Morgunverðarfundur – Matvælaöryggismenning

04/05/2023, 08:30 - 09:30

Morgunverðarfundur - Matvælaöryggismenning

Sýni býður gæðastjórum og öðrum starfsmönnum sem starfa við gæðamál í matvælaiðnaði á opinn morgunverðarfund í húsakynnum Sýnis að Víkurhvarfi 3, fimmtudaginn 4. maí kl. 08:30.
Markmið fundarins er að stofna samráðshóp gæðastjóra og starfsmanna sem starfa að gæðamálum í matvæliðnaðinum með það að leiðarljósi að stuðla að bættu matvælaöryggi.
Efni fyrsta fundar er matvælaöryggismenning. Ráðgjafi hjá Sýni verður með stutt erindi, kynnir m.a. tvo matskvarða sem allir geta notað í sínu fyrirtæki auk þess sem tími gefst fyrir spurningar, umræður og spjall.
Vonumst til að sjá sem flesta.