Námskeið fyrir þá sem hafa góða reynslu og þekkingu á gæðamálum/HACCP og örverufræði matvæla (t.d. ábyrgðamenn HACCP kerfa og lykilstjórnendur) og vilja ná aukinni færni í HACCP, m.a. vegna krafa í Alþjóðlegum matvælastöðlum.
Áhersla er lögð á að þátttakendur fái dýpri skilning á HACCP og geti sett upp og innleitt það í sínum fyrirtækjum. Mikið er lagt upp úr verkefnavinnu. Þátttakendur vinna m.a. verkefni úr eigin gæðakerfum.
Efni námskeiðs:
Stutt kynning á kröfum í matvælaöryggisstöðlum og reglugerðum.
Skuldbinding stjórnenda og matvælaöryggismenning.
Innleiðing matvælaöryggismenningar og markmiðasetning.
Hættur í matvæla- og fóðuriðnaði; örverufræðilegar, efnafræðilegar og eðlisfræðilegar hættur. Ofnæmisvaldar, matvælasvik og matvælaskemmdarverk.
Áhættumat og hættugreining.
Forvarnir og mikilvægi þeirra; birgjasamþykktir, skipulag (layout), viðhald, hreinlæti, birgjasamþykktir, þjálfun, persónulegt hreinlæti.
12 þrep Codex reglna um HACCP
- HACCP hópur: Hvert er hlutverk hans og hvernig er besta að halda utan um vinnu HACCP hóps eða gæðaráðs? – Verkefna- og fundargerðarlistar til að halda vinnu HACCP hóps lifandi.
- Vörulýsingar: Hvað eru vörulýsingar? Hvað eru datablöð, upplýsingablöð, tæknileg datablöð, specification og hver er munurinn á þessum hugtökum? Hvað þarf að koma fram í vörulýsingum (product description)?
- Flæðirit: Hvað þarf að koma fram á flæðiritum? Hvernig eru flæðirit sett upp; flæði hráefna, inntök og úrtök? Tenging milli flæðirita þegar um er að ræða „flóknar“ vinnslur.
- Hættugreining og aðferðarfræði.
- Mikilvægir stýristaðir (MSS=CCP). HACCP plan.
- Stýristaðir, vöktun, vikmörk, úrbætur, sannprófun og skráningar.
- Vöktunar- og sýnatökuáætlun.
VACCP (matvælasvindl) og TACCP (matvælaskemmdarverk).
Frávika- og úrbótaskráningar.
Sannprófun og innri úttektir.
Rekjanleiki.
Stutt upprifjun og próf í lok námskeiðs.
10 verkefni verða unnin á námskeiðinu.
Tími: 17.-19. og 24.-25. mars 2025 kl. 9-15:30
Staður: Fjarnámskeið (Teams)
Verð: 190.000 kr.- *
- Munið eftir styrkjunum úr fræðslusjóðum verkalýðsfélaganna!!
* Tilkynna þarf forföll a.m.k. 2 virkum dögum fyrir námskeið á netfangið namskeid@syni.is. Berist afskráning of seint eða alls ekki áskilur Sýni sér rétt til að innheimta námskeiðsgjöld að fullu. Ef ekki næst lágmarks þátttaka á námskeiðið áskilur Sýni sér þann rétt að fresta eða aflýsa námskeiðinu með minnst sólarhrings fyrirvara.