Um Sýni

Fyrirtækið
Sýni ehf. býður upp á ráðgjöf og þjónustu við fyrirtæki í matvælaiðnaðinum. Boðið er upp á örverumælingar, t.d. vegna mats á ferskleika, efnagreiningar vegna krafna um næringargildismerkingar, aðstoð við uppsetningu og viðhald innra eftirlits, hreinlætiseftirlit og ýmis konar fræðslu og námskeið fyrir starfsfólk fyrirtækja í matvælaiðnaði.
Á starfsstöð Sýnis ehf. á Akureyri er starfrækt prófunarstofa fyrir helstu örverumælingar.
Heildarlausnir fyrir matvælafyrirtæki:
- Gæðamál: Uppsetning og uppfærslur á gæðahandbókum, þjálfun og fræðsla fyrir starfsfólk.
- Efna- og örverumælingar: Gæðakröfur, geymsluþol, næringargildi.
- Úttektir á gæðakerfum: BRC, IFFO RS, RFM og MSC í samstarfi við alþjóðlegu vottunarfyrirtækin Sai Global og NSF.
- Úttektir: Hreinlætisúttektir, vörumerkingar, framleiðsluvörur, farmúttektir
- Vöruþróun og meðferð matvæla: Aðstoð við úrlausn tæknilegra vandamála, geymsluþol, nýting o.fl..
- Umhverfismál: Sýnatökur og mælingar á frárennsli og útblæstri, ráðgjöf í samstarfi við Verkís.
- Matvælaskólinn hjá Sýni: Fjölbreytt námskrá um flest sem við kemur matvælum, einnig námskeið fyrir hópa tengd matargerð og hollustu.
Hjá Sýni starfar faglært fólk með háskólapróf í matvælafræði, efnafræði, sjávarútvegsfræði, næringarfræði, líffræði, líftækni og verkefnastjórnun svo eitthvað sé nefnt. Fyrirtækið er í dag einn stærsti einkarekni vinnustaðurinn fyrir háskólamenntað fagfólk í matvælaiðnaði. Í ráðgjöfinni sameinast þekkingin svo allri þeirri reynslu sem byggst hefur upp í fyrirtækinu á þeim rúmlega 30 árum sem það hefur starfað.
Sýni ehf. starfrækir einu einkareknu prófunarstofurnar á þessu sviði sem fengið hafa faggildingu skv. IST EN ISO/IEC 17025 staðlinum fyrir algengustu efna- og örveruprófanir.
Fólkið
Hjá Sýni starfar faglært fólk með háskólapróf í matvælafræði, efnafræði, sjávarútvegsfræði og verkefnastjórnun og er fyrirtækið í dag einn stærsti einkarekni vinnustaður fyrir háskólamenntað fagfólk í matvælaiðnaði. Í ráðgjöfinni sameinast þekkingin svo allri þeirri reynslu sem byggst hefur upp í fyrirtækinu á þeim rúmlega 20 árum sem það hefur starfað.
Sýni ehf. starfrækir einu einkareknu prófunarstofuna á þessu sviði sem fengið hefur faggildingu skv. IST EN ISO/IEC 17025 staðlinum fyrir algengustu efna- og örveruprófanir.
Staðsetning og Opnunartímar
Vikurhvarf 3, 203 Kópavogi
Mán - fös: 08:00 - 16:00
Sími: 512-3380
Furuvellir 1, 600 Akureyri
Mán - fös: 08:00 - 16:00
Sími: 464-3810
Fjáraflanir
Vinsamlegast sendið allar óskir varðandi styrki og fjáraflanir á netfangið syni@syni.is
Viltu vinna hjá okkur
Vinasmlegast sendið atvinnuumsóknir á netfangið atvinna@syni.is