17/10/2023, 10:00 - 11:30
Sýni býður samráðshópi í gæðamálum til fundar öðru sinni þann 17. október kl.10 í húsakynnum Sýnis að Víkurhvarfi 3.
Stofnfundur hópsins gekk vonum framar í vor og hlökkum við til að taka aftur á móti hópi góðra gæðastjóra og annars starfsfólks sem starfa í gæðamálum.
Stofnfundur hópsins gekk vonum framar í vor og hlökkum við til að taka aftur á móti hópi góðra gæðastjóra og annars starfsfólks sem starfa í gæðamálum.
Í þetta skipti setjum við fókusinn enn frekar á fólkið og einblínum helst á hvað þarf til þess að ná fram hegðunarbreytingum og hvernig við getum betur staðið okkur í fjölmenningarlegu starfsumhverfi og tekist á við áskoranir því tengdu.
Dagskrá fundar: Byrjum á léttu spjalli og kaffitíma, í framhaldinu verður ráðgjafi með stutt erindi. Í framhaldinu reiknum við með að heyra reynslusögur frá nokkrum úr samráðshópnum áður en við skiptum í umræðuhópa. Í lokin verður opið fyrir spurningar og frjálst spjall.
Skráning hér: https://forms.office.com/e/RGEzkMGbqT