Gæðamál

Flestar af algengari mælingum hjá okkur eru vottaðar skv. ISO 17025. Með því er leitast við að tryggja sem best öryggi þeirra niðurstaðna sem prófunarstofurnar gefa út en einnig að viðskiptavinurinn fái sem besta þjónustu.

Í þeim tilgangi er minnt á eftirfarandi:

 • Sýni ehf. heitir fullum trúnaði um öll málefni sem upp geta komið og varða viðskiptavini.
  • Undanskildar eru þó tilkynningar til Matvælastofnunar vegna greininga á sjúkdómsvaldandi bakteríum skv. lögum og reglugerðum.
 • Sýni ehf. leitast við að uppfylla kröfur viðskiptavina um gæði þjónustu, t.d. með viðhorfskönnunum, viðtölum við starfsmenn o.fl..
  • Í því samhengi er minnt á að öllum kvörtunum og athugasemdum um starfsemina er vel tekið. Þeim má koma á framfæri t.d. í síma eða í tölvupósti:
   • Kópavogur:
    • Sími: 512-3380
    • Netföng: syni@syni.is eða profanir@syni.is
   • Akureyri:
    • Sími: 464-3810
    • Netfang: akureyri@syni.is