Fræðslu- og umræðufundur – Tollabandalagið – útflutningur á kjöti

14/03/2022, 09:00 - 12:00

Fræðslu- og umræðufundur – Tollabandalagið – útflutningur á kjöti

Mánudaginn 14. mars n.k. verður haldinn fræðslu- og umræðufundur um útflutning á kjöti og kjötafurðum til Rússlands, Hvíta-Rússlands, Kasakstans, Kirgistans og Armeníu (e. Eurasian Economic Union – EAEU).

Valgerður Lilja Jónsdóttir ráðgjafi hjá Sýni ehf. mun vera með fyrirlestur samkvæmt lýsingu hér að neðan.

Jón Ágúst Gunnlaugsson fagsviðsstjóri hjá Matvælastofnun mun vera með innlegg á fræðslufundinum og svara spurningum sem upp kunna að koma.

Gefin verður út staðfesting á þátttöku að fundinum loknum.

Síðasti dagur skráningar er 10. mars 2022

Efni fundarins:

  • Farið yfir hvaða reglugerðir gilda um innflutning á kjöti og kjötafurðum til aðila í Tollabandalaginu
  • Helstu kröfur sem þarf að hafa í huga þegar verið er að flytja kjöt og kjötafurðir til Tollabandalagsins
  • Farið yfir úttektarlista frá MAST
  • Farið yfir helstu athugasemdir sem gerðar hafa verið í heimsóknum rússneskra úttektaraðila
  • Sýnatökuáætlanir fyrir kjötafurðir
  • Úrbótaáætlanir
  • Umræður

 

Tími: 14. mars 2022, kl 9:00 – 12:00

Staður: Matvælaskólinn hjá Sýni, Víkurhvarf 3, 203 Kópavogur og/eða Teams

Verð:  42.000 kr.- *

 

Skráning

  • Innifalið í verði eru námskeiðsgögn, (léttar veitingar)
  • Munið eftir styrkjunum úr fræðslusjóðum verkalýðsfélaganna!!

 

* Tilkynna þarf forföll a.m.k. 2 virkum dögum fyrir námskeið á netfangið matvaelaskolinn@syni.is. Berist afskráning of seint eða alls ekki áskilur Sýni sér rétt til að innheimta námskeiðsgjöld að fullu. Ef ekki næst lágmarks þátttaka á námskeiðið áskilur Matvælaskólinn sér þann rétt að fresta eða aflýsa námskeiðinu með minnst sólarhrings fyrirvara.