Heildarlausnir í gæðamálum
Gæði og öryggi
alla leið
• Ráðgjöf • Námskeið • Örveru- og efnagreiningar
Ýmis ráðgjöf og fræðsla sem tengist starfsemi fyrirtækja í matvælaiðnaði með sérstakri áherslu á gæðamál og tæknilegar úrlausnir vandamála.
Almenn og sérsniðin námskeið fyrir starfsfólk fyrirtækja í matvælaiðnaði. Námsefni, verkefni og kennsla í höndum ráðgjafa Sýnis.
Við starfrækjum einu einkareknu prófunarstofuna á sínu sviði sem fengið hefur faggildingu fyrir algengustu efna- og örveruprófanir.
Umsagnir
Námskeið - Örverufræði matvæla, smitvarnir, sýnatökur og túlkun - Nóvember 2022
„Mæli hiklaust með þessu námskeiði fyrir þá sem starfa við gæðamál eða eftirlit í matvælafyrirtækjum. Gott skipulag á umfangsmiklu efni.“
Námskeið - Sannprófun - Innri úttektir - Október 2023
„Mjög flott námskeið þar sem farið er yfir allar hliðar á Sannprófun. Mjög vel fram sett og gott að fá heimaverkefni og fá yfirferð og ábendingar hvað mætti betur fara. Einnig gaman að sjá hvernig önnur fyrirtæki gera hlutina“
Námskeið - Matvælaöryggismenning - Mars 2023
„Mjög flott og vel skilað námskeið eins og þeim hjá Sýni er von og vísa. Mjög faglegt og vel að öllu staðið. Ánægð með að hægt var að sitja námskeiðið á Teams, sparar mikinn tíma og ferðalög. “
Námskeið - Matvælasvindl og skemmdarverk (VACCP/TACCP) - September 2023
„Mjög gott og gagnlegt námskeið og líka sem upprifjun og "refreshment" á málefninu. “
Námskeið - Örverufræði matvæla, smitvarnir, sýnatökur og túlkun - Nóvember 2022
„Mæli hiklaust með þessu námskeiði fyrir þá sem starfa við gæðamál eða eftirlit í matvælafyrirtækjum. Gott skipulag á umfangsmiklu efni.“
Námskeið - HACCP 4 - Maí 2022
„Þetta námskeið er nauðsynlegt til að auka skilning manns á áhættum í matvælavinnslu. Og mjög fróðlegt að sjá hvernig aðrir túlka sama vandamálið og leysa úr því“
Námskeið - HACCP 3 - Gæði og öryggi alla leið - Febrúar 2021
„Mjög gott námskeið þar sem farið er yfir helstu atriði er varða HACCP, þær kröfur sem eiga við og hvar má nálgast stoðgögn.“
Námskeið - Örverufræði matvæla, smitvarnir, sýnatökur og túlkun - Nóvember 2022
„Fræðandi og nytsamlegt námskeið, farið yfir og prófað að meta örverhættu í matvælum, mikið af góðum upplýsingum, gögnum og leiðbeint á helstu tengla fyrir lög og reglugerðir til að nota í praksís.“
Námskeið - HACCP 3 - Gæði og öryggi alla leið - Maí 2022
„Gott námskeið fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í HACCP teymum. Upplýsandi og mikil þekking kennara“
Námskeið - BRC staðallinn – Október 2020
„Virkilega fræðandi og gagnlegt og góð viðbrögð við sértækum fyrirspurnum þátttakenda“
Telma KristinsdóttirGæðastjóri hjá Ora
Námskeið- BRC staðallinn – Október 2020
„Skemmtilegt og greinagott námskeið sem gefur góða innsýn í BRC staðalinn“
Karl I. TorfasonBúlandstindur
Námskeið - BRC staðallinn – Október 2020
„Námskeiðið var krefjandi, en um leið gagnlegt og góður undirbúningur fyrir komandi úttekt BRC“
Jón Örn StefánssonGæðastjóri hjá Dögun
Námskeið - Matvælasvindl og skemmdarverk – Nóvember 2020
„Mjög skemmtilegt og fróðlegt námskeið sem á eftir að nýtast okkur vel“
Elva BjörkEsja Gæðafæði
Námskeið - Matvælasvindl og skemmdarverk – Nóvember 2020
„Mér fannst námskeiðið vera mjög áhugavert í heild sinni. Mjög gott að fá innsýn frá öðrum hvað er verið að gera. Góðar og gagnlegar umræður og verkefnavinna. Takk fyrir mig 🙂 “
Kristín Gyða ÁrmannsdóttirSkinney Þinganes
Námskeið - Matvælasvindl og skemmdarverk – Nóvember 2020
„Áhugavert og gagnlegt námskeið sem nýtist vel þeim aðilum sem þurfa að vinna með áhættugreiningu matvæla m.t.t. matvælasvindls og -skemmdarverka“
Margrét Eva ÁsgeirsdóttirKaupfélag Skagfirðinga
Námskeið - Matvælasvindl og skemmdarverk – Nóvember 2020
„Ég gef námskeiðinu bestu einkunn, nýtt efni fyrir marga og frábært að eiga kost á því að fá slíkt námskeið hérlendis. Góð þekking námskeiðshaldara og framsetning. Passleg lengd á námskeiði“
Bára Eyfjörð HeimisdóttirNorðlenska
„Ég er búinn að vinna lengi í kjötiðnaði og alls staðar hef ég lagt til að Sýni kæmi að uppsetningu innraeftirlits, gæðamála og þrifaáætlana. Sýni hefur eiginlega fylgt mér frá stofnun fyrirtækissins, inn á mína vinnustaði í ráðgjöf og eftirliti ýmiskonar.
Frábært starfsfólk með mikla þekkingu og reynslu. Það að hefur verið frábært að starfa með ykkur og vonandi vinnum við saman áfram.“
Sigmundur G. SigurjónssonKjötiðnaðarmeistari
Námskeið - HACCP - Innri úttektir
„Það var samdóma álit allra sem voru á námskeiðunum hjá þér síðustu tvo daga að námskeiðið hefði verið mjög gott í alla staði og muni nýtast okkur vel“
Helga VilborgGæðastjóri hjá Skinney Þinganes hf.
„Ég undirrituð, ásamt þrem samstarfskonum mínum, hef í starfi mínu sem heimilisfræðikennar tvisvar sótt matreiðslunámskeið hjá Sýni í mínu starfi. Ég vil fá að koma því á framfæri hversu ánægðar við erum með þessi námskeið. Þarna fengum við mjög góða fræðslu um matreiðslu og næringarfræði ásamt því sem við elduðum saman máltíð sem samanstóð af nokkrum réttum sem allir höfðu það sameiginlegt að vera hollir og næringaríkir ásamt því að vera mjög góðir. Það var mjög gaman að fá að prófa sig áfram í eldhúsinu hjá Sýni undir leiðsögn námskeiðishaldara og sérstaklega gaman að fá að vera saman að útbúa þessa rétti sem við svo borðuðum saman í hádeginu. Fyrir utan fræðsluna var þetta skemmtilegt hópefli. Flest allar þær uppskriftir sem við höfum fengið á þessum námskeiðum höfum við getað nýtt í okkar starfi og að fá leiðsögn við að elda þá var mjög gagnlegt.“
Sigríður Björk KristinsdóttirGrunnskólakennari, Heiðarskóla Hvalfjarðarsveit
Previous
Next
Atburðir
01/12/2023 – 31/12/2024 NÝTT: HACCP Grunnnámskeið – Rafrænt | |
18/09/2024 Námskeið – Matvælaöryggismenning – Fókusinn á fólkinu! – Fjarnámskeið (Teams) | |
25/09/2024 – 26/09/2024 Námskeið – Matvælasvindl og skemmdarverk (VACCP/ TACCP) – Fjarnámskeið (Teams) | |
16/10/2024 – 17/10/2024 Námskeið – HACCP 2 – Gæði og öryggi við meðferð matvæla – Stað- og fjarnámskeið (Teams) | |
29/10/2024 Námskeið – Sannprófun – Innri úttektir – Fjarnámskeið (Teams) | |
11/11/2024 – 19/11/2024 Námskeið – HACCP 4 – Stjórnun HACCP kerfis – Stað- og fjarnámskeið (Teams) | |
25/11/2024 – 26/11/2024 Námskeið – Örverur, smitvarnir, sýnatökur og túlkun – Stað- og fjarnámskeið (Teams) | |
09/12/2024 – 12/12/2024 HACCP námskeið fyrir starfsfólk Heilbrigðiseftirlita |