Námskeið fyrir starfsfólk mötuneyta og eldhúsa – Fjarnámskeið (Teams) – Íslenska og enska

05/02/2025 - 06/02/2025, 14:00 - 17:00

Námskeið fyrir starfsfólk mötuneyta og eldhúsa – Fjarnámskeið (Teams) - Íslenska og enska

[English below]

Námskeið fyrir starfsfólk mötuneyta og eldhúsa sem kemur að meðhöndlun matvæla, þar sem áhersla er lögð á hagnýt ráð og aukinn skilning á örverufræði og réttri meðhöndlun matvæla. Í heimi þar sem matarsjúkdómum fer fjölgandi þarf allt starfsfólk að leggjast á eitt um að gera hlutina rétt, einkum þegar matvæli eru meðhöndluð fyrir viðkvæma hópa (t.d. einstaklinga með veikt ónæmiskerfi, aldraða og börn).

Áhersla er lögð á að eftir námskeiðið eigi þátttakendur að vera betur meðvitaðir um helstu hættur við meðferð matvæla og hvernig eigi að fyrirbyggja þær.

Efni námskeiðs:

  • Meðhöndlun matvæla. Hverjar eru hætturnar? Hvernig fyrirbyggjum við krossmengun?
  • Bakteríur og sjúkdómsvaldandi örverur. Hegðun og útbreiðsla. Matarsýkingar / matareitranir.
  • Matarsóun – öryggi. Hvernig endurnýtum við matvæli á öruggan hátt?
  • Persónulegt hreinlæti. Handþvottur. Rétt notkun á hönskum.
  • Þrif og hreinlæti. Erum við að þrífa rétt og á réttum stöðum?
  • Innra eftirlit – skráningar, örugg hráefni, þjálfun.
  • Verkefnavinna.

Tími: Námskeið á íslensku, miðvikudaginn 5. febrúar 2025, kl. 14:00-17:00.

Námskeið á ensku, fimmtudaginn 6. febrúar 2025, kl. 14:00-17:00.

Staður: Fjarnámskeið á Teams

Verð: 45.000 kr.*

Skráning

  • Munið eftir styrkjunum úr fræðslusjóðum verkalýðsfélaganna!!

* Tilkynna þarf forföll a.m.k. 2 virkum dögum fyrir námskeið á netfangið namskeid@syni.is  Berist afskráning of seint eða alls ekki áskilur Sýni sér rétt til að innheimta námskeiðsgjöld að fullu. Ef ekki næst lágmarks þátttaka á námskeiðið áskilur Sýni sér þann rétt að fresta eða aflýsa námskeiðinu með minnst sólarhrings fyrirvara.


A course for canteen and kitchen staff involved in food handling, where emphasis is placed on practical advice and increased understanding of microbiology and proper food handling. In a world where foodborne illnesses are on the rise, all staff need to work together to do things right, especially when handling food for vulnerable groups (e.g. people with weakened immune systems, the elderly and children).

Emphasis is placed on the fact that after the course the participants should be more aware of the main dangers in handling food and how to prevent them.

  • Food handling. What are the dangers? How do we prevent cross contamination?
  • Bacteria and pathogenic microorganisms. Behaviour and spread. Food-borne infections / food poisoning.
  • Food waste – safety. How do we reuse food safely?
  • Personal hygiene. Handwashing. Proper use of gloves.
  • Cleaning and hygiene. Are we cleaning properly and in the right places?
  • Internal controls. Records, safe raw material, training.
  • Project work.

Time: Course in English, Thursday 6th of February 2025, 14:00-17:00

           Course in Icelandic, Wednesday 5th of February 2025, 14:00-17:00

Place: Online course via Teams

Price: 45.000 kr.*

Registration

  • Please note that participants may be eligible for grants from trade union education funds for course fees.

* For a full refund written cancellation must be received by Sýni at least 2 business days before the course starts. A written cancellation can be sent to namskeid@syni.is If a written cancellation is received less than 2 business days prior to the start date of the course, Sýni has the right to charge the course fees in full. If minimum participation is not reached, Sýni reserves the right to postpone or cancel the course at least 24 hours in advance.