Um Sýni
Matvælaöryggi alla leið – prófunarstofa, ráðgjöf og fræðsla.
Fyrirtækið
Sýni er þjónustufyrirtæki sem býður upp á heildarlausnir fyrir matvælafyrirtæki ásamt því að þjónusta mörg önnur fyrirtæki með ráðgjöf í gæðamálum og mælingum. Ráðgjöf, námskeið og fræðsla er í höndum sérfræðinga okkar í ráðgjafateymi Sýnis.
Sýni starfrækir prófunarstofu á tveimur starfsstöðvum, í Kópavogi og á Akureyri. Þar eru gerðar örveru- og efnaprófanir á matvælum, vatni og umhverfissýnum.
Einkunnarorð Sýnis matvælaöryggi alla leið vísa til þess að Sýni
býður upp á heildarlausnir til þess að tryggja matvælaöryggi eins vel og kostur
gefst hvar sem er í keðjunni.
Heildarlausnir:
- Ráðgjöf og fræðsla: Uppsetning og uppfærslur á gæðahandbókum, viðhald innra eftirlits, merkingar matvæla, hreinlætiseftirlit, þjálfun og fræðsla fyrir starfsfólk.
- Örverumælingar: T.d. vegna mats á ferskleika, sjúkdómsvaldandi örverur, áætla geymsluþol, meta hreinlæti í vinnsluumhverfi.
- Efnamælingar: Gæðakröfur, geymsluþol, næringargildi, mat gæðum hráefna og afurða og frárennslismælingar.
- Úttektir á gæðakerfum: BRC, IFFO RS, RFM og MSC í samstarfi við alþjóðlegu vottunarfyrirtækin Sai Global og NSF.
- Úttektir: Hreinlætisúttektir, vörumerkingar, framleiðsluvörur, farmúttektir.
- Vöruþróun og meðferð matvæla: Aðstoð við úrlausn tæknilegra vandamála, geymsluþol, nýting o.fl..
- Umhverfismál: Sýnatökur og mælingar á frárennsli og útblæstri, ráðgjöf í samstarfi við Verkís.
- Námskeið: Fjölbreytt námskrá um flest sem við kemur gæðum, öryggi og matvælum.
Hjá Sýni starfar faglært fólk með háskólapróf í matvælafræði, efnafræði, sjávarútvegsfræði, næringarfræði, líffræði og líftækni svo eitthvað sé nefnt. Í ráðgjöfinni sameinast þekkingin svo allri þeirri reynslu sem byggst hefur upp í fyrirtækinu á þeim 30 árum sem það hefur starfað.
Sýni starfrækir einu einkareknu prófunarstofurnar á þessu sviði sem fengið hafa faggildingu skv. IST EN ISO/IEC 17025 staðlinum fyrir algengustu efna- og örveruprófanir.
Fólkið
Hjá Sýni starfa 30 manns með fjölbreytta menntun, reynslu og þekkingu. Sýni leggur áherslu á starfsfólki líði vel í vinnunni, takist á við fjölbreytt, krefjandi og skemmtileg verkefni í góðri vinnuaðstöðu og innan um fjölbreyttan hóp samstarfsfélaga sem saman mynda sterka og góða liðsheild.
Staðsetning og Opnunartímar
Víkurhvarf 3, 203 Kópavogi
Mán - fös: 08:00 - 16:00
Sími: 512-3380
Furuvellir 1, 600 Akureyri
Mán - fös: 08:00 - 16:00
Sími: 464-3810
Fjáraflanir
Vinsamlegast sendið allar óskir varðandi styrki og fjáraflanir á netfangið syni@syni.is
Viltu vinna hjá okkur
Vinsamlegast sendið atvinnuumsóknir á netfangið atvinna@syni.is