Með áherslu á skoðunarhandbók frá MAST.
Námskeið fyrir alla þá sem vinna við innleiðingu og rekstur á HACCP kerfum t.d. meðlimi HACCP hópa, þá sem vinna við mikilvæga stýristaði, flokkstjóra, verkstjóra, tæknimenn o.s.frv.
Áhersla er lögð á að þátttakendur skilji grundvallaratriði HACCP gæðakerfisins og geti innleitt það í sínum fyrirtækjum. Mikið er lagt upp úr verkefnavinnu. Þátttakendur vinna m.a. verkefni úr eigin gæðakerfum.
Tími: 11.-13. maí 2022 kl.: 10-16 fyrsta daginn, 9-15 hina tvo dagana
Staður: Matvælaskólinn hjá Sýni, Víkurhvarfi 3, 203 Kópavogi og/ eða Teams (fer eftir aðstæðum og óskum)
Verð: 120.000 kr.*
- Innifalið í verði eru námskeiðsgögn, (hádegismatur og léttar veitingar)
- Munið eftir styrkjunum úr fræðslusjóðum verkalýðsfélaganna!!
* Tilkynna þarf forföll a.m.k. 2 virkum dögum fyrir námskeið á netfangið matvaelaskolinn@syni.is. Berist afskráning of seint eða alls ekki áskilur Sýni sér rétt til að innheimta námskeiðsgjöld að fullu. Ef ekki næst lágmarks þátttaka á námskeiðið áskilur Matvælaskólinn sér þann rétt að fresta eða aflýsa námskeiðinu með minnst sólarhrings fyrirvara.