HACCP

Sýni býður uppá fjölbreytt námskeið sem tengjast HACCP á einn eða annan hátt. Námskeiðin eru ýmist auglýst opin öllum eða sérsniðin að þörfum hvers fyrirtækis.

[English below]

Námskeið sem hentar t.a.m. vel fyrir nýliða í matvælafyrirtækjum, mötuneytum, stóreldhúsum og veitingahúsum.

Námskeiðið er á íslensku en einnig aðgengilegt á ensku, sjá nánari lýsingu á ensku hér neðar.

Námskeiðið fer alfarið fram rafrænt í gegnum kennsluforritið Learncove.

Námskeiðinu er skipt upp í átta hluta. Hver hluti inniheldur fyrirlestur og stutt verkefni sem nemandi þarf að leysa til þess að komast áfram í næsta hluta námskeiðsins. Fyrirlestrarnir eru hver u.þ.b. 7-12 mín. að lengd.

Efni námskeiðsins:

 • Stutt kynning á HACCP.
 • Örverufræði – hegðun og útbreiðsla örvera – matarsjúkdómar og skemmdarörverur.
 • Persónulegt hreinlæti – vinnufatnaður og handþvottur.
 • Hreinlæti og þrif – þrifaáætlanir, þrifaskráningar og sýnataka.
 • Samvinna, ábyrgð og traust.

Lengd námskeiðs:  2 klst.

Nánari upplýsingar: namskeid@syni.is

Kynningarverð út apríl 2024: 19.900 kr. (fullt verð 23.900 kr.). Innifalið í námskeiðsgjaldi er aðgangur að námskeiðinu í sex mánuði.

Sérstök afsláttarkjör fyrir fjöldaskráningar (10+ skráningar).

 


 

Course for staff of food companies, canteens, restaurants, and hotels who want to increase their knowledge of microbiology and proper food handling.

The course is available in Icelandic and English.  

The course is divided into eight parts. Each part contains a lecture and a short task that the student must solve to move on to the next part of the course. The lectures are each approx. 7-12 min. in length. 

 Course content 

 • A brief introduction to HACCP. 
 • Microbiology – behaviour and distribution of microorganisms – foodborne diseases and spoilage microbes. 
 • Personal hygiene – work clothes and hand washing. 
 • Hygiene and cleaning – cleaning schedules, cleaning records and sampling. 
 • Cooperation, responsibility, and trust. 

Course duration:  2 hours. 

For further information: namskeid@syni.is 

Promotional price till April 2024: ISK 19,900 (full price ISK 23,900). Included in the course fee is access to the course for six months. 

Special discounts for mass registrations (10+ registrations). 

Námskeið fyrir starfsfólk matvælafyrirtækja, mötuneyta, veitingastaða og hótela sem vilja auka þekkingu sína á örverufræði og réttri meðhöndlun matvæla.

Námskeiðin eru kennd á íslensku, ensku og pólsku. 

Námskeiðalýsing á ensku

Námskeiðalýsing á pólsku

Efni námskeiðs:

 • Örverufræði – hegðun og útbreiðsla örvera – matarsjúkdómar og skemmdarörverur.
 • Meðhöndlun matvæla – hitastig, krossmengun, frágangur og umgengni.
 • Hreinlæti og þrif – þrifaáætlanir, þrifaskráningar og sýnataka
 • Persónulegt hreinlæti – vinnufatnaður, handþvottur og tilraun með Glóa.
 • Samvinna, ábyrgð og traust.
 • Stutt kynning á HACCP

Lengd námskeiðs:  1×4 klst.

Nánari upplýsingar: namskeid@syni.is

Námskeið fyrir alla þá sem meðhöndla matvæli á einn eða annan hátt

Með auknum kröfum reglugerða og kaupenda um örugg matvæli þurfa matvælaframleiðendur meiri upplýsingar og þekkingu um meðferð matvæla. Um er að ræða hagnýtt námskeið þar sem áhersla er lögð á að þátttakendur bæti skilning sinn og geti nýtt þekkingu sína til að framleiða örugg matvæli. 

Námskeiðið er í formi fyrirlestra, umræðu og verkefnavinnu.

Námskeiðið er ýmist kennt á íslensku, ensku eða túlkað á pólsku.

Opis kursu – polski

Course description – english

Efni námskeiðs:

 • Hættur við matvælaframleiðslu:
  • Sjúkdómsvaldandi örverur.
  • Efnamengun í matvælum.
  • Aðskotahlutir.
  • Ofnæmisvaldar.
 • Meðferð matvæla og geymsla matvæla:
  • Krossmengun – Hvað er krossmengun og hvernig getum við hindrað hana?
  • Mikilvægi kælingar.
 • Fyrirbyggjandi aðgerðir:
  • Þrif og þrifaáætlanir.
  • Meindýr og meindýravarnir.
  • Birgjar – Val á birgjum og kröfur til þeirra.
  • Kvörðun og prófun mælitækja.
  • Starfsmenn – Umgengi, persónulegt hreinlæti og heilbrigði starfamanna.
  • Þjálfun – Kröfur um hæfni starfsmanna, þjálfun, þjálfunaráætlanir.

Lengd námskeiðs 2 x 4 klst. 

Nánari upplýsingar: namskeid@syni.is

Með áherslu á skoðunarhandbók MAST.

Námskeið fyrir alla þá sem vinna við innleiðingu og rekstur á HACCP kerfum t.d. meðlimi HACCP hópa, þá sem vinna við mikilvæga stýristaði, flokkstjóra, verkstjóra, tæknimenn o.s.frv.

Áhersla er lögð á að þátttakendur skilji grundvallaratriði HACCP gæðakerfisins og geti innleitt það í sínum fyrirtækjum. Mikið er lagt upp úr verkefnavinnu. Þátttakendur vinna m.a. verkefni úr eigin gæðakerfum.

 Efni námskeiðs:

 • Öryggi í gegnum alla “fæðukeðjuna”: Frumframleiðendur, matvælaframleiðendur, dreifingarfyrirtæki, smásalar, tækjaframleiðendur, framleiðendur umbúða og hreinsiefna.
 • Staðlar – stutt kynning ( t.d ISO staðlar, IFS staðall, BRC staðall). Frábær hjálpartæki fyrir matvælafyrirtæki sem vilja vera í fremstu röð hvað varðar gæði og öryggi. Markmið, framtíðarsýn og skýr gæðastefna skiptir höfuðmáli fyrir fyrirtæki í fararbroddi.
 • Fyrirbyggjandi aðgerðir – GMP ( góðir framleiðsluhættir) þurfa að vera mjög virkar áður en HACCP kerfi er komið á t.d virk hreinlætisáætlun, teikningar yfir flæði vöru og starfsfólks, kröfur til birgja, þjálfun starfsfólks, fyrirbyggjandi viðhald og hitastigsstjórnun.
 • HACCP gæðakerfið. Hvað er HACCP ? Hvernig komum við því á og hvernig innleiðum við það? Hvernig getur HACCP kerfið hjálpað til að auka öryggi matvæla ? Hættur, hættugreining, mikilvægir stýristaðir, eftirlit, vikmörk, úrbætur.
 • Yfirlit yfir helstu hættur í matvælum s.s sýkla, sníkjudýr, histamín, þungmálmar, díoxín, ofnæmisvaldandi efni, aðskotahluti o.fl.
 • Kvartanir – Hvernig vinnum við úr kvörtunum ? Rekjanleiki – eitt skref áfram og eitt skref aftur– hvað þýðir það í framkvæmd. Innköllun – prufuinnköllun.
 • Sannprófun á gæðakerfum – dagleg, vikuleg og árleg. Til að tryggja að ávallt sé verið að vinna eftir HACCP gæðakerfinu.

Námskeiðið er ofast haldið á íslensku en hefur einnig verið haldið á ensku eða túlkað á pólsku.

Lengd námskeiðs:  3 dagar eða alls 18 klukkustundir.

Námskeiðið er haldið 3-4 sinnum á ári. 

Nánari upplýsingar: namskeid@syni.is

 

Námskeið fyrir þá sem þegar hafa tekið HACCP 3 og hafa góða þekkingu í örverufræði matvæla, (t.d. ábyrgðamenn HACCP kerfa og lykil stjórnendur) og vilja ná aukinni færni í HACCP m.a. vegna krafa í Alþjóðlegum matvælastöðlum.

Áhersla er lögð á að þátttakendur fái dýpri skilning á HACCP og geti sett upp og innleitt það í sínum fyrirtækjum. Mikið er lagt upp úr verkefnavinnu. Þátttakendur vinna m.a. verkefni úr eigin gæðakerfum. 

Byggt á kennsluefni frá Highfield og Campden.

Efni námskeiðs:

 • Stutt könnun og verkefnavinna (eins konar forpróf) úr efni fyrri námskeiða (HACCP 1,  HACCP 2 & HACCP 3). Nemendur fara saman yfir niðurstöður könnunarinnar.
 • 12 þrep Codex reglna um HACCP
  • HACCP hópur: Hvert er hlutverk hans og hvernig er besta að halda utan um vinnu HACCP hóps eða Gæðaráðs? – Verkefna og fundargerðarlistar til að halda vinnu HACCP hóps lifandi.
  • Vörulýsingar: hvað eru vörulýsingar? Hvað eru datablöð, upplýsingablöð, tæknileg datablöð, specification og hver er munurinn á þessum hugtökum? Hvað þarf að koma fram í vörulýsingum (Product description).
  • Flæðirit: Hvað þarf að koma fram á flæðiritum? Hvernig eru flæðirit sett upp; flæði hráefna, inntök og úrtök, CCP. Tenging milli flæðirita þegar um er að ræða „flóknar“ vinnslur. Verkefni: Sannprófun og úttekt á flæðiritum.
  • Hættur: Líffræðilegar, efnafræðilegar, eðlisfræðilegar hættur. Ofnæmisvaldar. Áhættumat = líkur x alvarleiki (risk assessment) og hættugreining (hazard analysis) með notkun áhættumatsfylkis og spurningatrés mikilvægra stýristað.
  • Áhættumat forvarna s.s. meindýravarna, forvarna vegna aðskotahluta, forvarna vegna starfsfólks, forvarna vegna skipulags húsnæði, viðhalds og þrifa og þrifaeftilits.
  • Áhættumat hráefna. Ákvörðunartré fyrir hráefni. Mat á birgjum og birgjasamþykki.
  • Verkefni: Áhættumat forvarna og innri úttektir á forvörnum. Áhættumat hráefna.
  • Hættugreining og Mikilvægir stýristaðir (MSS=CCP). HACCP plan.
  • Verkefni: Hættugreining á framleiðsluferli, vöru eða vöruflokkum. Gerð HACCP plans.
  • Vöktunar- og sýnatökuáætlunun. Frávika- og úrbótaskráningar.
  • Sannprófun og innri úttektir.
  • Þjálfun starfsfólks, þjálfunaráætlun, skráningar á þjálfun og mat á hæfni starfsfólks.
  • Rekjanleiki og prófun á rekjanleika.

Lengd námskeiðs:  5 dagar eða alls um 30 klukkustundir í kennslu. Við það bætist svo verkefnavinna.

Nánari upplýsingar: namskeid@syni.is

Námskeiðið er fyrir alla þá sem koma að fóðurgerð í fiskimjölsverksmiðjum. Um er að ræða hagnýtt námskeið sett upp á myndrænan hátt og aðlagað að þörfum hvers fyrirtækis.

Efni námskeiðs:

 • Stutt kynning á lögum og reglum sem gilda um mjöl- og lýsisvinnslu í Evrópu og á Íslandi. Farið yfir kröfur MAST og UST og fleiri stofnanna á Íslandi.
 • Kröfur frá markaði og stöðlum í iðnaðinum ( Femas / MarinTrust).
 • Yfirlit yfir helstu hættur í fóðuriðnaði og hvernig er komið í veg fyrir þær.
 • Meðhöndlun. Mikilvægi fyrirbyggjandi aðgerða eins og meindýravarna, réttra verklagsreglna og þrifa. Hættugreining. Rekjanleiki og innri úttektir. Mikilvægi skráninga. Áhersla er lögð á umgengni og persónulegt hreinlæti.
 • Verkefnavinna í tengslum við bætta verkferla.

Lengd námskeiðs: 1 x 8 klst.

Nánari upplýsingar: namskeid@syni.is

Námskeiðið er fyrir alla þá sem koma að vatnsiðnaði, veitur, verktaka, hönnunarstofur og framleiðendur vatnslagnaefnis. Um er að ræða hagnýtt námskeið sett er upp á myndrænan hátt og aðlagað að þörfum hvers fyrirtækis.

Efni námskeiðs:

 •  Stutt kynning á reglugerðum er viðkoma vatni og frárennsli á Íslandi.
 • Yfirlit yfir helstu líffræðilegar hættur er tengjast vatni og frárennsli og hvernig er komið í veg fyrir þær.
 • Örverur – Hvað eru örverur? – Hegðun og útbreiðsla – Hvernig berast þær? – Krossmengun – Örverur í vatni og skólpi – Matarsýkingar – Smitvarnir.
 • Mikilvægi fyrirbyggjandi aðgerða eins og réttra verklagsreglna. Hreinlæti og meðhöndlun lagna – áhrif þrifa og umgengni. Umgengnisreglur kynntar. Áhersla lögð á mikilvægi almenns hreinlætis og handþvottar.
 • HACCP gæðakerfið kynnt og mikilvægi skráninga.
 • Verkefnavinna og umæður í tengslum við bætta verkferla.

Lengd námskeiðs:  3-4 klst.

Nánari upplýsingar: namskeid@syni.is

Fyrirspurn um námskeið

Önnur námskeið