Námskeið
Sýni býður upp á fjölbreytt námskeið tengd gæðamálum.
HACCP – Nýliðaþjálfun – Matvælaöryggi – Örverufræði – Þrif – Sannprófanir og innri úttektir – VACCP/TACCP – Fiskvinnslur – Staðlar – Ýmis önnur sérsniðin námskeið

Námskeið
Sýni hefur um langt skeið verið leiðandi í námskeiðahaldi tengdum gæðamálum og þá sér í lagi í matvælaiðnaði.
Námskeiðin eru ýmist opin námskeið sem haldin eru reglulega fyrir blandaða hópa einstaklinga úr ýmsum áttum eða sérsniðin námskeið fyrir fyrirtæki / hópa.
Námskeiðin geta ýmist verið haldin í húsakynnum Sýnis, húsnæði á vegum viðskiptavina, fjarkennslu í gegnum Teams eða rafræn námskeið. Námskeiðum fylgja námskeiðsgögn sem unnin hafa verið að ráðgjöfum Sýnis sem einnig sinna allri kennslu.
Sjá yfirlit og lýsingu helstu námskeiða hér að neðan.
Allar fyrirspurnir varðandi námskeið berist á netfangið namskeid@syni.is
HACCP
Sýni hefur áratuga reynslu af HACCP námskeiðahaldi.
Námskeiðin eru ýmist auglýst opin öllum eða sérsniðin að þörfum hvers fyrirtækis.
Rafræn námskeið
Sýni býður uppá rafræn námskeið sem hægt er að taka á sínum hraða, hvar og hvenær sem er.
Opin námskeið tengd gæðamálum
Sýni býður uppá fjölbreytt námskeið sem tengjast gæðamálum á einn eða annan hátt. Um er að ræða opin námskeið sem allir geta sótt.
Námskeið tengd gæðamálum sérsniðin fyrirtækjum/hópum
Sýni býður uppá fjölbreytt námskeið sem tengjast gæðamálum á einn eða annan hátt. Námskeiðin eru sérsniðin að þörfum hvers fyrirtækis.
Námsleiðir
Lengi vel bauð Sýni upp á kennslu námsleiða tengdum gæðamálum í matvælafyrirtækjum. Slíkar námsleiðir eru ekki lengur kenndar reglubundið hjá Sýni en hægt er að fá tilboð í kennslu fyrir hópa.
Atburðir
![]() |
01/12/2023 – 31/12/2025 NÝTT: HACCP Grunnnámskeið – Rafrænt |
![]() |
03/02/2025 – 01/02/2030 Námskeið fyrir starfsfólk mötuneyta og eldhúsa – Rafrænt – Íslenska og enska |
![]() |
25/02/2025 – 27/02/2025 Námskeið – HACCP 3 – Gæði og öryggi alla leið – Fjarnámskeið |
![]() |
05/03/2025 – 06/03/2025 Námskeið – Matvælasvindl og skemmdarverk (VACCP/ TACCP) – Fjarnámskeið (Teams) |
![]() |
17/03/2025 – 25/03/2025 Námskeið – HACCP 4 – Stjórnun HACCP kerfis – Fjarnámskeið (Teams) |
![]() |
27/03/2025 Námskeið – Matvælaöryggismenning – Fókusinn á fólkinu! – Fjarnámskeið (Teams) |
![]() |
01/04/2025 Námskeið – Sannprófun – Innri úttektir – Fjarnámskeið (Teams) |