Það sem þú þarft að vita um örverufræði ef þú vinnur með matvæli
Með auknum kröfum reglugerða og kaupenda um örugg matvæli þurfa matvælaframleiðendur meiri upplýsingar og þekkingu um örverufræði matvæla. Um er að ræða hagnýtt námskeið þar sem áhersla er lögð á að þátttakendur bæti skilning sinn og geti nýtt þekkingu sína m.a. til að:
- Þekkja reglugerðir og leiðbeiningar fyrir örverufræðileg viðmið.
- Gera sýnatökuáætlanir og meta hvað þarf að mæla.
- Meta örverufræðilegar hættur í vinnsluferli við gerð hættugreiningar og áhættumats.
- Geta ákvarðað örverumælingar til að sannprófa hættugreiningu eða geymsluþol vöru.
Efni námskeiðs:
- Örverufræði matvæla – Grunnþekking. Hvaðan koma örverurnar? Helstu örverur sem hafa áhrif á gæði og öryggi matvæla. Hvernig hindrum við að þær komist í matvælin og nái að fjölga sér þar? Matarsjúkdómar.
- Örverufræði matvælaflokka. Notagildi örvera í matvælaiðnaði.
- Opinberar kröfur. Reglugerðir og leiðbeiningar fyrir örverufræðileg viðmið.
- Sýnatökur og sýnatökuáætlanir. Hreinlætisúttektir. Geymsluþolsmælingar
- Hættugreining og örverufræði. Kynning á hitastigs- og tímatöflum
- Verkefni
Tími:
25. nóvember 2024 kl.: 10:00-16:00
og 26. nóvember 2024 kl.: 9:00-15:00
Staður: Sýni, Víkurhvarfi 3, 203 Kópavogi og fjarnámskeið (Teams). Hægt er að velja um stað- eða fjarnámskeið.
Verð: 80.000 kr.-*
Minnum á styrki úr fræðslusjóðum verkalýðsfélaganna!
* Tilkynna þarf forföll a.m.k. 2 virkum dögum fyrir námskeið á netfangið namskeid@syni.is Berist afskráning of seint eða alls ekki áskilur Sýni sér rétt til að innheimta námskeiðsgjöld að fullu. Ef ekki næst lágmarks þátttaka á námskeiðið áskilur Sýni sér þann rétt að fresta eða aflýsa námskeiðinu með minnst sólarhrings fyrirvara.