Nýtt og spennandi námskeið er að fara í gang hjá Matvælaskólanum en það kallast „Hreinlæti, þrif og góður matur“. Námskeið þetta er ætlað starfsfólki í mötuneytum sem vill auka við þekkingu sína. Áhersla er lögð á að þátttakendur kynnist helstu vinnureglum í eldhúsi þegar kemur að meðhöndlun matvæla og hreinlæti. Í lok námskeiðsins er farið í einfalda matargerð og fá svo allir að njóta afrakstursins. Allar nánari upplýsingar má finna hér
Námskeiðið „Innri úttektir og sannprófanir“ verður haldið hér hjá Matvælaskólanum dagana 15. janúar (fyrri hluti) og 5. febrúar (seinni hluti) n.k.
Námskeiðið er ætlað starfsmönnum matvæla- og framleiðslufyrirtækja og þá sem áhuga hafa á að fræðast um innri úttektir.
Á námskeiðinu verður rætt um innri úttektir í víðu samhengi, hvernig áætlun um innri úttektir er gerð, hvernig sannprófun á virkni forvarna og HACCP kerfis er framkvæmd, mismunandi aðferðir til sannprófunar, hvernig best er að tryggja að úrbætur séu gerðar og hvernig þeim er fylgt eftir. Lögð verður áhersla á verkefnavinnu þar sem þátttakendur geta m.a. komið með skjöl úr eigin gæðakerfi og unnið með þau undir leiðsögn fyrirlesara. Með því móti geta þátttakendur hámarkað skilvirkni og árangur námskeiðisins.
Allar nánari upplýsingar um námskeiðið má finna hér
Nú höfum við hjá Matvælaskólanum sett dagsetningar fyrir tvö HACCP – „Gæði og öryggi alla leið“ – námskeið úti á landi í janúar. Þessi námskeið verða haldin annarsvegar á Sauðárkróki dagana 15.-16. janúar og hinsvegar á Egilsstöðum dagana 29.-30. janúar.
Nánari upplýsingar um námskeiðin má finna hér til hægri á síðunni undir „Atburðir“ en skráning fer fram í matvaelaskólinn@syni.is eða í síma 512-3389
Námskeiðið 12 bestu súpur í heimi verður haldið hér hjá okkur í Matvælaskólanum fimmtudaginn 28. nóvember næstkomandi.
Súpunámskeiðið hefur alltaf verið eitt af vinsælustu námskeiðunum hjá okkur
Hver vill ekki kunna að reiða fram dýrindis súpur við hvers kyns tilefni. Góðar súpur henta við öll tækifæri, sem hagkvæmir og hollir heimilisréttir, í útileguna eða sumarbústaðinn, forréttir eða aðalréttir í matarboðum , fyrir afmæli, brúðkaup eða hverskonar stórar eða smáar veislur.
Súpur sem eldaðar verða á námskeiðinu eru m.a.
Kjúklingabaunasúpa með reyktu kjöti, tómötum og spínati
Nú er opið fyrir skráningar á námskeiðið okkar Norður afrískur matur – til að njóta, sem haldið verður þann 22. október n.k. kl 17-20. Námskeiðið hefst með stuttri fræðslu um helstu krydd og hráefni sem notuð eru í Norður Afrískri matargerð. Að því loknu eldum við saman dýrindis Norður Afríska máltíð og borðum saman.