Ráðgjöf

– Heildarlausnir í gæðamálum –
20181105_ernir_MG_7385_fix

Ráðgjöf

Sýni býður upp á margvíslega ráðgjöf og fræðslu þar sem sérstök áhersla er lögð á öryggi og gæði. Sýni hefur verið í fararbroddi við að tengja saman starfsemi á mismunandi stigum matvælakeðjunnar og í tugi ára þjónustað marga aðila innan matvælaiðnaðarins.

Verkefni ráðgjafa eru fjölbreytt. Fyrir utan almenna ráðgjöf varðandi gæði og öryggi þá sinna ráðgjafar Sýnis verkefnum líkt og;

 • Innra eftiriliti og sannprófun gæðakerfa
 • Hreinlætiseftirlit og gæðamat
 • Gæðastjóri að láni
 • Sýnatökur og gerð sýnatökuáætlana
 • Gerð og uppfærsla gæðahandbóka
 • Vöruþróun
 • Merkingar matvæla, útreikningur á næringargildi og innihaldslýsingar
 • Meðferð matvæla og aðstoð við úrlausn tæknilegra vandamála, geymsluþol, nýting o.fl.
 • Úttektir: 3ja aðila-, farm-, birgja- og innri úttektir. GAP / forúttektir m.t.t. ýmiss konar staðla s.s. BRC, IFS, ISO 22000, FSSC 22000, MSC/ASC, FEMAS, Marin Trust og RFM.
 • Úttektir á gæðakerfum: BRC, FEMAS, Marin Trust, MSC/ASC og RFM í samstarfi við alþjóðlegu vottunarstofurnar Intertek/ SAI Global, NSF og Kiwa Agri Food.
 • Sérstök þjónusta við fiskiðnað: Óháðar úttektir og gæðamat á sjávarafurðum, t.d. á rækju, makríl og síld.  Úttektir og mat á birgjum, förmum, mjöli og fóðri.

Í ráðgjöfinni starfa faglærðir matvælafræðingar og sérfræðingar með áratuga reynslu. En margir ráðgjafar Sýnis hafa starfað frá upphafsárum fyrirtækisins en það var stofnað árið 1993.

Ráðgjafavinna krefst mikillar hæfni í verkefnastjórnun og mannlegum samskiptum. Ráðgjafar Sýni hafa náð góðum árangri í að fá fólk til að vinna saman og leysa verkefni og vandamál sem ein heild.

Kröfur til matvælafyrirtækja um úttektir og vottun samkvæmt ýmsum stöðlum eins og BRC, ISO 22000, FSSC 22000, MSC/ASC, RFM, Marin Trust, FEMAS og IFS hafa verið að aukast og hafa ráðgjafar hjá Sýni sérfræðiþekkingu á því sviði bæði sem ráðgjafar og úttektaraðilar.

 

Ráðgjöf

Almenn ráðgjöf varðandi gæði og öryggi

Sýnatökur

Sýni framkvæmir alls kyns sýnatökur, t.d. á hráefnum og afurðum. Ís, vatni og sjó. Umhverfissýnatökur með rodac skálum, svömpum og/eða stroksýnapinnum.

Hreinlætiseftirlit

Sýni hefur um margra ára skeið boðið upp á hreinlætiseftirlit og er með mörg fyrirtæki í ólíkum greinum í föstum viðskiptum.

Merkingar á matvælum

Útreikningar á næringargildi, gerð innihaldslýsinga, yfirlestur á umbúðamerkingum, gerð datablaða/vörulýsingablaða.

Innra eftirlit og sannprófun gæðakerfa

Ráðgjöf og aðstoð við uppsetningu á HACCP matvælaöryggis- og gæðakerfum.

Gæðastjóri að láni

Gæðastjóri að láni til lengri eða skemmri tíma eða aðstoð við gæðastjóra.

Óháðar úttektir og gæðamat

Sýni tekur að sér óháðar úttektir og gæðamat.

Vöruþróun

Grunnurinn að árangri í vöruþróunarverkefnum er að rétta varan sé þróuð og að eiginleikar hennar séu þróaðir í réttri röð á réttum tímapunkti

Hafa samband við:

Ráðgjöf

Add Your Heading Text Here