Ráðgjöf

Ýmis ráðgjöf sem tengist starfsemi fyrirtækja í matvælaiðnaði, með sérstakri áherslu á gæðamál og tæknilegar úrlausnir vandamála
 
20181105_ernir_MG_7385_fix

Ráðgjöf og úttektir

Sýni býður upp á ráðgjöf og úttektir sem tengjast starfsemi fyrirtækja í matvælaiðnaði. Sérstök áhersla er lögð á öryggi og gæði. Sýni hefur verið í fararbroddi við að tengja saman starfsemi á mismunandi stigum matvælakeðjunnar.

Hjá Sýni starfar faglært fólk með háskólapróf í matvælafræði, efnafræði, sjávarútvegsfræði og verkefnastjórnun, svo eitthvað sé nefnt og er fyrirtækið í dag einn stærsti einkarekni vinnustaður fyrir háskólamenntað fagfólk í matvælaiðnaði. Í ráðgjöfinni sameinast þekkingin svo allri þeirri reynslu sem byggst hefur upp í fyrirtækinu á þeim rúmlega 30 árum sem það hefur starfað.

Ráðgjafavinna krefst mikillar hæfni í verkefnastjórnun og mannlegum samskiptum. Ráðgjafar Sýni hafa náð góðum árangri í að fá fólk til að vinna saman og leysa verkefni og “vandamál” sem ein heild.

Kröfur til matvælafyrirtækja um úttektir og vottun samkvæmt ýmsum stöðlum eins og BRC, ISO 22000, MSC, ASC, RFM, IFFO, og IFS hafa verið að aukast og hafa ráðgjafar hjá Sýni sérfræðiþekkingu á því sviði bæði sem ráðgjafar og úttektaraðilarfyir

Innra eftirlit

Sýni sérhæfir sig ráðgjöf og aðstoð við uppsetningu á HACCP gæðakerfum fyrir fyrirtæki í matvælaiðnaði, byggðu á aðferðarfræði Codex Alimentarius.

Sannprófun gæðakerfa

Til þess að innra eftirlitskerfi sé virkt, þarf stöðugt að aðlaga það breyttum aðstæðum.

Hreinlætiseftirlit

Sýni hefur um margra ára skeið boðið upp á hreinlætiseftirlit og er með mörg fyrirtæki í ólíkum greinum í föstum viðskiptum.

Merkingar á matvælum

Helstu verkefni: Útreikningar á næringargildi, Gerð innihaldslýsinga, Yfirlestur á umbúðamerkingum, Gerð data-/vörulýsingablaða

Vöruþróun

Grunnurinn að árangri í vöruþróunarverkefnum er að rétta varan sé þróuð og að eiginleikar hennar séu þróaðir í réttri röð á réttum tímapunkti

Sérstök þjónusta við fiskiðnað

Sýnatökur á hráefnum og afurðum, ís, vatni og sjó. Sjáum einnig um sýnatöku vegna viðmiðunarsýna með Rodac skálum og strokpinnum.

Óháðar úttektir og gæðamat

Sýni tekur að sér óháðar úttektir og gæðamat.

Ráðgjöf og gæðastjóri að láni

Boðið er upp á ýmsa ráðgjöf sem tengjast matvælum.

Hafa samband við:

Ráðgjöf