Námskeið – BRC staðallinn – útgáfa 9. Breytingar

12/12/2022 - 13/12/2022, 12:30 - 16:30

Námskeið - BRC staðallinn - útgáfa 9. Breytingar

Námskeið fyrir þá sem nú þegar hafa vottun samkvæmt BRC matvælaöryggis staðli og aðra þá sem vilja kynna sér og ræða helstu breytingar

 Farið verður yfir breytingar milli útgáfu 8 og 9 í BRC matvælaöryggis staðlinum og hvað þarf að gera til að mæta nýjum kröfum. Mikið er lagt upp úr umræðum og verkefnavinnu á námskeiðinu.

Efni námskeiðs:

Stutt kynning á BRC stöðlum og öðrum GSFI stöðlum

Saga BRC staðalanna og útbreiðsla: Hvert er hlutverk þeirra og hvar eru þeir algengastir. Hvenær taka breytingarnar gildi, hvernig er einkunnagjöf, notkun á BRC merkinu o.s.frv.

Farið verður ítarlega yfir  þær kröfur sem hefur verið breytt og leiðir til að uppfylla þær á sem einfaldasta hátt.

Helstu breytingar snúa að:

  • Matvælaöryggismenningu
  • Gildingu á forvörnum og hættugreiningum
  • Auknar kröfur til birgja um matvælavernd (TACCP) og matvælasvik (VACCP)
  • Samþykkt á fræðsluaðilum og ráðgjöfum
  • Massabókhald á miðum sem innihalda matvælaöryggis- og reglugerðarbundnar upplýsingar
  • Áhættumat svæða
  • Málmleitar og röntgentækjum (m.a. gilding á testkubbum)
  • Samþykki, hönnun og prentun miða
  • Viðbótarkröfur til rannsóknarstofa inni í matvælavinnslum

Einnig verður farið í afgreiðslu frávika sem upp kunna að koma og hvað þarf að koma fram á úrbótaskýrslu:

  • Úrbætur
  • Rótargreining
  • Fyrirbyggjandi aðgerðir
  • Sönnunargögn

Tími: 12.-13.  desember  2022  kl.: 12:30-16:30

Staður: Sýni ehf. Víkurhvarfi 3, 203 Kópavogur / Teams

Verð: 75.000 kr.*

Skráning

  • Innifalið í verði eru námskeiðsgögn
  • Munið eftir styrkjunum úr fræðslusjóðum verkalýðsfélaganna!!

* Tilkynna þarf forföll a.m.k. 2 virkum dögum fyrir námskeið á netfangið matvaelaskolinn@syni.is. Berist afskráning of seint eða alls ekki áskilur Sýni sér rétt til að innheimta námskeiðsgjöld að fullu. Ef ekki næst lágmarks þátttaka á námskeiðið áskilur Matvælaskólinn sér þann rétt að fresta eða aflýsa námskeiðinu með minnst sólarhrings fyrirvara.