Um Sýni
Matvælaöryggi alla leið – prófunarstofa, ráðgjöf og fræðsla.

Fyrirtækið
Sýni er þjónustufyrirtæki sem býður upp á heildarlausnir fyrir matvælafyrirtæki ásamt því að þjónusta mörg önnur fyrirtæki með ráðgjöf í gæðamálum og mælingum. Ráðgjöf, námskeið og fræðsla er í höndum sérfræðinga okkar í ráðgjafateymi Sýnis.
Sýni starfrækir prófunarstofu á tveimur starfsstöðvum, í Kópavogi og á Akureyri. Þar eru gerðar örveru- og efnaprófanir á matvælum, vatni og umhverfissýnum.
Einkunnarorð Sýnis matvælaöryggi alla leið vísa til þess að Sýni
býður upp á heildarlausnir til þess að tryggja matvælaöryggi eins vel og kostur
gefst hvar sem er í keðjunni.
Heildarlausnir:
- Ráðgjöf og fræðsla: Uppsetning og uppfærslur á gæðahandbókum, viðhald innra eftirlits, merkingar matvæla, hreinlætiseftirlit, þjálfun og fræðsla fyrir starfsfólk.
- Örverumælingar: T.d. vegna mats á ferskleika, sjúkdómsvaldandi örverur, áætla geymsluþol, meta hreinlæti í vinnsluumhverfi.
- Efnamælingar: Gæðakröfur, geymsluþol, næringargildi, mat gæðum hráefna og afurða og frárennslismælingar.
- Úttektir á gæðakerfum: BRC, IFFO RS, RFM og MSC í samstarfi við alþjóðlegu vottunarfyrirtækin Sai Global og NSF.
- Úttektir: Hreinlætisúttektir, vörumerkingar, framleiðsluvörur, farmúttektir.
- Vöruþróun og meðferð matvæla: Aðstoð við úrlausn tæknilegra vandamála, geymsluþol, nýting o.fl..
- Umhverfismál: Sýnatökur og mælingar á frárennsli og útblæstri, ráðgjöf í samstarfi við Verkís.
- Námskeið: Fjölbreytt námskrá um flest sem við kemur gæðum, öryggi og matvælum.
Hjá Sýni starfar faglært fólk með háskólapróf í matvælafræði, efnafræði, sjávarútvegsfræði, næringarfræði, líffræði og líftækni svo eitthvað sé nefnt. Í ráðgjöfinni sameinast þekkingin svo allri þeirri reynslu sem byggst hefur upp í fyrirtækinu á þeim 30 árum sem það hefur starfað.
Sýni starfrækir einu einkareknu prófunarstofurnar á þessu sviði sem fengið hafa faggildingu skv. IST EN ISO/IEC 17025 staðlinum fyrir algengustu efna- og örveruprófanir.
Fólkið
Hjá Sýni starfa 30 manns með fjölbreytta menntun, reynslu og þekkingu. Sýni leggur áherslu á starfsfólki líði vel í vinnunni, takist á við fjölbreytt, krefjandi og skemmtileg verkefni í góðri vinnuaðstöðu og innan um fjölbreyttan hóp samstarfsfélaga sem saman mynda sterka og góða liðsheild.
Staðsetning og Opnunartímar
Víkurhvarf 3, 203 Kópavogi
Mán - fös: 08:00 - 16:00
Sími: 512-3380
Furuvellir 1, 600 Akureyri
Mán - fös: 08:00 - 16:00
Sími: 464-3810
Fjáraflanir
Vinsamlegast sendið allar óskir varðandi styrki og fjáraflanir á netfangið syni@syni.is
Umsagnir

„Mæli hiklaust með þessu námskeiði fyrir þá sem starfa við gæðamál eða eftirlit í matvælafyrirtækjum. Gott skipulag á umfangsmiklu efni.“

„Mjög flott námskeið þar sem farið er yfir allar hliðar á Sannprófun. Mjög vel fram sett og gott að fá heimaverkefni og fá yfirferð og ábendingar hvað mætti betur fara. Einnig gaman að sjá hvernig önnur fyrirtæki gera hlutina“

„Mjög flott og vel skilað námskeið eins og þeim hjá Sýni er von og vísa. Mjög faglegt og vel að öllu staðið. Ánægð með að hægt var að sitja námskeiðið á Teams, sparar mikinn tíma og ferðalög. “

„Mjög gott og gagnlegt námskeið og líka sem upprifjun og "refreshment" á málefninu. “

„Mæli hiklaust með þessu námskeiði fyrir þá sem starfa við gæðamál eða eftirlit í matvælafyrirtækjum. Gott skipulag á umfangsmiklu efni.“

„Þetta námskeið er nauðsynlegt til að auka skilning manns á áhættum í matvælavinnslu. Og mjög fróðlegt að sjá hvernig aðrir túlka sama vandamálið og leysa úr því“

„Mjög gott námskeið þar sem farið er yfir helstu atriði er varða HACCP, þær kröfur sem eiga við og hvar má nálgast stoðgögn.“

„Fræðandi og nytsamlegt námskeið, farið yfir og prófað að meta örverhættu í matvælum, mikið af góðum upplýsingum, gögnum og leiðbeint á helstu tengla fyrir lög og reglugerðir til að nota í praksís.“

„Gott námskeið fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í HACCP teymum. Upplýsandi og mikil þekking kennara“

„Virkilega fræðandi og gagnlegt og góð viðbrögð við sértækum fyrirspurnum þátttakenda“

„Skemmtilegt og greinagott námskeið sem gefur góða innsýn í BRC staðalinn“

„Námskeiðið var krefjandi, en um leið gagnlegt og góður undirbúningur fyrir komandi úttekt BRC“

„Mjög skemmtilegt og fróðlegt námskeið sem á eftir að nýtast okkur vel“

„Mér fannst námskeiðið vera mjög áhugavert í heild sinni. Mjög gott að fá innsýn frá öðrum hvað er verið að gera. Góðar og gagnlegar umræður og verkefnavinna. Takk fyrir mig

„Áhugavert og gagnlegt námskeið sem nýtist vel þeim aðilum sem þurfa að vinna með áhættugreiningu matvæla m.t.t. matvælasvindls og -skemmdarverka“

„Ég gef námskeiðinu bestu einkunn, nýtt efni fyrir marga og frábært að eiga kost á því að fá slíkt námskeið hérlendis. Góð þekking námskeiðshaldara og framsetning. Passleg lengd á námskeiði“


„Það var samdóma álit allra sem voru á námskeiðunum hjá þér síðustu tvo daga að námskeiðið hefði verið mjög gott í alla staði og muni nýtast okkur vel“


„Mæli hiklaust með þessu námskeiði fyrir þá sem starfa við gæðamál eða eftirlit í matvælafyrirtækjum. Gott skipulag á umfangsmiklu efni.“

Viltu vinna hjá okkur
Vinsamlegast sendið atvinnuumsóknir á netfangið atvinna@syni.is