-3389

6 tíma matreiðslunámskeið fyrir starfsfólk mötuneyta og þá sem starfa í eldhúsum.

Efni námskeiðs:

Dagur 1:

 • Hvað er gott að borða fyrir kynslóð framtíðarinnar?
 • Fróðleikur um ýmis spennandi hráefni og krydd – mikið lagt upp úr notkun á grófum kolvetnum og linsum sem bæði eru ódýr og virkilega holl
 • Matargerð – súpur, léttir réttir og sósur
 • Borðhald og umræður

Dagur 2:

 • Salatbarir og salöt
 • Matargerð – fiskur, kjöt og grænmetisréttir
 • Borðhald og umræður

 

Dæmi um rétti sem búnir verða til  í matargerðinni:

 • Hakkréttir af ýmsu tagi með linsubaunum, grænmeti og svolítið framandi kryddum. Mexíkóskir réttir sem krakkarnir elska.
 • Sveitabaka með gulu þaki.
 • Kássa eins og börnin í Norður afríku borða…með kanil.
 • Pizzafiskur, Hrísgrjónafiskréttur með appelsínukarrísósu.
 • Spennandi súpur með grófum núðlum, grænmeti og kjöti.
 • Kaldar sósur úr ab mjólk.

 

Nánari upplýsingar og skráning: matvaelaskolinn@syni.is eða í síma 512-3389

 

 

 

 

„Fyrir fertugsafmælið eða fermingarveisluna“.  3 tíma matreiðslunámskeið fyrir þá sem vilja töfra fram flotta og bragðgóða veislu. Farið er yfir helstu hráefni sem notuð eru í mexíkóskri matargerð og síðan eru eldaðir nokkrir spennandi réttir:

 • Quesedillas bakað frá grunni
 • Kartöflur með chilli, cummin, kóríander og fennel
 • Allt öðruvísi rækjusalat
 •  Saltfiskréttur borðaður á jóladag í Mexíkó
 •  Mexíkóskar kjötbollur (albondigas) með heitri chillisósu
 •  Burritos með kjúklingi og hrísgrjónum
 •  Fajitas með nautastrimlum, langskornu grænmeti og ekta salsasósu

Matreiðslunámskeið fyrir alla áhugasama um framandi, góðan og hollan mat.

Stutt fræðsla um helstu krydd og hráefni sem notuð eru í Norður Afrískri matargerð.

Að því loknu eldum við saman dýrindis Norður Afríska máltíð og borðum saman.

Matseðill námskeiðsins

 • Grænmetisréttur með saffrani og Harissa
 • Marínerað kúskússalat að hætti Jamie Oliver
 • Þorskhnakkar með sítrónu cherumoula
 • Flatbrauð frá norður afríku
 • Lambakjöt með kanil og apríkósum
 • Gulrætur með cummin og cilantró
 • Kjúklinga tagine
 • Laufléttur eftirréttur á norður afríska vísu

Lengd námskeiðs: 3 klst.

Nánari upplýsingar og skráning: matvaelaskolinn@syni.is eða í síma 512-3389

 

Matvælaskólinn hjá Sýni ætlar að halda utan um samstarfsvettvang starfsfólks í litlum og stórum mötuneytum. Tilgangurinn er að starfsfólkið geti komið saman, miðlað af reynslu og þekkingu, fengið ábendingar varðandi innkaup, matseðla, uppskriftir og námskeið í boði. Fundirnir byrja með stuttum fræðslufyrirlestrum um mismunandi efni en síðan verða umræður og skipst á reynslu, upplýsingum og uppskriftum. Miðað er við að hópurinn hittist alls 4 sinnum.

 

 

 

 

Fyrirspurn um námskeið

Önnur námskeið