Námskeið tengd gæðamálum sérsniðin fyrirtækjum/hópum

Sýni býður uppá fjölbreytt námskeið sem tengjast gæðamálum á einn eða annan hátt. Námskeiðin eru ýmist auglýst opin öllum eða sérsniðin að þörfum hvers fyrirtækis.

Í heimi þar sem matarsjúkdómum fer fjölgandi þurfa allir starfsmenn að leggjast á eitt um að gera hlutina rétt. Eftir námskeiðið eiga starfsmenn að vera betur meðvitaðir um helstu áhættuþætti við matvælavinnslu og hvernig eigi að fyrirbyggja þá.

Farið verður í undirstöðuatriði

 • Örverufræði.
 • Meðhöndlun matvæla.
 • Persónulegt hreinlæti.
 • Þrif og hreinlætiseftirlit

Lengd námskeiðs: 1×4 klst. 

Nánari upplýsingar: namskeid@syni.is

Námskeið ætlað almennum starfsmönnum fiskvinnslufyrirtækja þar sem fjallað er um rétta meðhöndlun matvæla, krossmengun, umgengi og hreinlæti með sérstaka áherslu á fisk og fiskafurðir.

Efni námskeiðs:

• Örverufræði. Hegðun og útbreiðsla örvera – matarsjúkdómar, skemmdar örverur. Hvernig er hægt að hindra að örverur berist í matvæli?
• Aðskotaefni og sníkjudýr í íslensku sjávarfangi.
• Fyrirbyggjandi aðgerðir. Af hverju eru þær mikilvægar og í hverju felast þær?
• Rétt meðhöndlun matvæla, umbúða, áhalda og kara til að auka öryggi, gæði og minnka rýrnun
• Krossmengun hvað er það? Hvað getum við gert? Farið m.a. yfir mikilvægi aðskilnaðar á milli hreinna og óhreinna svæða og meðhöndlunar á úrgangi og afurða.
• Hreinlæti, umgengni, skipulag og frágangur.
• Persónulegt hreinlæti starfsfólks, hvers vegna þurfum við umgengnisreglur?
• Gæði, traust og samvinna.

Lögð er áhersla á að aðlaga námskeiðið að þörfum viðkomandi fyrirtækis og að allir starfsmenn séu virkir þátttakendur í námskeiðinu.

Sýni hefur gert samstarfsamning við Starfsafl fræðslusjóð um að sjóðurinn styrki þau námskeið sem fyrirtækið býður upp á.

Nánari upplýsingar: namskeid@syni.is

Námskeið ætlað  verkstjórum og öðrum stjórnendum fiskvinnslufyrirtækja þar sem fjallað er m.a. um  rétta meðhöndlun matvæla alla leið til neytandans, hreinlæti, þjálfun starfsmanna, nýsköpun í sjávarútvegi og bætta nýtingu.

Efni námskeiðs:

 • Helstu lög og reglugerðir sem gilda um framleiðslu á sjávarafurðum. Ný merkingarreglugerð. Staðlar: BRC og IFS
 • Örverur og sníkjudýr í íslensku sjávarfangi . Hegðun og útbreiðsla  – hvaða þættir hafa áhrif? Hvernig er hægt að hindra að örverur berist í matvælin?
 • Persónulegt hreinlæti, umgengni og skipulag. Vellíðan og öryggi á vinnusvæðinu.
 • Þrif og sótthreinsun, tilgangur, árangur og þrifaeftirlit.
 • Krossmengun. Mikilvægi aðskilnaðar á milli hreinna og óhreinna svæða og meðhöndlunar á úrgangi og afurðum.
 • Rétt meðhöndlun fisksins, umbúða, áhalda og kara til að auka öryggi, gæði og minnka rýrnun. Gildi kælingar alla leið.
 • Bætt nýting á sjó og í landi, aðferðafræði og þróun á búnaði
 • Þjálfun starfsmanna. Samskipti yfir- og undirmanna. Traust og samvinna. Verkefnastjórnun.
 • Sannprófun á gæðakerfinu. Hvernig geta verkstjórar sannprófað að unnið sé eftir fyrirmælum, að skráningar, þrif og handþvottur séu í lagi?
 • Sjálfbær auðlindanýting, RFM og MSC vottanir, þróun ýmissa lífefna úr fiski.
 • Umhverfismengun. Staðan á Íslandsmiðum, sótspor og súrnun sjávar, frárennslismál – snerting við  sjávarútveginn

Lögð er áhersla á virkni  þátttakenda á námskeiðinu með umræðum og verkefnavinnu.

Þáttakendur taka með sér verkefni af námskeiðinu sem farið verður yfir á tveggja klukkustunda verkefnalokafundi. Fundartími verður ákveðinn á námskeiðinu.

Lengd námskeiðs: 1 x 8 klst.

Sýni ehf hefur gert samstarfsamning við Starfsafl fræðslusjóð um að sjóðurinn styrki þau námskeið sem fyrirtækið býður upp á.

Nánari upplýsingar og skráning: namskeid@syni.is

Meiri gæði – minni rýrnun – aukin fjölbreytni

Námskeið ætlað starfsfólki í matvöruverslunum, starfsfólki í mötuneytum og öðrum áhugasömum um ávexti og grænmeti

Sífellt er verið að hvetja okkur til að borða meira af ávöxtum og grænmeti. Framboð og ferskleiki hefur þar mikil áhrif. Aðlaðandi framstilling í verslunum, vöruþekking og þor til að prófa nýjar tegundir skiptir einnig miklu máli.

 • Hvernig getum við haft áhrif á gæði ávaxta og grænmetis ?
 • Farið er yfir helstu þætti sem hafa áhrif á gæði og geymsluþol.
 • Móttökueftirlit, pantanir, hitastig og hreinlæti og áhrif þess á rýrnun og gæði.
 • Hvað er etýlen – varnarefni – lífræn ræktun?
 • Salatbarir – hitastig og hreinlæti.
 • Vöruþekking – hvar finnum við upplýsingar?
 • Smökkum og ræðum notkunarmöguleika nokkurra tegunda.
 • Framsetning vöru – staðsetning – áfylling.

Lengd námskeiðs: 3 klst.

Nánari upplýsingar: namskeid@syni.is

Námskeið ætlað starfsmönnum fiskvinnslufyrirtækja sem eru með rekjanleikavottun eða hafa hug á að sækja um slíka vottun. Farið verður yfir kröfur rekjanleikastaðla og hvernig þær eru tengdar gæðakerfi fyrirtækja í verklagsreglum og skráningu.

Efni námskeiðs:

 • Vottun tegunda og aðilar að fiskveiðivottun
 • Rekjanleikavottun – fyrir hverja ?
 • Kröfulýsingar varðandi birgja, aðgreiningu og merkingu, hráefnis, afurða og milliafurða,
 • Rekjanleiki frá seldri vöru til hráefnis og frá móttöku hráefnis í afurðir, massabókhald og skráningar.
 • Auðkennismerki, merking og umbúðir.
 • Frávik, kvartanir, innköllun og tilkynningaskylda.
 • Ábyrgð starfsfólks, þjálfun og færni.
 • Verktakar.

Lögð er áhersla á að aðlaga námskeiðið að þörfum viðkomandi fyrirtækis og að allir starfsmenn séu virkir þátttakendur í námskeiðinu.

Lengd námskeiðs: 4 klst.

Nánari upplýsingar: namskeid@syni.is

Til að tryggja öryggi matvæla er mikilvægt að þrif séu góð á tækjum, vélum og húsnæði. Við hönnun, endurbætur og viðgerðir er hægt að auðvelda þrifin til muna með því að nota rétt efni og bestu mögulegu útfærslu í sambandi við hönnun og endurbætur.

Efni námskeiðs:

 • Örstutt örverufræði. – Hvað eru örverur, hvernig berast þær – áhrif hitastigs á vöxt. Sjúkdómsvaldandi örverur. Þrif og sótthreinsun í matvælafyrirtækjum – bíófilmur
 • HACCP- gæðakerfið og hættugreiningar. Hvað er HACCP – Hvernig tengist viðhald og hönnun húsnæðis gæðakerfi og hættugreiningu.
 • Hvað þarf að hafa í huga við hönnun húsnæðis. “Hreint og óhreint” svæði – Hvaða kröfur eru gerðar skv. reglugerðum.
 • Efnisval – hvaða efni er best að nota – Ódýrasta leiðin er stundum sú dýrasta þegar upp er staðið
 • Veggir – gólf – loft – lagnir – tæki – vélar
 • Góð hönnun / Gott verklag – Ýmis dæmi tekin varðandi góða og slæma hönnun /verklag.
Lengd námskeiðs:
Nánari upplýsingar: namskeid@syni.is

Námskeið fyrir alla sem koma nálægt hönnun, viðhaldi, skipulagningu og endurbótum á húsnæði fyrir matvælafyrirtæki.

Til að tryggja öryggi matvæla er mikilvægt að þrif séu góð á tækjum, vélum og húsnæði. Við hönnun, endurbætur og viðgerðir er hægt að auðvelda þrifin til muna með því að nota rétt efni og bestu mögulegu útfærslu í sambandi við hönnun og endurbætur.
Efni námskeiðs:

 • Örstutt örverufræði. – Hvað eru örverur, hvernig berast þær – áhrif hitastigs á vöxt. Sjúkdómsvaldandi örverur. Þrif og sótthreinsun í matvælafyrirtækjum – bíófilmur
 • HACCP- gæðakerfið og hættugreiningar. Hvað er HACCP – Hvernig tengist viðhald og hönnun húsnæðis gæðakerfi og hættugreiningu.
 • Hvað þarf að hafa í huga við hönnun húsnæðis. “Hreint og óhreint” svæði – Hvaða kröfur eru gerðar skv. reglugerðum.
 •  Efnisval – hvaða efni er best að nota – Ódýrasta leiðin stundum sú dýrasta þegar upp er staðið
 • Veggir – gólf – loft – lagnir – tæki – vélar
 • Góð hönnun/Gott verklag – Ýmis dæmi tekin varðandi góða og slæma hönnun/verklag.

Lengd  námskeiðs:

Nánari upplýsingar: namskeid@syni.is

Það sem þú þarft að vita um örverur ef þú vinnur með matvæli.

Með auknum kröfum reglugerða og kaupenda um örugg matvæli þurfa matvælaframleiðendur meiri upplýsingar og þekkingu um örverufræði matvæla. Um er að ræða hagnýtt námskeið þar sem áhersla er lögð á að þátttakendur bæti skilning sinn og geti nýtt þekkingu sína m.a. til að:

 • Þekkja reglugerðir og leiðbeiningar fyrir örverufræðileg viðmið
 • Gera sýnatökuáætlanir og meta hvað þarf að mæla
 • Meta örverufræðilegar hættur í vinnsluferli við gerð hættugreiningar og áhættumats
 • Geta ákvarðað örverumælingar til að sannprófa hættugreiningu eða geymsluþol vöru

Efni námskeiðs:

 • Örverufræði matvæla – Grunnþekking. Hvaðan koma örverurnar? Helstu örverur sem hafa áhrif á gæði og öryggi matvæla. Hvernig hindrum við að þær komist í matvælin og nái að fjölga sér þar?  Matarsjúkdómar.
 • Örverufræði matvælaflokka. Notagildi örvera í matvælaiðnaði.
 • Opinberar kröfur. Reglugerðir og leiðbeiningar fyrir örverufræðileg viðmið.
 • Sýnatökur og sýnatökuáætlanir. Hreinlætisúttektir. Geymsluþolsmælingar
 • Hættugreining og örverufræði. Kynning á hitastigs- og tímatöflum
 • Verkefni

Lengd námskeiðs:  2 x 6 klst.

Nánari upplýsingar: namskeid@syni.is

Þegar piparkökur bakast,
kökugerðarmaður tekur
fyrst af öllu steikarpottinn
og eitt kíló margarín.
Bræðir yfir eldi smjörið
en það næsta sem hann gjörir
er að hræra kíló sykurs 
saman við það heillin mín.

Fyrirspurn um námskeið

Önnur námskeið