Námskeið fyrir starfsfólk mötuneyta og eldhúsa sem kemur að meðhöndlun matvæla, þar sem áhersla er lögð á hagnýt ráð og aukinn skilning á örverufræði og réttri meðhöndlun matvæla. Í heimi þar sem matarsjúkdómum fer fjölgandi þarf allt starfsfólk að leggjast á eitt um að gera hlutina rétt, einkum þegar matvæli eru meðhöndluð fyrir viðkvæma hópa (t.d. einstaklinga með veikt ónæmiskerfi, aldraða og börn).
Áhersla er lögð á að eftir námskeiðið eigi þátttakendur að vera betur meðvitaðir um helstu hættur við meðferð matvæla og hvernig eigi að fyrirbyggja þær.
Efni námskeiðs:
- Meðhöndlun matvæla. Hverjar eru hætturnar? Hvernig fyrirbyggjum við krossmengun?
- Bakteríur og sjúkdómsvaldandi örverur. Hegðun og útbreiðsla. Matarsýkingar / matareitranir.
- Persónulegt hreinlæti. Handþvottur. Rétt notkun á hönskum.
- Þrif og hreinlæti. Erum við að þrífa rétt og á réttum stöðum?
- Matarsóun – öryggi. Hvernig endurnýtum við matvæli? Öryggi við endurnýtingu matvæla.
- Verkefnavinna.
Tími: 27. nóvember 2024, kl. 14:00-17:00
Staður: Fjarnámskeið á Teams
Verð: 45.000 kr.*
- Munið eftir styrkjunum úr fræðslusjóðum verkalýðsfélaganna!!
* Tilkynna þarf forföll a.m.k. 2 virkum dögum fyrir námskeið á netfangið namskeid@syni.is Berist afskráning of seint eða alls ekki áskilur Sýni sér rétt til að innheimta námskeiðsgjöld að fullu. Ef ekki næst lágmarks þátttaka á námskeiðið áskilur Sýni sér þann rétt að fresta eða aflýsa námskeiðinu með minnst sólarhrings fyrirvara.