Námskeið fyrir starfsfólk mötuneyta og eldhúsa – Rafrænt – Íslenska og enska

03/02/2025 - 01/02/2030, All Day

Námskeið fyrir starfsfólk mötuneyta og eldhúsa – Rafrænt - Íslenska og enska

[English below]

Um er að ræða u.þ.b. 2,5 klst. námskeið fyrir starfsfólk mötuneyta og eldhúsa sem kemur að meðhöndlun matvæla, þar sem áhersla er lögð á hagnýt ráð og aukinn skilning á örverufræði og réttri meðhöndlun matvæla. Í heimi þar sem matarsjúkdómum fer fjölgandi þarf allt starfsfólk að leggjast á eitt um að gera hlutina rétt, einkum þegar matvæli eru meðhöndluð fyrir viðkvæma hópa (t.d. einstaklinga með veikt ónæmiskerfi, aldraða og börn).

Námskeiðið fer alfarið fram rafrænt í gegnum fræðslukerfið Avia.

Námskeiðinu er skipt upp í tíu hluta. Hver hluti inniheldur myndbandsfyrirlestur og stutt verkefni sem nemandi þarf að leysa til þess að komast áfram í næsta hluta námskeiðsins. Fyrirlestrarnir eru hver u.þ.b. 5-15 mín. að lengd.

Innifalið í námskeiðsgjaldi er aðgangur að námskeiðinu í sex mánuði. Nemendur geta þannig farið í gegnum námskeiðið á þeim hraða sem hentar hverjum og einum. Hægt er að horfa, hlusta og taka námskeiðið hvar og hvenær sem er og eins oft og viðkomandi kýs.

Námskeiðið er bæði aðgengilegt á íslensku og ensku frá 3. febrúar 2025.

Áhersla er lögð á að eftir námskeiðið eigi þátttakendur að vera betur meðvitaðir um helstu hættur við meðferð matvæla og hvernig eigi að fyrirbyggja þær.

Efni námskeiðs:

  • Meðhöndlun matvæla. Hverjar eru hætturnar? Hvernig fyrirbyggjum við krossmengun?
  • Bakteríur og sjúkdómsvaldandi örverur. Hegðun og útbreiðsla. Matarsýkingar / matareitranir.
  • Matarsóun – öryggi. Hvernig endurnýtum við matvæli á öruggan hátt?
  • Persónulegt hreinlæti. Handþvottur. Rétt notkun á hönskum.
  • Þrif og hreinlæti. Erum við að þrífa rétt og á réttum stöðum?
  • Innra eftirlit – skráningar, örugg hráefni, þjálfun.
  • Verkefnavinna.

Verð 23.900 kr. + vsk.

Innifalið er aðgangur að námskeiðinu í sex mánuði.

Sérstök afsláttarkjör fyrir fjöldaskráningar (10+ einstaklinga).

Skráning hér

Varðandi fyrirspurnir og fjöldaskráningar, vinsamlegast sendið erindi á netfangið namskeid@syni.is


Approximately two-and-a-half hour course for canteen and kitchen staff involved in food handling, with an emphasis on practical advice and increased understanding of microbiology and proper food handling. In a world where foodborne illnesses are increasingly common, it is essential for all staff to work together to ensure safe practices, especially when handling food for vulnerable groups (e.g., people with weakened immune systems, the elderly and children).

The course is conducted entirely online through the Avia educational system.

The course is divided into ten parts. Each part contains a lecture and a short task that the student must solve to move on to the next part of the course. The lectures are each approx. 5-15 minutes in length.

Included in the course fee is access to the course for six months. Students can therefor go through the course at a pace that suits each individual and they can watch, listen and take the course anywhere and anytime and as often as they choose.

Available in Icelandic and English from 3rd of February 2025.

The course emphasizes raising participants’ awareness of the key dangers in food handling and teaching them how to prevent these risks effectively.

  • Food handling. What are the dangers? How do we prevent cross contamination?
  • Bacteria and pathogenic microorganisms. Behaviour and spread. Food-borne infections / food poisoning.
  • Food waste – safety. How do we reuse safely?
  • Personal hygiene. Handwashing. Proper use of gloves.
  • Cleaning and hygiene. Are we cleaning properly and in the right places?
  • Internal controls. Records, safe raw material, training.
  • Project work.

Price ISK 23,900 + tax.

Included in the course fee is access to the course for six months.

Special discounts for mass registrations (10+ registrations).

Registration

For further information: namskeid@syni.is