NÝTT: HACCP Grunnnámskeið – Rafrænt

01/12/2023 - 31/12/2024, 00:00

NÝTT:  HACCP Grunnnámskeið – Rafrænt

Um er að ræða tvær tegundir af u.þ.b. 2 klst. námskeiðum. Annars vegar sem hentar t.a.m. vel fyrir nýliða í matvælafyrirtækjum, mötuneytum, stóreldhúsum og veitingahúsum. Hins vegar sem hentar vel fyrir nýliða í fiskvinnslum og tengdri starfsemi.

Námskeiðið fer alfarið fram rafrænt í gegnum kennsluforritið Learncove.

Námskeiðinu er skipt upp í átta hluta. Hver hluti inniheldur myndbandsfyrirlestur og stutt verkefni sem nemandi þarf að leysa til þess að komast áfram í næsta hluta námskeiðsins. Fyrirlestrarnir eru hver u.þ.b. 7-12 mín. að lengd.

Innifalið í námskeiðsgjaldi er aðgangur að námskeiðinu í sex mánuði. Nemendur geta þannig farið í gegnum námskeiðið á þeim hraða sem hentar hverjum og einum. Hægt er að horfa, hlusta og taka námskeiðið hvar og hvenær sem er og eins oft og viðkomandi kýs.

Námskeiðin eru bæði aðgengileg á íslensku og ensku.

Efni námskeiðsins:

  • Stutt kynning á HACCP.
  • Örverufræði – hegðun og útbreiðsla örvera – matarsjúkdómar og skemmdar örverur.
  • Persónulegt hreinlæti – vinnufatnaður og handþvottur.
  • Hreinlæti og þrif – þrifaáætlanir, þrifaskráningar og sýnataka.
  • Samvinna, ábyrgð og traust.

Verð 23.900 kr.

Innifalið er aðgangur að námskeiðinu í sex mánuði.

Sérstök afsláttarkjör fyrir fjöldaskráningar (10+ einstaklinga).

Skráning hér

Varðandi fyrirspurnir og fjöldaskráningar, vinsamlegast sendið erindi á netfangið namskeid@syni.is.